Bandaríski fjárfestirinn J.C. Flowers mun hafa áhuga á því að kaupa Kaupþing í Lúxemborg. Reuters greinir frá þessu í dag.
J. Christopher Flowers er bandarískur margmilljarðamæringur og rekur hann samnefnt fjárfestingarfélag. Flowers var áður einn af eigendum Goldman Sachs.
Reuters vitnar í umfjöllun í dagblaðinu Letzebuerger Land sem greinir frá áhuga Bandaríkjamannsins.
Sem kunnugt er af fréttum hér á visir.is í í gærdag veitt dómstóll í Lúxemborg Kaupþingi framlengingu á greiðslustöðvun bankans um tvo mánuði en hún átti að renna út þann 8. apríl.
Í síðasta mánuði höfnuðu kröfuhafar Kaupþings í Lúxemborg tilboði í bankann frá fjárfestingarsjóði í eigu stjórnvalda í Lýbíu.