Brown vill lög til að koma í veg fyrir launabónusa Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. september 2009 10:46 Gordon Brown ætlar að banna bónuslaunakerfi. Mynd/ AFP. Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, ætlar að banna bónuslaunakerfi sem tíðkaðist í bönkunum fyrir fjármálakreppu. Hann ætlar að neyða bankana til þess að hegða sér með ábyrgari hætti. Brown sagði í samtali við BBC, breska ríkisútvarpið, í morgun að stjórnendur bankanna skildu ekki hvílíkan skaða þeir hefðu unnið hagkerfinu og hann ætlaði að grípa til sinna ráða til þess að beina þeim inn á réttar brautir. „Við ætlum að hreinsa upp kerfið í eitt skipti fyrir öll," sagði Brown. „Þetta verða hörðustu aðgerðir sem gripið hefur verið til í heiminum," sagði Brown jafnframt. „Við ætlum ekki að standa hjá og snúa aftur til gamalla tíma," bætti hann við. Brown ætlar að breyta lögum um Fjármálaeftirlitið þannig að það fái heimild til að hindra bankastjórnendur í að taka of mikla áhættu. Fyrirtæki sem muni ekki hlýða þessum lögum muni sæta refsingum. Hann sagði að þessi nýju lög væru nauðsynleg því að það væru vísbendingar um að bankarnir væru að fara aftur í að greiða háar launafjárhæðir sem voru meðal annars hvatinn að mikilli áhættusækni sem leiddi til fjármálakreppunnar. Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, ætlar að banna bónuslaunakerfi sem tíðkaðist í bönkunum fyrir fjármálakreppu. Hann ætlar að neyða bankana til þess að hegða sér með ábyrgari hætti. Brown sagði í samtali við BBC, breska ríkisútvarpið, í morgun að stjórnendur bankanna skildu ekki hvílíkan skaða þeir hefðu unnið hagkerfinu og hann ætlaði að grípa til sinna ráða til þess að beina þeim inn á réttar brautir. „Við ætlum að hreinsa upp kerfið í eitt skipti fyrir öll," sagði Brown. „Þetta verða hörðustu aðgerðir sem gripið hefur verið til í heiminum," sagði Brown jafnframt. „Við ætlum ekki að standa hjá og snúa aftur til gamalla tíma," bætti hann við. Brown ætlar að breyta lögum um Fjármálaeftirlitið þannig að það fái heimild til að hindra bankastjórnendur í að taka of mikla áhættu. Fyrirtæki sem muni ekki hlýða þessum lögum muni sæta refsingum. Hann sagði að þessi nýju lög væru nauðsynleg því að það væru vísbendingar um að bankarnir væru að fara aftur í að greiða háar launafjárhæðir sem voru meðal annars hvatinn að mikilli áhættusækni sem leiddi til fjármálakreppunnar.
Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira