Veðrið gæti hjálpað sjálfstæðismönnum Magnús Már Guðmundsson skrifar 23. apríl 2009 16:00 Sigurður Þ. Ragnarsson, veðurfræðingur á Stöð 2. Mynd/Vilhelm Gunnarsson Veðrið á kjördag gæti hjálpað sjálfstæðismönnum en unnið gegn framsóknarmönnum. Þetta segir Sigurður Þ. Ragnarsson, veðurfræðingur á Stöð 2, oft kallaður Siggi Stormur eða Stormurinn. Hann telur að vinstriflokkarnir nái sætum sigri. Siggi segir að skýra megi að nokkru tengsl veðurs og úrslita fyrir einstaka pólitíska hópa. Sjálfstæðismenn virðast þó óháðastir veðurfari á kjördag. Þetta gildi einkum þegar horft er á Framsóknarflokkinn og vinstriflokkana.Vinstrimenn hagnast á þungbúnu veðri „Framsóknarflokkurinn nær ávallt sínum sætustu sigrum í hægviðri og hlýju veðri en úrkoman vinnur gegn honum. Þannig er afleitt fyrir Framsóknarflokkinn að kosið sé þegar úti er úrkomusamt og hiti lágur," segir Siggi. Þá segir Siggi að vinstriflokkarnir nái ávallt góðum árangri í þungbúnu veðri og lágum hita og helst þurfi að vera úrkoma. „Í bjartviðri og hlýindum vinna þeir ekki sína stærstu sigra. Þá skulu þeir í það minnsta ekki vænta stórsigurs." Veðurfræðingurinn segir að veður hafi lítil áhrif á heildarkosningaþátttöku. Það sé hins vegar skýrt að Framsóknarmenn taki frekar þátt í kosningum í góðu veðri en í leiðinda veðri. „Er það túlkun mín að sá hluti kjósenda sem er nokk sama um kosningar almennt og nenna ómögulega á kjörstað í vondu veðri drífa sig af stað þegar veður er gott. Þessi hópur fólks virðist halla sér meira að miðjunni og því verður Framsóknarflokkurinn fyrir valinu." Reiknar með að veðrið hjálpi sjálfstæðismönnum Veðurhorfur gætu hjálpað Sjálfstæðisflokknum á laugardaginn, að mati Sigga. „Þó staða hans í skoðanakönnunum sé afleit má reikna með að veðrið hjálpi eitthvað." Siggi segir að veðrið gæti unnið gegn framsóknarmönnum og þá sérstaklega í einu helsta vígi flokksins á norðanverðu landinu. „Þar verður kalt og él og það afleit staða. Suðurhluti landsins vegur þarna eitthvað á móti." Vinstri flokkarnir ættu að ná sætum sigri, að mati Sigga. „Ekki endilega stórsigri eins og skoðanakannanir benta til þar sem blíðskaparveður verður sunnanlands en Norðurland vegur þarna upp á móti með kaldara veðri og éljum." Kosningar 2009 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Veðrið á kjördag gæti hjálpað sjálfstæðismönnum en unnið gegn framsóknarmönnum. Þetta segir Sigurður Þ. Ragnarsson, veðurfræðingur á Stöð 2, oft kallaður Siggi Stormur eða Stormurinn. Hann telur að vinstriflokkarnir nái sætum sigri. Siggi segir að skýra megi að nokkru tengsl veðurs og úrslita fyrir einstaka pólitíska hópa. Sjálfstæðismenn virðast þó óháðastir veðurfari á kjördag. Þetta gildi einkum þegar horft er á Framsóknarflokkinn og vinstriflokkana.Vinstrimenn hagnast á þungbúnu veðri „Framsóknarflokkurinn nær ávallt sínum sætustu sigrum í hægviðri og hlýju veðri en úrkoman vinnur gegn honum. Þannig er afleitt fyrir Framsóknarflokkinn að kosið sé þegar úti er úrkomusamt og hiti lágur," segir Siggi. Þá segir Siggi að vinstriflokkarnir nái ávallt góðum árangri í þungbúnu veðri og lágum hita og helst þurfi að vera úrkoma. „Í bjartviðri og hlýindum vinna þeir ekki sína stærstu sigra. Þá skulu þeir í það minnsta ekki vænta stórsigurs." Veðurfræðingurinn segir að veður hafi lítil áhrif á heildarkosningaþátttöku. Það sé hins vegar skýrt að Framsóknarmenn taki frekar þátt í kosningum í góðu veðri en í leiðinda veðri. „Er það túlkun mín að sá hluti kjósenda sem er nokk sama um kosningar almennt og nenna ómögulega á kjörstað í vondu veðri drífa sig af stað þegar veður er gott. Þessi hópur fólks virðist halla sér meira að miðjunni og því verður Framsóknarflokkurinn fyrir valinu." Reiknar með að veðrið hjálpi sjálfstæðismönnum Veðurhorfur gætu hjálpað Sjálfstæðisflokknum á laugardaginn, að mati Sigga. „Þó staða hans í skoðanakönnunum sé afleit má reikna með að veðrið hjálpi eitthvað." Siggi segir að veðrið gæti unnið gegn framsóknarmönnum og þá sérstaklega í einu helsta vígi flokksins á norðanverðu landinu. „Þar verður kalt og él og það afleit staða. Suðurhluti landsins vegur þarna eitthvað á móti." Vinstri flokkarnir ættu að ná sætum sigri, að mati Sigga. „Ekki endilega stórsigri eins og skoðanakannanir benta til þar sem blíðskaparveður verður sunnanlands en Norðurland vegur þarna upp á móti með kaldara veðri og éljum."
Kosningar 2009 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira