Sigurður Einarsson er farin úr stjórn norska tryggingarrisans Storebrand. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.
Sigurður var kosinn í stjórn Storebrand í upphafi síðasta árs eftir að Kaupþing varð einn af stærstu eigendum félagsins.
Árið 2007 höfðu norskar eftirlitsstofnanir töluverðar áhyggjur af kaupum Kaupþings og sjóða á vegum bankans innan Arion á hlutabréfum í Storebrand. Á sama tíma var Exista einnig að kaupa mikið af hlutum í félaginu. Talið var að Kaupþing væri að reyna yfirtöku á Storebrand.
Sem stendur er Kaupþing næststærsti hluthafinn í Storebrand með 5,5% hlut. Arion Custody, sem er í eigu Kaupþings, er svo fjórði stærsti hluthafinn með 4,5% hlut.
Exista seldi sinn hlut í Storebrand til Gjensidige í vetur og tapaði um 70 milljörðum kr. á þeirri sölu m.v. upphaflegt kaupverð Exista á hlutnum.