Veðrið gæti hjálpað sjálfstæðismönnum Magnús Már Guðmundsson skrifar 23. apríl 2009 16:00 Sigurður Þ. Ragnarsson, veðurfræðingur á Stöð 2. Mynd/Vilhelm Gunnarsson Veðrið á kjördag gæti hjálpað sjálfstæðismönnum en unnið gegn framsóknarmönnum. Þetta segir Sigurður Þ. Ragnarsson, veðurfræðingur á Stöð 2, oft kallaður Siggi Stormur eða Stormurinn. Hann telur að vinstriflokkarnir nái sætum sigri. Siggi segir að skýra megi að nokkru tengsl veðurs og úrslita fyrir einstaka pólitíska hópa. Sjálfstæðismenn virðast þó óháðastir veðurfari á kjördag. Þetta gildi einkum þegar horft er á Framsóknarflokkinn og vinstriflokkana.Vinstrimenn hagnast á þungbúnu veðri „Framsóknarflokkurinn nær ávallt sínum sætustu sigrum í hægviðri og hlýju veðri en úrkoman vinnur gegn honum. Þannig er afleitt fyrir Framsóknarflokkinn að kosið sé þegar úti er úrkomusamt og hiti lágur," segir Siggi. Þá segir Siggi að vinstriflokkarnir nái ávallt góðum árangri í þungbúnu veðri og lágum hita og helst þurfi að vera úrkoma. „Í bjartviðri og hlýindum vinna þeir ekki sína stærstu sigra. Þá skulu þeir í það minnsta ekki vænta stórsigurs." Veðurfræðingurinn segir að veður hafi lítil áhrif á heildarkosningaþátttöku. Það sé hins vegar skýrt að Framsóknarmenn taki frekar þátt í kosningum í góðu veðri en í leiðinda veðri. „Er það túlkun mín að sá hluti kjósenda sem er nokk sama um kosningar almennt og nenna ómögulega á kjörstað í vondu veðri drífa sig af stað þegar veður er gott. Þessi hópur fólks virðist halla sér meira að miðjunni og því verður Framsóknarflokkurinn fyrir valinu." Reiknar með að veðrið hjálpi sjálfstæðismönnum Veðurhorfur gætu hjálpað Sjálfstæðisflokknum á laugardaginn, að mati Sigga. „Þó staða hans í skoðanakönnunum sé afleit má reikna með að veðrið hjálpi eitthvað." Siggi segir að veðrið gæti unnið gegn framsóknarmönnum og þá sérstaklega í einu helsta vígi flokksins á norðanverðu landinu. „Þar verður kalt og él og það afleit staða. Suðurhluti landsins vegur þarna eitthvað á móti." Vinstri flokkarnir ættu að ná sætum sigri, að mati Sigga. „Ekki endilega stórsigri eins og skoðanakannanir benta til þar sem blíðskaparveður verður sunnanlands en Norðurland vegur þarna upp á móti með kaldara veðri og éljum." Kosningar 2009 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Sjá meira
Veðrið á kjördag gæti hjálpað sjálfstæðismönnum en unnið gegn framsóknarmönnum. Þetta segir Sigurður Þ. Ragnarsson, veðurfræðingur á Stöð 2, oft kallaður Siggi Stormur eða Stormurinn. Hann telur að vinstriflokkarnir nái sætum sigri. Siggi segir að skýra megi að nokkru tengsl veðurs og úrslita fyrir einstaka pólitíska hópa. Sjálfstæðismenn virðast þó óháðastir veðurfari á kjördag. Þetta gildi einkum þegar horft er á Framsóknarflokkinn og vinstriflokkana.Vinstrimenn hagnast á þungbúnu veðri „Framsóknarflokkurinn nær ávallt sínum sætustu sigrum í hægviðri og hlýju veðri en úrkoman vinnur gegn honum. Þannig er afleitt fyrir Framsóknarflokkinn að kosið sé þegar úti er úrkomusamt og hiti lágur," segir Siggi. Þá segir Siggi að vinstriflokkarnir nái ávallt góðum árangri í þungbúnu veðri og lágum hita og helst þurfi að vera úrkoma. „Í bjartviðri og hlýindum vinna þeir ekki sína stærstu sigra. Þá skulu þeir í það minnsta ekki vænta stórsigurs." Veðurfræðingurinn segir að veður hafi lítil áhrif á heildarkosningaþátttöku. Það sé hins vegar skýrt að Framsóknarmenn taki frekar þátt í kosningum í góðu veðri en í leiðinda veðri. „Er það túlkun mín að sá hluti kjósenda sem er nokk sama um kosningar almennt og nenna ómögulega á kjörstað í vondu veðri drífa sig af stað þegar veður er gott. Þessi hópur fólks virðist halla sér meira að miðjunni og því verður Framsóknarflokkurinn fyrir valinu." Reiknar með að veðrið hjálpi sjálfstæðismönnum Veðurhorfur gætu hjálpað Sjálfstæðisflokknum á laugardaginn, að mati Sigga. „Þó staða hans í skoðanakönnunum sé afleit má reikna með að veðrið hjálpi eitthvað." Siggi segir að veðrið gæti unnið gegn framsóknarmönnum og þá sérstaklega í einu helsta vígi flokksins á norðanverðu landinu. „Þar verður kalt og él og það afleit staða. Suðurhluti landsins vegur þarna eitthvað á móti." Vinstri flokkarnir ættu að ná sætum sigri, að mati Sigga. „Ekki endilega stórsigri eins og skoðanakannanir benta til þar sem blíðskaparveður verður sunnanlands en Norðurland vegur þarna upp á móti með kaldara veðri og éljum."
Kosningar 2009 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Sjá meira