Bjarni stendur betur að vígi en Kristján Þór 26. mars 2009 14:20 Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, segir Sjálfstæðisflokkinn standa á tímamótum en landsfundur flokksins hefst í dag. Baldur telur Bjarna Benediktsson standa betur að vígi en Kristján Þór Júlíusson en báðir sækjast eftir því að verða næsti formaður flokksins. Baldur segir mikilvægt fyrir formannsframbjóðendurna að mæta vel undirbúna til leiks.Uppgjör við fortíðina Baldur segir að Sjálfstæðisflokkurinn standi á tímamótum annarsvegar vegna formannskjörsins og hinsvegar sökum þess að ákveðið uppgjör eigi sér stað um stefnu flokksins. Stefnu sem flokkurinn hafi staðið fyrir í ríkisstjórn undanfarin 18 ár. Athyglisvert verði að sjá hversu frjálsar hendur nýr formaður fái til að móta nýjar áherslur og hver niðurstaðan í Evrópumálum verði, að mati Baldurs. „Það eru tækifæri sem felast bæði í formannskjörinu og því uppgjöri sem flokkurinn getur látið fara fram á landsfundinum," segir Baldur. Baldur telur að Bjarni og Kristján geta gefið flokknum nýja ásýnd þar sem hvorugur þeirra hefur verið ráðherra. Báðir geti styrkt stöðu flokksins geri landsfundurinn upp við fortíðina og komi með lausnir í efnahagsmálum.Ræðan skiptir máli Kristján kemur nokkuð seint fram, að mati Baldurs en Kristján gaf formlega kost á sér á sunnudaginn. „Hinsvegar skiptir landsfundurinn sjálfur miklu máli," segir Baldur og bendir á Davíð Oddsson og stuðningsmenn hafi mætt vel undirbúnir til landsfundarins árið 1991 þegar Davíð felldi sitjandi formann, Þorstein Pálsson. Baldur segir að ræða Davíðs á fundinum hafi einnig skipt miklu máli. Hann telur allt eins líklegt að hópur landsfundarfulltrúa geri upp við sig á sjálfum fundinum hvort þeir greiði Bjarna eða Kristjáni atkvæði sitt. Kosningar 2009 Tengdar fréttir Hitað upp fyrir formannsslaginn í Sjálfstæðisflokknum Bjarni Benediktsson og Kristján Þór Júlíusson eru í framboði til formanns Sjálfstæðisflokksins en kosið verður á landsfundi um helgina. Bjarni lýsti yfir framboði fyrir þónokkru síðan en Kristján hefur verið í framboði í þrjá daga. Vísir sló á þráðinn og heyrði í þeim félögum. 26. mars 2009 15:07 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Sjá meira
Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, segir Sjálfstæðisflokkinn standa á tímamótum en landsfundur flokksins hefst í dag. Baldur telur Bjarna Benediktsson standa betur að vígi en Kristján Þór Júlíusson en báðir sækjast eftir því að verða næsti formaður flokksins. Baldur segir mikilvægt fyrir formannsframbjóðendurna að mæta vel undirbúna til leiks.Uppgjör við fortíðina Baldur segir að Sjálfstæðisflokkurinn standi á tímamótum annarsvegar vegna formannskjörsins og hinsvegar sökum þess að ákveðið uppgjör eigi sér stað um stefnu flokksins. Stefnu sem flokkurinn hafi staðið fyrir í ríkisstjórn undanfarin 18 ár. Athyglisvert verði að sjá hversu frjálsar hendur nýr formaður fái til að móta nýjar áherslur og hver niðurstaðan í Evrópumálum verði, að mati Baldurs. „Það eru tækifæri sem felast bæði í formannskjörinu og því uppgjöri sem flokkurinn getur látið fara fram á landsfundinum," segir Baldur. Baldur telur að Bjarni og Kristján geta gefið flokknum nýja ásýnd þar sem hvorugur þeirra hefur verið ráðherra. Báðir geti styrkt stöðu flokksins geri landsfundurinn upp við fortíðina og komi með lausnir í efnahagsmálum.Ræðan skiptir máli Kristján kemur nokkuð seint fram, að mati Baldurs en Kristján gaf formlega kost á sér á sunnudaginn. „Hinsvegar skiptir landsfundurinn sjálfur miklu máli," segir Baldur og bendir á Davíð Oddsson og stuðningsmenn hafi mætt vel undirbúnir til landsfundarins árið 1991 þegar Davíð felldi sitjandi formann, Þorstein Pálsson. Baldur segir að ræða Davíðs á fundinum hafi einnig skipt miklu máli. Hann telur allt eins líklegt að hópur landsfundarfulltrúa geri upp við sig á sjálfum fundinum hvort þeir greiði Bjarna eða Kristjáni atkvæði sitt.
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Hitað upp fyrir formannsslaginn í Sjálfstæðisflokknum Bjarni Benediktsson og Kristján Þór Júlíusson eru í framboði til formanns Sjálfstæðisflokksins en kosið verður á landsfundi um helgina. Bjarni lýsti yfir framboði fyrir þónokkru síðan en Kristján hefur verið í framboði í þrjá daga. Vísir sló á þráðinn og heyrði í þeim félögum. 26. mars 2009 15:07 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Sjá meira
Hitað upp fyrir formannsslaginn í Sjálfstæðisflokknum Bjarni Benediktsson og Kristján Þór Júlíusson eru í framboði til formanns Sjálfstæðisflokksins en kosið verður á landsfundi um helgina. Bjarni lýsti yfir framboði fyrir þónokkru síðan en Kristján hefur verið í framboði í þrjá daga. Vísir sló á þráðinn og heyrði í þeim félögum. 26. mars 2009 15:07