Íslensku bankarnir sýna hörku gegn breskum fyrirtækjum 29. mars 2009 10:42 Íslendingar mæta nú breskum fyrirtækjum af hörku þar sem ríkisstjórn landsins gerir allt til þess að hámarka verðmæti eigna, ef marka má orð bankamanns sem tekur þátt í björgunaraðgerðum. Það er breska blaðið Guardian sem fjallar um málið í dag undir fyrirsögninn, „Íslensku bankarnir sýna hörku gegn breskum fyrirtækjum". Fyrirtæki sem eru fjármögnuð af einhverjum hluta af íslensku bönkunum verða að berjast enn meira ætli þau sér að lifa af, þar sem bankarnir eru síður viljugir til þess að gefa þeim annað tækifæri. Glitnir, Landsbanki, Straumur og Kaupþing eru nú í höndum ríkisins sem reynir að endurreisa fallinn efnahag landsins. „Þau eru gríðarlega grimm," segir heimildarmaður blaðsins sem tekur þátt í að semja við þá sem skulda bönkunum. Í fréttinni er síðan rifjað upp að sportvörukeðjan JJB hafi sett fram áætlun til þess að koma í veg fyrir fall þar sem félagið gat ekki greitt 60 milljónir punda sem það átti að greiða Lloyds, Barclays og Kaupþingi. Tveir fyrrnefndu bankarnir buðu fyrirtækinu aðrar 25 milljónir punda en Kaupþing hefur ekki gert það. „Þetta eru erfiðir tímar hjá öllum bönkum," segir Peter Williams forstjóri JJB í samtali við Guardian. Þá segir að íslensku bankarnir séu líklega með minni þolinmæði en aðrir. Fljótlega eftir að ríkið tók yfir Landsbankann hafi bankinn kallað eftir lánum frá Baugi, sem hafði í för með sér að nokkrar af bresku eignum félagsins fóru í greiðslustöðvun, þar á meðal House of Fraser, Hamleys og Iceland food group. „Við erum að tryggja hagsmuni okkar í ýmsum eignum," er haft eftir Kristjáni Óskarssyni í skilanefnd Glitnis. „Við reynum að hámarka verðmæti, við munum ekki hefja brunaútsölu á þessum eignum." Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Íslendingar mæta nú breskum fyrirtækjum af hörku þar sem ríkisstjórn landsins gerir allt til þess að hámarka verðmæti eigna, ef marka má orð bankamanns sem tekur þátt í björgunaraðgerðum. Það er breska blaðið Guardian sem fjallar um málið í dag undir fyrirsögninn, „Íslensku bankarnir sýna hörku gegn breskum fyrirtækjum". Fyrirtæki sem eru fjármögnuð af einhverjum hluta af íslensku bönkunum verða að berjast enn meira ætli þau sér að lifa af, þar sem bankarnir eru síður viljugir til þess að gefa þeim annað tækifæri. Glitnir, Landsbanki, Straumur og Kaupþing eru nú í höndum ríkisins sem reynir að endurreisa fallinn efnahag landsins. „Þau eru gríðarlega grimm," segir heimildarmaður blaðsins sem tekur þátt í að semja við þá sem skulda bönkunum. Í fréttinni er síðan rifjað upp að sportvörukeðjan JJB hafi sett fram áætlun til þess að koma í veg fyrir fall þar sem félagið gat ekki greitt 60 milljónir punda sem það átti að greiða Lloyds, Barclays og Kaupþingi. Tveir fyrrnefndu bankarnir buðu fyrirtækinu aðrar 25 milljónir punda en Kaupþing hefur ekki gert það. „Þetta eru erfiðir tímar hjá öllum bönkum," segir Peter Williams forstjóri JJB í samtali við Guardian. Þá segir að íslensku bankarnir séu líklega með minni þolinmæði en aðrir. Fljótlega eftir að ríkið tók yfir Landsbankann hafi bankinn kallað eftir lánum frá Baugi, sem hafði í för með sér að nokkrar af bresku eignum félagsins fóru í greiðslustöðvun, þar á meðal House of Fraser, Hamleys og Iceland food group. „Við erum að tryggja hagsmuni okkar í ýmsum eignum," er haft eftir Kristjáni Óskarssyni í skilanefnd Glitnis. „Við reynum að hámarka verðmæti, við munum ekki hefja brunaútsölu á þessum eignum."
Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira