Sjálfstæðismenn hræddir við þjóðina 1. apríl 2009 20:12 Atli Gíslason og Birgir Ármannsson. Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, telur að sjálfstæðismenn séu hræddir við þjóðina og gráir fyrir járnum að formsástæðum þegar kemur að breytingum á stjórnarskránni. Ekki sé um efnislega ágreining að ræða í sérnefnd Alþingis um stjórnarskrárfrumvarp sem forystumenn allra flokka standa að fyrir utan Sjálfstæðisflokk. Atli og Birgir Ármannsson tókust á um stjórnarskrárbreytingar í Kastljósi í kvöld. Frumvarpið kveður meðal annars á um að stjórnlagaþing verði sett á laggirnar. Ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu og þjóðareign á auðlindum verði bætt við stjórnarskránna. Birgir sagði að tillögurnar væru ekki nægjanlega vel unnar. Verið verið að ræða um málið og þrýsta því í gegn af því að Framsóknarflokkurinn gerði það sem eitt af skilyrðum sínum fyrir stuðningi sínum við minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Birgir sagði hægt væri að ná sátt um nokkur atriði í frumvarpinu með meiri vinnu. Hann sagði að það væri þversögn að setja á legg stjórnlagaþing en jafnframt keyra í gegn breytingar sem muni að sjálfsögðu koma inn á borð stjórnlagaþings. Þá sagði Birgir eðilegt að niðurstaða stjórnlagaþings verði ráðgefandi. Atli sagði að í haust hafi ekki einungis verið efnahagshrun heldur einnig lýðræðishrun. Almenningur kalli á aukið lýðræði og meiri völd. Engin efnislegur ágreiningur er um frumvarpið, að mati Atla. Svo virðist sem að sjálfstæðismenn séu hræddir við þjóðina. Helst sé tekist á um það hvort að stjórnalagþing eigi að vera ráðgefandi eða stjórnarskrárgefandi. „Við erum bara að færa fólkinu í landinu völd." „Stjórnarlagaþing í þeirri mynd sem hér er verið að leggja til á sér engin fordæmi í löndum í kringum okkur," sagði Birgir. Nema þá í Þýskalandi eftir síðari heimsstyrjöldina og fall nasismans í Suður-Afríku eftir hrun aðskilnaðarstefnunnar. „Ég held með fullri virðingu fyrir þeim erfiðleikum sem við Íslendingar eigum við að glíma núna sé ekki hægt með neinu móti bera þetta saman við slíkar aðstæður." Kosningar 2009 Tengdar fréttir Stjórnarskrárfrumvarp úr nefnd í andstöðu við minnihluta Frumvarp um breytingar á stjórnarskránni sem tekist hefur verið á um í sérnefnd um stjórnarskrármál undanfarið, hefur verið afgreitt úr nefndinni. Björn Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kvaddi sér hljóðs á þingi í dag og sagði að ekki hafi verið fullreynt um að ná samkomulagi innan nefndarinnar. 1. apríl 2009 13:56 Afgreitt í bullandi ágreiningi Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stjórnarskrárfrumvarp hafi nú í fyrsta sinn í 50 ár verið afgreitt úr nefnd í bullandi ágreiningi. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins töldu ófært að standa að afgreiðslunni bæði vegna málsmeðferðar og efnisinnihalds frumvarpsins. 1. apríl 2009 19:29 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, telur að sjálfstæðismenn séu hræddir við þjóðina og gráir fyrir járnum að formsástæðum þegar kemur að breytingum á stjórnarskránni. Ekki sé um efnislega ágreining að ræða í sérnefnd Alþingis um stjórnarskrárfrumvarp sem forystumenn allra flokka standa að fyrir utan Sjálfstæðisflokk. Atli og Birgir Ármannsson tókust á um stjórnarskrárbreytingar í Kastljósi í kvöld. Frumvarpið kveður meðal annars á um að stjórnlagaþing verði sett á laggirnar. Ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu og þjóðareign á auðlindum verði bætt við stjórnarskránna. Birgir sagði að tillögurnar væru ekki nægjanlega vel unnar. Verið verið að ræða um málið og þrýsta því í gegn af því að Framsóknarflokkurinn gerði það sem eitt af skilyrðum sínum fyrir stuðningi sínum við minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Birgir sagði hægt væri að ná sátt um nokkur atriði í frumvarpinu með meiri vinnu. Hann sagði að það væri þversögn að setja á legg stjórnlagaþing en jafnframt keyra í gegn breytingar sem muni að sjálfsögðu koma inn á borð stjórnlagaþings. Þá sagði Birgir eðilegt að niðurstaða stjórnlagaþings verði ráðgefandi. Atli sagði að í haust hafi ekki einungis verið efnahagshrun heldur einnig lýðræðishrun. Almenningur kalli á aukið lýðræði og meiri völd. Engin efnislegur ágreiningur er um frumvarpið, að mati Atla. Svo virðist sem að sjálfstæðismenn séu hræddir við þjóðina. Helst sé tekist á um það hvort að stjórnalagþing eigi að vera ráðgefandi eða stjórnarskrárgefandi. „Við erum bara að færa fólkinu í landinu völd." „Stjórnarlagaþing í þeirri mynd sem hér er verið að leggja til á sér engin fordæmi í löndum í kringum okkur," sagði Birgir. Nema þá í Þýskalandi eftir síðari heimsstyrjöldina og fall nasismans í Suður-Afríku eftir hrun aðskilnaðarstefnunnar. „Ég held með fullri virðingu fyrir þeim erfiðleikum sem við Íslendingar eigum við að glíma núna sé ekki hægt með neinu móti bera þetta saman við slíkar aðstæður."
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Stjórnarskrárfrumvarp úr nefnd í andstöðu við minnihluta Frumvarp um breytingar á stjórnarskránni sem tekist hefur verið á um í sérnefnd um stjórnarskrármál undanfarið, hefur verið afgreitt úr nefndinni. Björn Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kvaddi sér hljóðs á þingi í dag og sagði að ekki hafi verið fullreynt um að ná samkomulagi innan nefndarinnar. 1. apríl 2009 13:56 Afgreitt í bullandi ágreiningi Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stjórnarskrárfrumvarp hafi nú í fyrsta sinn í 50 ár verið afgreitt úr nefnd í bullandi ágreiningi. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins töldu ófært að standa að afgreiðslunni bæði vegna málsmeðferðar og efnisinnihalds frumvarpsins. 1. apríl 2009 19:29 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
Stjórnarskrárfrumvarp úr nefnd í andstöðu við minnihluta Frumvarp um breytingar á stjórnarskránni sem tekist hefur verið á um í sérnefnd um stjórnarskrármál undanfarið, hefur verið afgreitt úr nefndinni. Björn Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kvaddi sér hljóðs á þingi í dag og sagði að ekki hafi verið fullreynt um að ná samkomulagi innan nefndarinnar. 1. apríl 2009 13:56
Afgreitt í bullandi ágreiningi Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stjórnarskrárfrumvarp hafi nú í fyrsta sinn í 50 ár verið afgreitt úr nefnd í bullandi ágreiningi. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins töldu ófært að standa að afgreiðslunni bæði vegna málsmeðferðar og efnisinnihalds frumvarpsins. 1. apríl 2009 19:29