Tap á íslensku bönkunum verður kosningamál í Kent 14. maí 2009 09:34 Kjördæminu Kent í Englandi er stjórnað af Íhaldsflokknum sem raunar hefur mikinn meirihluta í sveitarstjórnum héraðsins. En kosningar eru framundan og tap sveitarstjórnanna á íslensku bönkunum verður eitt af kosningarmálunum. Í umfjöllun um málið á BBC segir að reiknað sé með að stjórn Íhaldsflokksins haldi í kosningunum þann 4. Júní n.k. enda meirihlutinn mikill en Íhaldsmenn ráða 56 stjórnum á móti 20 hjá Verkamannaflokknum en Frjálslyndir eru síðan með sex stjórnir. BBC segir að 50 milljón punda, eða 9,6 milljarða kr., tap sveitarstjórnanna á íslensku bönkunum verði eitt aðal kosningamálið. Bæði Verkamannaflokkurinn og Frjálslyndir vilja að kjósendur refsi Íhaldsflokknum fyrir að hafa farið gáleysislega með almanna fé með því að setja það inn á hávaxtareikninga hjá íslensku bönkunum í Bretlandi. Fé sem mjög óljóst er hvort nokkurn tímann muni endurheimtast. „Báðir flokkarnir hafa hvatt kjósendur til að láta Íhaldsmenn finna fyrir því og reiði almennings yfir málinu gæti skilað sér í kjörkassana," segir í frétt BBC. Mest lesið Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Kjördæminu Kent í Englandi er stjórnað af Íhaldsflokknum sem raunar hefur mikinn meirihluta í sveitarstjórnum héraðsins. En kosningar eru framundan og tap sveitarstjórnanna á íslensku bönkunum verður eitt af kosningarmálunum. Í umfjöllun um málið á BBC segir að reiknað sé með að stjórn Íhaldsflokksins haldi í kosningunum þann 4. Júní n.k. enda meirihlutinn mikill en Íhaldsmenn ráða 56 stjórnum á móti 20 hjá Verkamannaflokknum en Frjálslyndir eru síðan með sex stjórnir. BBC segir að 50 milljón punda, eða 9,6 milljarða kr., tap sveitarstjórnanna á íslensku bönkunum verði eitt aðal kosningamálið. Bæði Verkamannaflokkurinn og Frjálslyndir vilja að kjósendur refsi Íhaldsflokknum fyrir að hafa farið gáleysislega með almanna fé með því að setja það inn á hávaxtareikninga hjá íslensku bönkunum í Bretlandi. Fé sem mjög óljóst er hvort nokkurn tímann muni endurheimtast. „Báðir flokkarnir hafa hvatt kjósendur til að láta Íhaldsmenn finna fyrir því og reiði almennings yfir málinu gæti skilað sér í kjörkassana," segir í frétt BBC.
Mest lesið Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira