Jóhanna og Bjarni ósammála um styrki til frambjóðenda 23. apríl 2009 18:34 Formenn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins eru ósammála um hvort opna skuli prófkjörsbókhald frambjóðenda. Forsætisráðherra vill að almenningur fái upplýsingar um styrki til frambjóðenda. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það hins vegar undir einstaklingum komið hvort þeir upplýsi um slíka styrki. Eins og fram kom í fréttum okkar í gær fengu þau Guðlaugur Þór Þórðarson Sjálfstæðisflokki og Steinunn Valdís Óskarsdóttir fjórar milljónir króna hvort um sig frá Baugi og FL Group til að fjármagna prófkjörsbaráttu sína árið 2006. Ekki er annað að sjá en að alþingismenn hafi sjálfir sett þau siðferðismörk á fjárstyrki- aðeins nokkrum mánuðum eftir þessi prófkjör - í lögum sem segja að bæði stjórnmálaflokkar og fólk í prófkjörsbaráttu megi ekki þiggja hærri styrki en 300 þúsund krónur frá fyrirtækjum. Bæði Guðlaugur Þór og Steinunn Valdís sögðu í gær að þau væru tilbúin til að opna bókhald prófkjara sinna ef aðrir gerðu slíkt hið sama. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sendi formönnum flokkanna bréf í gær þar sem hún óskaði þess að lög um fjármál stjórnmálaflokka og frambjóðanda yrðu endurskoðuð og að Ríkisendurskoðun yrði falið að gera úttekt á fjárreiðum flokkanna - og eftir atvikum frambjóðendum þeirra vegna prófkjara á árunum 1999 til 2006. En þýðir það að hún vilji að frambjóðendur upplýsi um styrki yfir 300 þúsund vegna prófkjara árið 2006? „Ég tel afar mikilvægt vegna þeirra umræðu sem hefur skapast í kringum fjármál flokkanna og frambjóðenda að eyða þeirri tortryggni," segir Jóhanna. Hún telur að þessar upplýsingar eigi að vera aðgengilegar almenningi. Við inntum formann Sjálfstæðisflokksins eftir því hvort hann myndi beita sér fyrir því að frambjóðendur flokksins opnuðu bókhald vegna prófkjörsbaráttunnar 2006. „Í prófkjörum þá fara frambjóðendur fram á eigin forsendum og á eigin reikning sem einstaklingar í prófkjöri," segir formaðurinn. Bjarni segir sjálfsagt að Sjálfstæðisflokkurinn taki þátt í að móta einhvers konar tilmæli til frambjóðenda vegna umræðunnar. En hvað þýðir það? „Mér finnst koma vel til greina að flokkarnir komi saman og semji tilmæli. En það gengur ekki að taka upp ný lög og gera þau afturvirk," sagði formaðurinn. Kosningar 2009 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira
Formenn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins eru ósammála um hvort opna skuli prófkjörsbókhald frambjóðenda. Forsætisráðherra vill að almenningur fái upplýsingar um styrki til frambjóðenda. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það hins vegar undir einstaklingum komið hvort þeir upplýsi um slíka styrki. Eins og fram kom í fréttum okkar í gær fengu þau Guðlaugur Þór Þórðarson Sjálfstæðisflokki og Steinunn Valdís Óskarsdóttir fjórar milljónir króna hvort um sig frá Baugi og FL Group til að fjármagna prófkjörsbaráttu sína árið 2006. Ekki er annað að sjá en að alþingismenn hafi sjálfir sett þau siðferðismörk á fjárstyrki- aðeins nokkrum mánuðum eftir þessi prófkjör - í lögum sem segja að bæði stjórnmálaflokkar og fólk í prófkjörsbaráttu megi ekki þiggja hærri styrki en 300 þúsund krónur frá fyrirtækjum. Bæði Guðlaugur Þór og Steinunn Valdís sögðu í gær að þau væru tilbúin til að opna bókhald prófkjara sinna ef aðrir gerðu slíkt hið sama. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sendi formönnum flokkanna bréf í gær þar sem hún óskaði þess að lög um fjármál stjórnmálaflokka og frambjóðanda yrðu endurskoðuð og að Ríkisendurskoðun yrði falið að gera úttekt á fjárreiðum flokkanna - og eftir atvikum frambjóðendum þeirra vegna prófkjara á árunum 1999 til 2006. En þýðir það að hún vilji að frambjóðendur upplýsi um styrki yfir 300 þúsund vegna prófkjara árið 2006? „Ég tel afar mikilvægt vegna þeirra umræðu sem hefur skapast í kringum fjármál flokkanna og frambjóðenda að eyða þeirri tortryggni," segir Jóhanna. Hún telur að þessar upplýsingar eigi að vera aðgengilegar almenningi. Við inntum formann Sjálfstæðisflokksins eftir því hvort hann myndi beita sér fyrir því að frambjóðendur flokksins opnuðu bókhald vegna prófkjörsbaráttunnar 2006. „Í prófkjörum þá fara frambjóðendur fram á eigin forsendum og á eigin reikning sem einstaklingar í prófkjöri," segir formaðurinn. Bjarni segir sjálfsagt að Sjálfstæðisflokkurinn taki þátt í að móta einhvers konar tilmæli til frambjóðenda vegna umræðunnar. En hvað þýðir það? „Mér finnst koma vel til greina að flokkarnir komi saman og semji tilmæli. En það gengur ekki að taka upp ný lög og gera þau afturvirk," sagði formaðurinn.
Kosningar 2009 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira