Danskt fasteignafélag í klemmu eftir hrun Straums 9. mars 2009 14:18 Hið nýstofnaða fasteignafélag Pecunia Properties er komið í klemmu aðeins fjórum dögum eftir að það var stofnað í Kaupmannahöfn. Straumur var einn af stofnendum félagsins og átti þar að auki hlut í öðru félagi sem stendur að Pecunia, það er Property Group. Markmiðið með stofnun Pecuina var að félagið myndi yfirtaka skuldsettar fasteignir sem danskir bankar hafa leyst til sín í töluverðum mæli eftir að fjármálakreppan skall á þar í landi s.l. haust. Að sögn Jesper Damborg meðeigenda í Property Group getur hrun Straums sett strik í reikninginn hvað Pecunia varðar. Á hann þar við að áætlanir voru uppi um að víkka eigendahópinn á bakvið Pecunia en þær áætlanir eru nú í uppnámi. Raunar var þegar búið að ganga frá einum samningi við Fiona bankann s.l. föstudag. Var þar um að ræða verslunarkjarnann Mary´s í Velje. Samdi Pecunia við bankann um að klára byggingu kjarnans gegn því að fá hlut af söluverði hans seinna meir. Tryggingarfélagið Köbstædernes Forsikring stendur að Pecunia auk Straums og Property Group. Property Group er svo aftur í 40% eigu Straums en aðrir eigendur eru Guðmundur Þórðarsson, Birgir Bieltvedt og nokkrir Danir. Fram kemur í umfjöllun á business.dk að yfirtaka Fjármálaeftirlitsins á Straumi hafi engin áhrif á rekstur Property Group. Svo heppilega hafi viljað til að Straumur breytti láni til Property í hlutafé skömmu fyrir stofnun Pecunia. Jesper Damborg segir að það sé betra að hafa íslenska ríkið sem meðeigenda að félaginu heldur en lánadrottinn þess. Mest lesið 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Hið nýstofnaða fasteignafélag Pecunia Properties er komið í klemmu aðeins fjórum dögum eftir að það var stofnað í Kaupmannahöfn. Straumur var einn af stofnendum félagsins og átti þar að auki hlut í öðru félagi sem stendur að Pecunia, það er Property Group. Markmiðið með stofnun Pecuina var að félagið myndi yfirtaka skuldsettar fasteignir sem danskir bankar hafa leyst til sín í töluverðum mæli eftir að fjármálakreppan skall á þar í landi s.l. haust. Að sögn Jesper Damborg meðeigenda í Property Group getur hrun Straums sett strik í reikninginn hvað Pecunia varðar. Á hann þar við að áætlanir voru uppi um að víkka eigendahópinn á bakvið Pecunia en þær áætlanir eru nú í uppnámi. Raunar var þegar búið að ganga frá einum samningi við Fiona bankann s.l. föstudag. Var þar um að ræða verslunarkjarnann Mary´s í Velje. Samdi Pecunia við bankann um að klára byggingu kjarnans gegn því að fá hlut af söluverði hans seinna meir. Tryggingarfélagið Köbstædernes Forsikring stendur að Pecunia auk Straums og Property Group. Property Group er svo aftur í 40% eigu Straums en aðrir eigendur eru Guðmundur Þórðarsson, Birgir Bieltvedt og nokkrir Danir. Fram kemur í umfjöllun á business.dk að yfirtaka Fjármálaeftirlitsins á Straumi hafi engin áhrif á rekstur Property Group. Svo heppilega hafi viljað til að Straumur breytti láni til Property í hlutafé skömmu fyrir stofnun Pecunia. Jesper Damborg segir að það sé betra að hafa íslenska ríkið sem meðeigenda að félaginu heldur en lánadrottinn þess.
Mest lesið 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira