Íslensku bankarnir sýna hörku gegn breskum fyrirtækjum 29. mars 2009 10:42 Íslendingar mæta nú breskum fyrirtækjum af hörku þar sem ríkisstjórn landsins gerir allt til þess að hámarka verðmæti eigna, ef marka má orð bankamanns sem tekur þátt í björgunaraðgerðum. Það er breska blaðið Guardian sem fjallar um málið í dag undir fyrirsögninn, „Íslensku bankarnir sýna hörku gegn breskum fyrirtækjum". Fyrirtæki sem eru fjármögnuð af einhverjum hluta af íslensku bönkunum verða að berjast enn meira ætli þau sér að lifa af, þar sem bankarnir eru síður viljugir til þess að gefa þeim annað tækifæri. Glitnir, Landsbanki, Straumur og Kaupþing eru nú í höndum ríkisins sem reynir að endurreisa fallinn efnahag landsins. „Þau eru gríðarlega grimm," segir heimildarmaður blaðsins sem tekur þátt í að semja við þá sem skulda bönkunum. Í fréttinni er síðan rifjað upp að sportvörukeðjan JJB hafi sett fram áætlun til þess að koma í veg fyrir fall þar sem félagið gat ekki greitt 60 milljónir punda sem það átti að greiða Lloyds, Barclays og Kaupþingi. Tveir fyrrnefndu bankarnir buðu fyrirtækinu aðrar 25 milljónir punda en Kaupþing hefur ekki gert það. „Þetta eru erfiðir tímar hjá öllum bönkum," segir Peter Williams forstjóri JJB í samtali við Guardian. Þá segir að íslensku bankarnir séu líklega með minni þolinmæði en aðrir. Fljótlega eftir að ríkið tók yfir Landsbankann hafi bankinn kallað eftir lánum frá Baugi, sem hafði í för með sér að nokkrar af bresku eignum félagsins fóru í greiðslustöðvun, þar á meðal House of Fraser, Hamleys og Iceland food group. „Við erum að tryggja hagsmuni okkar í ýmsum eignum," er haft eftir Kristjáni Óskarssyni í skilanefnd Glitnis. „Við reynum að hámarka verðmæti, við munum ekki hefja brunaútsölu á þessum eignum." Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Íslendingar mæta nú breskum fyrirtækjum af hörku þar sem ríkisstjórn landsins gerir allt til þess að hámarka verðmæti eigna, ef marka má orð bankamanns sem tekur þátt í björgunaraðgerðum. Það er breska blaðið Guardian sem fjallar um málið í dag undir fyrirsögninn, „Íslensku bankarnir sýna hörku gegn breskum fyrirtækjum". Fyrirtæki sem eru fjármögnuð af einhverjum hluta af íslensku bönkunum verða að berjast enn meira ætli þau sér að lifa af, þar sem bankarnir eru síður viljugir til þess að gefa þeim annað tækifæri. Glitnir, Landsbanki, Straumur og Kaupþing eru nú í höndum ríkisins sem reynir að endurreisa fallinn efnahag landsins. „Þau eru gríðarlega grimm," segir heimildarmaður blaðsins sem tekur þátt í að semja við þá sem skulda bönkunum. Í fréttinni er síðan rifjað upp að sportvörukeðjan JJB hafi sett fram áætlun til þess að koma í veg fyrir fall þar sem félagið gat ekki greitt 60 milljónir punda sem það átti að greiða Lloyds, Barclays og Kaupþingi. Tveir fyrrnefndu bankarnir buðu fyrirtækinu aðrar 25 milljónir punda en Kaupþing hefur ekki gert það. „Þetta eru erfiðir tímar hjá öllum bönkum," segir Peter Williams forstjóri JJB í samtali við Guardian. Þá segir að íslensku bankarnir séu líklega með minni þolinmæði en aðrir. Fljótlega eftir að ríkið tók yfir Landsbankann hafi bankinn kallað eftir lánum frá Baugi, sem hafði í för með sér að nokkrar af bresku eignum félagsins fóru í greiðslustöðvun, þar á meðal House of Fraser, Hamleys og Iceland food group. „Við erum að tryggja hagsmuni okkar í ýmsum eignum," er haft eftir Kristjáni Óskarssyni í skilanefnd Glitnis. „Við reynum að hámarka verðmæti, við munum ekki hefja brunaútsölu á þessum eignum."
Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira