Handrit Árna Magnússonar með merkustu minjum heims Bergsteinn Sigurðsson skrifar 5. ágúst 2009 01:45 Mikill mannfjöldi kom saman þegar handritin voru afhent. „Með þessu er UNESCO að segja að handritin séu minjar sem ber að hlúa sérstaklega vel að og séu verðmæti á heimsvísu en ekki bara á afmörkuðu svæði," segir Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar. Stjórn menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, bætti handritasafni Árna Magnússonar, auk 34 annarra menningarminja, í sérstaka varðveisluskrá sína á föstudag. Handritasafnið var tilnefnt í varðveisluskrána af hálfu ríkisstjórnar Íslands og Danmerkur í fyrra, þar sem hluti safnsins er varðveittur í Danmörku. „Þessi viðurkenning skapar okkur sóknarfæri til að kynna safnið með mun markvissari hætti erlendis en setur okkur líka þær skyldur á herðar að búa eins vel að handritunum og við getum, eins og við höfum reynt að gera, og miðla þeim og varðveita eins og best verður á kosið."Forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar segir viðurkenningu UNESCO staðfesta að handritin séu verðmæti á heimsvísu, sem beri að hlúa að, varðveita og miðla af kostgæfni.FBL/StefánHandritasafnið var tilnefnt í varðveisluskrána af hálfu ríkisstjórnar Íslands og Danmerkur í fyrra, þar sem hluti safnsins er varðveitt í Danmörku. Í rökstuðningi UNESCO segir að safnið geymi ómetanleg handrit um sögu og menningu Norðurlanda, og raunar stórs hluta Evrópu, allt frá miðöldum til nýaldar. Guðrún segir þetta gleðileg tíðindi sem staðfesti mikilvægi safnsins og veki á því athygli á erlendum vettvangi. Hún segir að næsta verkefni verði að bæta húsakost Árnastofnunar, sem hefur verið á víð og dreif hingað til. „Það eru áform að byggja yfir Árnastofnun og koma henni í betra húsnæði sem gerir okkur kleift að sýna handritin með veglegri og nútímalegri hætti en húsakostur hefur leyft okkur hingað til og auka þannig aðgengið að þessum mikla menningararfi.“ Þá er unnið að því að koma handritunum yfir á stafrænt form svo hægt verði að skoða þau á netinu í framtíðinni. „Í kjölfarið verðum við síðan að fylgja þessari viðurkenningu eftir og það verður spennandi verkefni,“ segir Guðrún. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra lýsti í gær yfir sérstakri ánægju með þessi tíðindi. Handritasafn Árna Magnússonar Menning Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
„Með þessu er UNESCO að segja að handritin séu minjar sem ber að hlúa sérstaklega vel að og séu verðmæti á heimsvísu en ekki bara á afmörkuðu svæði," segir Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar. Stjórn menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, bætti handritasafni Árna Magnússonar, auk 34 annarra menningarminja, í sérstaka varðveisluskrá sína á föstudag. Handritasafnið var tilnefnt í varðveisluskrána af hálfu ríkisstjórnar Íslands og Danmerkur í fyrra, þar sem hluti safnsins er varðveittur í Danmörku. „Þessi viðurkenning skapar okkur sóknarfæri til að kynna safnið með mun markvissari hætti erlendis en setur okkur líka þær skyldur á herðar að búa eins vel að handritunum og við getum, eins og við höfum reynt að gera, og miðla þeim og varðveita eins og best verður á kosið."Forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar segir viðurkenningu UNESCO staðfesta að handritin séu verðmæti á heimsvísu, sem beri að hlúa að, varðveita og miðla af kostgæfni.FBL/StefánHandritasafnið var tilnefnt í varðveisluskrána af hálfu ríkisstjórnar Íslands og Danmerkur í fyrra, þar sem hluti safnsins er varðveitt í Danmörku. Í rökstuðningi UNESCO segir að safnið geymi ómetanleg handrit um sögu og menningu Norðurlanda, og raunar stórs hluta Evrópu, allt frá miðöldum til nýaldar. Guðrún segir þetta gleðileg tíðindi sem staðfesti mikilvægi safnsins og veki á því athygli á erlendum vettvangi. Hún segir að næsta verkefni verði að bæta húsakost Árnastofnunar, sem hefur verið á víð og dreif hingað til. „Það eru áform að byggja yfir Árnastofnun og koma henni í betra húsnæði sem gerir okkur kleift að sýna handritin með veglegri og nútímalegri hætti en húsakostur hefur leyft okkur hingað til og auka þannig aðgengið að þessum mikla menningararfi.“ Þá er unnið að því að koma handritunum yfir á stafrænt form svo hægt verði að skoða þau á netinu í framtíðinni. „Í kjölfarið verðum við síðan að fylgja þessari viðurkenningu eftir og það verður spennandi verkefni,“ segir Guðrún. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra lýsti í gær yfir sérstakri ánægju með þessi tíðindi.
Handritasafn Árna Magnússonar Menning Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira