Íslenskur athafnamaður í 18 milljarða verkefni í Svíþjóð 14. október 2009 15:25 Arkitektinn Andreas Hermansson ásamt mynd af fyrirhuguðu þorpi. Íslenski athafnamaðurinn Guðjón Halldórsson heldur áfram með 18 milljarða kr. verkefni í suðurhluta Svíþjóðar. Ætlunin er að byggja nýtt þorp við Allarp í suðurhluta landsins, skammt frá Malmö, þar sem 800 til 1.000 manns geta búið. Í frétt um málið á vefsíðunni laholmstidning.se segir að upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að þarna yrði byggt þorp fyrir ellilífeyrisþega, 55 ára og eldri, og átti að fjármagna framkvæmdina með íslensku áhættufé. Þær fyrirætlanir fóru út um þúfur í fyrrahaust þegar bankahrunið skall á íslensku þjóðinni. En verkefnið í Allarp lifir enn, þó í breyttu formi sé. Nú er ætlunin að þarna verði blönduð byggð barnafjölskyldna og eldra fólks. Guðjón Halldórsson og viðskiptafélagi hans Thorstein Petersson eiga saman félagið Expendo AB sem stendur að verkefninu ásamt umhverfis- og húsnæðisnefnd Laholms héraðs. Í samtali við laholmstidning.se segir Guðjón að hann og Petersson hafi síðan fengið Kjell Pihl, fyrrum húsameistara sænska ríkisins, í lið með sér. Arkitektinn Andreas Hermansson frá Arkitekthuset Monarken í Stokkhólmi hefur síðan lagt fram fyrstu hönnun að þorpinu. Ætlunin er að byggja þorpið í sex áföngum á næstu níu árum. Ove Bengtson formaður umhverfis- og húsnæðisnefnd Laholms segir að verkefnið sé af hæfilegri stærð fyrir héraðið og að næsta skref í málinu verði að vísa því til skipulagsnefndar. Guðjón Halldórsson segir að reiknað sé með að fyrsti áfangi verkefnisins komist í gagnið á næsta ári en þá á að vinna undirvinnuna fyrir 40 stærri hús, 20 hús fyrir lífeyrisþega, 20 fjölbýlishús og 70 íbúðir sem tengjast þjónustumiðstöð. Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Íslenski athafnamaðurinn Guðjón Halldórsson heldur áfram með 18 milljarða kr. verkefni í suðurhluta Svíþjóðar. Ætlunin er að byggja nýtt þorp við Allarp í suðurhluta landsins, skammt frá Malmö, þar sem 800 til 1.000 manns geta búið. Í frétt um málið á vefsíðunni laholmstidning.se segir að upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að þarna yrði byggt þorp fyrir ellilífeyrisþega, 55 ára og eldri, og átti að fjármagna framkvæmdina með íslensku áhættufé. Þær fyrirætlanir fóru út um þúfur í fyrrahaust þegar bankahrunið skall á íslensku þjóðinni. En verkefnið í Allarp lifir enn, þó í breyttu formi sé. Nú er ætlunin að þarna verði blönduð byggð barnafjölskyldna og eldra fólks. Guðjón Halldórsson og viðskiptafélagi hans Thorstein Petersson eiga saman félagið Expendo AB sem stendur að verkefninu ásamt umhverfis- og húsnæðisnefnd Laholms héraðs. Í samtali við laholmstidning.se segir Guðjón að hann og Petersson hafi síðan fengið Kjell Pihl, fyrrum húsameistara sænska ríkisins, í lið með sér. Arkitektinn Andreas Hermansson frá Arkitekthuset Monarken í Stokkhólmi hefur síðan lagt fram fyrstu hönnun að þorpinu. Ætlunin er að byggja þorpið í sex áföngum á næstu níu árum. Ove Bengtson formaður umhverfis- og húsnæðisnefnd Laholms segir að verkefnið sé af hæfilegri stærð fyrir héraðið og að næsta skref í málinu verði að vísa því til skipulagsnefndar. Guðjón Halldórsson segir að reiknað sé með að fyrsti áfangi verkefnisins komist í gagnið á næsta ári en þá á að vinna undirvinnuna fyrir 40 stærri hús, 20 hús fyrir lífeyrisþega, 20 fjölbýlishús og 70 íbúðir sem tengjast þjónustumiðstöð.
Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira