Hlutabréf á Asíumörkuðum hækkuðu í morgun, áttunda daginn í röð og er þar með um lengstu samfelldu hækkun bréfa þar í álfu að ræða síðan árið 2004.
Fjárfestar eru sagðir bjartsýnir á skattalækkanir, aukin ríkisútgjöld til jákvæðra verka og lægri stýrivexti. Til dæmis hækkuðu bréf tölvuleikjaframleiðandans Nintendo um 5,2 prósentustig í kjölfar yfirlýsingar embættismanna um að Barack Obama muni lækka skatta en 40 prósent af allri sölu Nintendo eiga sér stað í Bandaríkjunum.