Dóp í hraðsendingu hratt málinu af stað 10. júní 2009 00:01 Mikið magn fíkniefna hefur verið tekið það sem af er árinu. Lögregla rannsakar nú afar umfangsmikið mál sem talið er ná víða um lönd. Þrír karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna gríðarlega umfangsmikils fíkniefnamáls sem talið er teygja anga sína víða um lönd. Lögreglan verst fregna af því hvaða lönd rannsóknin varðar á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Fyrsti maðurinn var handtekinn eftir að hraðsending sem reyndist innihalda nokkur kíló af hörðum fíkniefnum hafði borist hingað til lands. Hann var handtekinn 22. maí og úrskurðaður í gæsluvarðhald til 2. júní. Gæsluvarðhald var síðan framlengt til 12. júní vegna rannsóknarhagsmuna. Tveir karlmenn til viðbótar hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 19. júní, grunaðir um aðild að skipulagningu á innflutningi á fíkniefnum til landsins auk peningaþvættis. Þeir eru Ársæll Snorrason, sem er á fimmtugsaldri, og Sigurður Ólason sem er á sextugsaldri. Ársæll var raunar handtekinn í fangelsinu á Litla-Hrauni, þar sem hann afplánar nú fimm ára dóm vegna BMW-málsins svokallaða. Í því máli var reynt að smygla til landsins fimmtán kílóum af amfetamíni og tíu af hassi í bensíntanki BMW-bíls árið 2006. Ársæll hafði áður verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Hollandi fyrir fíkniefnabrot. Þriðji maðurinn sem situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins er Sigurður Ólason. Hann var fyrir nokkrum árum dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir aðild sína að smygli á þrjátíu kílóum af hassi. Fjórði maður var einnig handtekinn í aðgerðum lögreglunnar en honum var sleppt að skýrslutöku lokinni. Hvað þá þrjá menn varðar, sem sitja í gæsluvarðhaldi nú, rannsakar lögregla meðal annars hvort tengsl séu milli þeirra og alþjóðlegs glæpahrings, sem meðal annars hefur staðið fyrir fíkniefnasmygli og öðrum umfangsmiklum afbrotum. Í aðgerð lögreglu í fyrradag voru fimm menn handteknir og ellefu húsleitir gerðar. Rannsókn lögreglu er liður í rannsókn fleiri landa og unnin í samvinnu við tengslaskrifstofu Íslands hjá Europol. Hér á landi hafa lögregluembættin á Suðurnesjum og tollyfirvöld komið að málinu. Lögreglumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Þrír karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna gríðarlega umfangsmikils fíkniefnamáls sem talið er teygja anga sína víða um lönd. Lögreglan verst fregna af því hvaða lönd rannsóknin varðar á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Fyrsti maðurinn var handtekinn eftir að hraðsending sem reyndist innihalda nokkur kíló af hörðum fíkniefnum hafði borist hingað til lands. Hann var handtekinn 22. maí og úrskurðaður í gæsluvarðhald til 2. júní. Gæsluvarðhald var síðan framlengt til 12. júní vegna rannsóknarhagsmuna. Tveir karlmenn til viðbótar hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 19. júní, grunaðir um aðild að skipulagningu á innflutningi á fíkniefnum til landsins auk peningaþvættis. Þeir eru Ársæll Snorrason, sem er á fimmtugsaldri, og Sigurður Ólason sem er á sextugsaldri. Ársæll var raunar handtekinn í fangelsinu á Litla-Hrauni, þar sem hann afplánar nú fimm ára dóm vegna BMW-málsins svokallaða. Í því máli var reynt að smygla til landsins fimmtán kílóum af amfetamíni og tíu af hassi í bensíntanki BMW-bíls árið 2006. Ársæll hafði áður verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Hollandi fyrir fíkniefnabrot. Þriðji maðurinn sem situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins er Sigurður Ólason. Hann var fyrir nokkrum árum dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir aðild sína að smygli á þrjátíu kílóum af hassi. Fjórði maður var einnig handtekinn í aðgerðum lögreglunnar en honum var sleppt að skýrslutöku lokinni. Hvað þá þrjá menn varðar, sem sitja í gæsluvarðhaldi nú, rannsakar lögregla meðal annars hvort tengsl séu milli þeirra og alþjóðlegs glæpahrings, sem meðal annars hefur staðið fyrir fíkniefnasmygli og öðrum umfangsmiklum afbrotum. Í aðgerð lögreglu í fyrradag voru fimm menn handteknir og ellefu húsleitir gerðar. Rannsókn lögreglu er liður í rannsókn fleiri landa og unnin í samvinnu við tengslaskrifstofu Íslands hjá Europol. Hér á landi hafa lögregluembættin á Suðurnesjum og tollyfirvöld komið að málinu.
Lögreglumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira