Samningsstaða og samningsmarkmið Jón Baldvin Hannibalsson skrifar 16. maí 2009 06:00 Nýlega kom út bókin Inni eða úti? eftir Auðun Arnórsson. Þetta er lítil bók um mikið efni: Hvernig á litla Ísland að semja um aðild við hið stóra Evrópusamband? Umræðuefnið er þessi dægrin á hvers manns vörum. Þessi litla bók á því brýnt erindi við alla Íslendinga, sem á annað borð kæra sig ekki kollótta um framtíð sína og sinna. Að vísu er þetta ekki eins stór ákvörðun og virðast mætti við fyrstu sýn. Við erum nefnilega engir nýgræðingar í Evrópusamstarfi. Hinn 1. jan. sl. voru 15 ár liðin frá því að Ísland gerðist aðili að Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Eins og höfundur sýnir fram á, þýðir það að við erum eins konar aukaaðilar að ESB nú þegar. Í samningaviðræðunum framundan þurfum við því aðeins að semja um tiltölulega fá vandmeðfarin málasvið: Þau sem skipta mestu máli eru: Sjávarútvegur, landbúnaður og byggðamál, evrusamstarfið og kostnaður og mönnun örþjóðar í hinum stóru stofnunum ríkjasambandsins. Engum dylst, sem fylgist með þjóðarumræðunni, að u.þ.b. þriðjungur þjóðarinnar er skíthræddur um, að eitthvað hræðilegt muni koma fyrir þjóðina, stígi hún skrefið til fulls í Evrópusamstarfinu og gerist fullgild aðildarþjóð. Af hverju eru svona margir svona voðalega hræddir? Sumpart er þetta ofurskiljanlegt. Íslendingar teljast vera innan við 0,1% af núverandi íbúafjölda Evrópusambandsins. Margir finna því sárt til smæðar sinnar. Þeir óttast að týnast í mannhafinu; að verða áhrifalaus handbendi stærri þjóða. Við erum nýfrjáls þjóð - fyrrverandi nýlenduþjóð. Sjálfstæðisbaráttan við Dani setur enn svipmót sitt á hugarfar og pólitíska orðræðu okkar. Þorskastríðin við Breta eru enn í fersku minni. Stundum finnst okkur eins og allir útlendingar séu óvinir, sem vilji okkur illt. Skynsamleg umræða, sem byggir á staðreyndum og yfirveguðu hagsmunamati, á erfitt uppdráttar í svona andrúmslofti. Snertur af ofsóknarkomplexVið búum yfir lítilli reynslu í alþjóðasamskiptum. Sú hugsun, að við þurfum að tala máli okkar við erlenda áhrifamenn til að fá brýnum hagsmunamálum framgengt, er mörgum íslenskum stjórnmálamönnum framandi. Margir þeirra virðast halda, að þeir séu einir í heiminum. Margir þeirra, sem þykjast færir í flestan sjó á heimavelli, reynast uppburðarlitlir og umkomulausir í framandlegu umhverfi. Tungumálakunnátta Íslendinga er reyndar langt fyrir neðan meðaltal hjá smáþjóðum í Evrópu. Flestir þykjast geta bjargað sér á amböguensku, sem dugar skammt þegar á reynir að rökræða flókin mál með sérhæfðu tungutaki. V ald á skandinavísku er að deyja út með yngri kynslóðinni. Meginlandstungumál eru flestum framandi. Þessi málhelti þolir lítt samanburð við fjöltyngi stjórnmálamanna smáþjóða á meginlandi Evrópu. Það stoðar lítt að senda mállausa menn í samningaviðræður við útlenda sérfræðinga. Hvers vegna er svo auðvelt að telja Íslendingum trú um, að þjóðir sem starfa af fúsum og frjálsum vilja í fjölþjóðasamtökum, til þess að gæta þar gagnkvæmra hagsmuna, hafi þar með glatað sjálfstæði sínu og fullveldi? Hvers vegna í ósköpunum ættu þær rúmlega 20 smáþjóðir, sem af fúsum og frjálsum vilja hafa samið um aðild að Evrópusambandinu, - hvers vegna ættu þær að hafa gert það til að farga sjálfstæði sínu? Umræða af þessu tagi flokkast undir einhvers konar paranoju - og þarfnast sérstakrar meðferðar. Hvað sagði ekki Hannes Pétursson, sjálft þjóðskáldið, um daginn? Þótt hann væri allur af vilja gerður að eta súrmeti í öll mál, var hann ekki viss um, að framboðið yrði nóg, ef innflutningur á búvélum og tækjum og áburði og umbúðum legðist allt í einu af. Þá færi lítið fyrir fæðuörygginu. Og fiskveiðarnar væru varla annað en frá hendinni til munnsins, ef innflutningur skipa, véla og veiðarfæra legðist af. Ekki ein í heiminumVið getum m.ö.o. ekki látið eins og við séum ein í heiminum - okkur að kostnaðarlausu. Um 20 þúsund Íslendingar hafa misst vinnuna þessi dægrin. Allir þeir sem vinna við sjávarútveg og landbúnað teljast vera til samans innan við 11 þúsund manns. Þeim fer fækkandi vegna aukinnar tækni, sem leysir mannshöndina af hólmi. Þessi 20 þúsund störf, sem okkur vantar fyrir Íslendinga með fjölbreytta menntun og starfsþjálfun munu ekki verða til í sjávarútvegi og landbúnaði. Þau verða til í opnu þjóðfélagi, sem tekur fullan þátt í alþjóðasamskiptum. Einstaklingur, sem verður fyrir þeirri þungbæru reynslu að verða gjaldþrota, á ekki annarra kosta völ en að freista samninga við lánardrottna sína. Við þurfum með sama hætti að semja um greiðslukjör skulda, lánalengingu og lækkun vaxta. Þjóð sem hefur fyrirgert lánstrausti sínu, býr við refsivexti. Einungis um 3% lækkun vaxta á erlendum skuldum fyrirtækja, heimila og ríkisins getur lækkað greiðslubyrði þjóðarbúsins um meira en tvö hundruð milljarða. Við þurfum að semja um afnot af nothæfum gjaldmiðli, af því að okkar eigin er rúinn trausti. Við þurfum að semja um endurfjármögnun skulda og aðgang að lánsfé. Það er sama hvert litið er. Við þurfum að semja við aðra, lánardrottna, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, aðildarþjóðir Evrópusambandsins og Evrópusambandið sjálft til þess að finna lausn á bráðavanda - neyðarástandi - sem við ráðum ekki við að leysa ein á báti. Við vitum m.ö.o. að aðild að Evrópusambandinu og upptaka evru mundi hjálpa til við að leysa mörg af okkar brýnustu vandamálum. Við vitum líka, að til þess að það geti orðið verðum við að leita samninga sem taka nokkur ár. Einmitt þess vegna er óráðlegt að slá ákvörðuninni á frest, því að samningar við Evrópusambandið snúast ekki bara um frambúðarlausn einhvern tíma í fjarlægri framtíð - heldur líka um lausnir á þeim bráðavanda, sem við verðum að leysa nú þegar með samningum. En þótt raunsæið beini okkur á þessa braut, þá glymur hræðsluáróðurinn sífell í eyrum til að æra og villa villugjarna af vegi. Þeir munu stela auðlindunum okkar, er sagt. Útlendir flotar munu flykkjast á Íslandsmið, landbúnaðurinn verður lagður í rúst, við verðum látin borga meðlög með fátækum þjóðum í Austur- og Suður-Evrópu (miklu meira en við fáum í staðinn). Við getum ekki lengur gengisfellt krónuna til þess að lækka launin, ef afli bregst eða verð á fiski fellur í útlöndum. Og við, sem erum svo fá og smá, munum engin áhrif hafa í málstofum miðstjórnarvaldsins í Brüssel. Við verðum eins og hverjir aðrir niðursetningar á stórbýlum lénsherranna til forna. SamningsmarkmiðBók Auðuns er skrifuð til þess að svara hræðsluáróðri af þessu tagi. Í staðinn fyrir upphrópanir og sleggjudóma eru bornar fram staðreyndir og upplýsingar um reynslu annarra þjóða, sem á undanförnum árum hafa farið í gegnum samningaferli við Evrópusambandið. Það er satt að segja undrunarefni, að á þessum hálfa öðrum áratug, sem pólitíska forystan á Íslandi hefur verið að velta því fyrir sér, hvort hún treysti sér til að semja við Evrópusambandið, þá hefur enginn, hvorki stjórnvöld né fræðimenn, myndast við að skilgreina þau samningsmarkmið, sem Íslendingar ættu að setja sér í aðildarviðræðum. Ráðuneyti gera náttúrlega ekki slíkt, nema þeim sé sagt það. Og stjórnmálamönnunum hefur yfirleitt staðið svo mikill stuggur af hræðsluáróðri sérhagsmunahópa, að þeir hafa ekki þorað að taka á málinu. Nú hefur höfundur þessarar bókar tekið af þeim ómakið. Hann setur fram í skýru og skilmerkilegu máli, í hverjum kaflanum á fætur öðrum, hver samningsstaða Íslands er og hver samningsmarkmiðin ættu að vera. Í sjávarútvegsmálum er samningsmarkmiðið að íslenska fiskveiðilögsagan, sem er algerlega aðskilin frá hinni sameiginlegu lögsögu bandalagsins, verði viðurkennd sem sérstakt fiskveiðistjórnunarsvæði á íslensku forræði. Þetta styðst jafnt við fordæmi annarra og veigamikil rök, sem byggja á sérstöðu Íslands. Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru allir staðbundnir. Engin önnur Evrópusambandsþjóð á sögulegan rétt til veiða á Íslandsmiðum. Með þessari lausn er því ekkert frá öðrum tekið, sem þeir hafa átt, né heldur er neins krafist af öðrum, sem þeir þurfa að gefa eftir. Það eru gagnkvæmir hagsmunir að fiskveiðar á Íslandsmiðum verði sjálfbærar. Að því er varðar rétt útlendinga til að fjárfesta í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum, er hægt að vísa til sérreglna, eins og þeirra sem gilda fyrir Álandseyjar um „takmörkun á rétti þeirra, sem ekki eiga lögheimili í viðkomandi landi á að eignast ráðandi hlut í fyrirtækjum sem þar starfa, án þess að slíkar takmarkanir teljist brjóta í bága við jafnræðisregluna". Íslendingar verða sjálfir að gera það upp við sig, hvort sérlausn af þessu tagi telst eftirsóknarverð. Margir eru þeirrar skoðunar, þ.á m. undirritaður, að eina leiðin til þess að létta óbærilegri skuldabyrði af sjávarútvegsfyrirtækjunum sé sú að leyfa þeim, eins og öðrum fyrirtækjum, að leita eftir erlendu hlutafé. Fyrst sögulegur réttur til veiða er enginn og verði ráðandi hlutur útlendinga í fyrirtækjunum takmarkaður, þarf ekki að hafa þungar áhyggjur af svonefndu „kvótahoppi", sem gætt hefur í veiðum úr sameiginlegum fiskistofnum og á sameiginlegum hafsvæðum eins og t.d. á Norðursjó, en mundi ekki eiga við á Íslandsmiðum. Það má merkilegt heita, að talsmenn kvótahafanna í LÍÚ eru svo uppteknir af því að varðveita illa fengin forréttindi sín til einokunar á fiskveiðiheimildunum, að þeir sjá óvini í hverju horni, en gleyma því gersamlega, að gengi Ísland í ESB yrðum við „fiskveiðistórveldi" innan sambandsins. Í svokallaðri grænbók framkvæmdastjórnar ESB um fyrirhugaða endurskoðun SFS (sameiginlegu fiskveiðistefnunnar), sem birt var í lok apríl 2009 er ýmislegt haft til hliðsjónar úr íslenska fiskveiðikerfinu (sjá bls. 56-62). Í framhaldi af þeirri umfjöllun segir Auðunn: „Eðlilegt samningsmarkmið Íslendinga væri að fá vilyrði fyrir því, að íslenski fulltrúinn í framkvæmdastjórninni yrði settur yfir sjávarútvegsmálin. Norðmenn fengu slíkt vilyrði, þegar þeir gerðu sinn aðildarsamning árið 1994." Byggðastefna í anda framsóknarLandbúnaði, byggðamálum og sveitarstjórnarmálum eru gerð prýðileg skil í bók Auðuns, þótt ekki verði orðlengt um það í þessari umsögn. Svo vel þykist ég þekkja til íhygli og sjálfstæðrar skoðanamyndunar einstaklinga í bændastétt, að margir þeirra munu hugsa sig um tvisvar að loknum lestri, áður en þeir trúa sem nýju neti hræðsluáróðri bændaforystunnar um endalok landbúnaðar og landsbyggðar. Íslenskir bændur vita, að ytri skilyrði landbúnaðar á Íslandi mun gerbreytast, hvort sem við göngum í ESB eða ekki, þegar niðurstöður fást í yfirstandandi viðræður á vegum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) um aukið frelsi í milliríkjaviðskiptum með landbúnaðarvörur. Spurningin er, hvort íslenskir bændur yrðu ekki betur undir það búnir, eins og t.d. sænskir bændur, að takast á við þær breytingar, innan ESB fremur en utan? Að því er varðar byggðamálin segir höfundur eftirfarandi: „Eðlilegt samningsmarkmið Íslands væri að fá allt landið, vegna einangrunar í úthafinu, strjálbýlis og óblíðrar náttúru, skilgreint inn í „markmið 1" í uppbyggingar- og byggðastyrkjakerfinu. Það gæti haft mikið að segja um það, hversu mikið íslenskir aðilar (sveitarfélög og fleiri aðilar sem sótt geta um uppbyggingar- og byggðaþróunarstyrki) gætu fengið greitt úr sameiginlegum sjóðum ESB og þar með hver nettóaðildariðgjöld Íslands að sambandinu yrðu." Í upphafi var þess getið, að Íslendingar teldust vera innan við 1% af samanlögðum íbúafjölda Evrópusambandsins. Það er því eðlilegt, að menn beri nokkurn kvíðboga fyrir áhrifaleysi í stofnunum sambandsins. Um þetta er ágæt umfjöllun í bókinni. Á það er bent, að ekki er allt sem sýnist í þessu efni. Leitun mun vera á fjölþjóðasamtökum, þar sem smáþjóðir hafa jafnmikil áhrif og innan ESB, enda er meirihluti aðildarþjóða smáþjóðir skv. skilgreiningu. Við mættum gjarnan hugsa til þess, að ef að líkum lætur, þá yrðu um 64000 íbúar að baki hverjum íslenskum Evrópuþingmanni á móti 800.000 að baki hverjum þýskum þingmanni. Erum við ekki að bölsótast yfir misvægi atkvæða, sem mælist 1 á móti 2? Eru Þjóðverjar svona miklu fúsari en við til að afsala sér „fullveldi" í samstarfi við aðra? Aðferðarfræði Evrópusambandsins er að leysa ágreiningsmál, sem upp koma milli aðildarþjóða með samningum, á grundvelli laga og réttar. Smáþjóðir einbeita sér eðli málsins samkvæmt að fáum lykilmálum, sem varða brýna þjóðarhagsmuni, og reyna að ná þeim fram í bandalagi við aðrar þjóðir, sem eiga svipaðra hagsmuna að gæta. Íslendingar myndu skipa sér í sveit með Norðurlanda- og Eystrasaltsþjóðum í svæðisbundnu samstarfi innan ESB. Við höfum góða reynslu af margra áratuga samstarfi Norðurlandaþjóða og þurfum ekki að óttast ofríki af þeirra hálfu. Sem fiskveiðistórveldi mundi Ísland eðlilega gera kröfu til þess að fá í sinn hlut framkvæmdastjórann yfir fiskveiðimálefnum, eins og fyrr var tíundað og rökstutt. Á því leikur enginn vafi, að í sjávarútvegs- og orkumálum yrðu áhrif Íslands meiri og aðstaða til að koma fram hagsmunamálum sínum betri, innan ESB en utan. Þetta er eins og fyrr sagði lítil bók um mikið efni. Hún getur þénað íslenskum fyrirtækjum og heimilum sem handbók um samningstöðu og samningsmarkmið Íslands í væntanlegum aðildarsamningnum. Greining höfundar á vandamálum og lausnum, sem og frásögn af reynslu annarra þjóða, ætti að vera til þess fallin að eyða fordómum og styrkja forsendur málefnalegrar umræðu um brýnustu hagsmunamál þjóðarinnar í náinni framtíð. Höfundur leiddi fyrir Íslands hönd samningana við Evrópusambandið um Evrópska efnahagssvæðið (EES) á árunum 1989-93. Sjá ítarlegri umfjöllun á www.jbh.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Baldvin Hannibalsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega kom út bókin Inni eða úti? eftir Auðun Arnórsson. Þetta er lítil bók um mikið efni: Hvernig á litla Ísland að semja um aðild við hið stóra Evrópusamband? Umræðuefnið er þessi dægrin á hvers manns vörum. Þessi litla bók á því brýnt erindi við alla Íslendinga, sem á annað borð kæra sig ekki kollótta um framtíð sína og sinna. Að vísu er þetta ekki eins stór ákvörðun og virðast mætti við fyrstu sýn. Við erum nefnilega engir nýgræðingar í Evrópusamstarfi. Hinn 1. jan. sl. voru 15 ár liðin frá því að Ísland gerðist aðili að Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Eins og höfundur sýnir fram á, þýðir það að við erum eins konar aukaaðilar að ESB nú þegar. Í samningaviðræðunum framundan þurfum við því aðeins að semja um tiltölulega fá vandmeðfarin málasvið: Þau sem skipta mestu máli eru: Sjávarútvegur, landbúnaður og byggðamál, evrusamstarfið og kostnaður og mönnun örþjóðar í hinum stóru stofnunum ríkjasambandsins. Engum dylst, sem fylgist með þjóðarumræðunni, að u.þ.b. þriðjungur þjóðarinnar er skíthræddur um, að eitthvað hræðilegt muni koma fyrir þjóðina, stígi hún skrefið til fulls í Evrópusamstarfinu og gerist fullgild aðildarþjóð. Af hverju eru svona margir svona voðalega hræddir? Sumpart er þetta ofurskiljanlegt. Íslendingar teljast vera innan við 0,1% af núverandi íbúafjölda Evrópusambandsins. Margir finna því sárt til smæðar sinnar. Þeir óttast að týnast í mannhafinu; að verða áhrifalaus handbendi stærri þjóða. Við erum nýfrjáls þjóð - fyrrverandi nýlenduþjóð. Sjálfstæðisbaráttan við Dani setur enn svipmót sitt á hugarfar og pólitíska orðræðu okkar. Þorskastríðin við Breta eru enn í fersku minni. Stundum finnst okkur eins og allir útlendingar séu óvinir, sem vilji okkur illt. Skynsamleg umræða, sem byggir á staðreyndum og yfirveguðu hagsmunamati, á erfitt uppdráttar í svona andrúmslofti. Snertur af ofsóknarkomplexVið búum yfir lítilli reynslu í alþjóðasamskiptum. Sú hugsun, að við þurfum að tala máli okkar við erlenda áhrifamenn til að fá brýnum hagsmunamálum framgengt, er mörgum íslenskum stjórnmálamönnum framandi. Margir þeirra virðast halda, að þeir séu einir í heiminum. Margir þeirra, sem þykjast færir í flestan sjó á heimavelli, reynast uppburðarlitlir og umkomulausir í framandlegu umhverfi. Tungumálakunnátta Íslendinga er reyndar langt fyrir neðan meðaltal hjá smáþjóðum í Evrópu. Flestir þykjast geta bjargað sér á amböguensku, sem dugar skammt þegar á reynir að rökræða flókin mál með sérhæfðu tungutaki. V ald á skandinavísku er að deyja út með yngri kynslóðinni. Meginlandstungumál eru flestum framandi. Þessi málhelti þolir lítt samanburð við fjöltyngi stjórnmálamanna smáþjóða á meginlandi Evrópu. Það stoðar lítt að senda mállausa menn í samningaviðræður við útlenda sérfræðinga. Hvers vegna er svo auðvelt að telja Íslendingum trú um, að þjóðir sem starfa af fúsum og frjálsum vilja í fjölþjóðasamtökum, til þess að gæta þar gagnkvæmra hagsmuna, hafi þar með glatað sjálfstæði sínu og fullveldi? Hvers vegna í ósköpunum ættu þær rúmlega 20 smáþjóðir, sem af fúsum og frjálsum vilja hafa samið um aðild að Evrópusambandinu, - hvers vegna ættu þær að hafa gert það til að farga sjálfstæði sínu? Umræða af þessu tagi flokkast undir einhvers konar paranoju - og þarfnast sérstakrar meðferðar. Hvað sagði ekki Hannes Pétursson, sjálft þjóðskáldið, um daginn? Þótt hann væri allur af vilja gerður að eta súrmeti í öll mál, var hann ekki viss um, að framboðið yrði nóg, ef innflutningur á búvélum og tækjum og áburði og umbúðum legðist allt í einu af. Þá færi lítið fyrir fæðuörygginu. Og fiskveiðarnar væru varla annað en frá hendinni til munnsins, ef innflutningur skipa, véla og veiðarfæra legðist af. Ekki ein í heiminumVið getum m.ö.o. ekki látið eins og við séum ein í heiminum - okkur að kostnaðarlausu. Um 20 þúsund Íslendingar hafa misst vinnuna þessi dægrin. Allir þeir sem vinna við sjávarútveg og landbúnað teljast vera til samans innan við 11 þúsund manns. Þeim fer fækkandi vegna aukinnar tækni, sem leysir mannshöndina af hólmi. Þessi 20 þúsund störf, sem okkur vantar fyrir Íslendinga með fjölbreytta menntun og starfsþjálfun munu ekki verða til í sjávarútvegi og landbúnaði. Þau verða til í opnu þjóðfélagi, sem tekur fullan þátt í alþjóðasamskiptum. Einstaklingur, sem verður fyrir þeirri þungbæru reynslu að verða gjaldþrota, á ekki annarra kosta völ en að freista samninga við lánardrottna sína. Við þurfum með sama hætti að semja um greiðslukjör skulda, lánalengingu og lækkun vaxta. Þjóð sem hefur fyrirgert lánstrausti sínu, býr við refsivexti. Einungis um 3% lækkun vaxta á erlendum skuldum fyrirtækja, heimila og ríkisins getur lækkað greiðslubyrði þjóðarbúsins um meira en tvö hundruð milljarða. Við þurfum að semja um afnot af nothæfum gjaldmiðli, af því að okkar eigin er rúinn trausti. Við þurfum að semja um endurfjármögnun skulda og aðgang að lánsfé. Það er sama hvert litið er. Við þurfum að semja við aðra, lánardrottna, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, aðildarþjóðir Evrópusambandsins og Evrópusambandið sjálft til þess að finna lausn á bráðavanda - neyðarástandi - sem við ráðum ekki við að leysa ein á báti. Við vitum m.ö.o. að aðild að Evrópusambandinu og upptaka evru mundi hjálpa til við að leysa mörg af okkar brýnustu vandamálum. Við vitum líka, að til þess að það geti orðið verðum við að leita samninga sem taka nokkur ár. Einmitt þess vegna er óráðlegt að slá ákvörðuninni á frest, því að samningar við Evrópusambandið snúast ekki bara um frambúðarlausn einhvern tíma í fjarlægri framtíð - heldur líka um lausnir á þeim bráðavanda, sem við verðum að leysa nú þegar með samningum. En þótt raunsæið beini okkur á þessa braut, þá glymur hræðsluáróðurinn sífell í eyrum til að æra og villa villugjarna af vegi. Þeir munu stela auðlindunum okkar, er sagt. Útlendir flotar munu flykkjast á Íslandsmið, landbúnaðurinn verður lagður í rúst, við verðum látin borga meðlög með fátækum þjóðum í Austur- og Suður-Evrópu (miklu meira en við fáum í staðinn). Við getum ekki lengur gengisfellt krónuna til þess að lækka launin, ef afli bregst eða verð á fiski fellur í útlöndum. Og við, sem erum svo fá og smá, munum engin áhrif hafa í málstofum miðstjórnarvaldsins í Brüssel. Við verðum eins og hverjir aðrir niðursetningar á stórbýlum lénsherranna til forna. SamningsmarkmiðBók Auðuns er skrifuð til þess að svara hræðsluáróðri af þessu tagi. Í staðinn fyrir upphrópanir og sleggjudóma eru bornar fram staðreyndir og upplýsingar um reynslu annarra þjóða, sem á undanförnum árum hafa farið í gegnum samningaferli við Evrópusambandið. Það er satt að segja undrunarefni, að á þessum hálfa öðrum áratug, sem pólitíska forystan á Íslandi hefur verið að velta því fyrir sér, hvort hún treysti sér til að semja við Evrópusambandið, þá hefur enginn, hvorki stjórnvöld né fræðimenn, myndast við að skilgreina þau samningsmarkmið, sem Íslendingar ættu að setja sér í aðildarviðræðum. Ráðuneyti gera náttúrlega ekki slíkt, nema þeim sé sagt það. Og stjórnmálamönnunum hefur yfirleitt staðið svo mikill stuggur af hræðsluáróðri sérhagsmunahópa, að þeir hafa ekki þorað að taka á málinu. Nú hefur höfundur þessarar bókar tekið af þeim ómakið. Hann setur fram í skýru og skilmerkilegu máli, í hverjum kaflanum á fætur öðrum, hver samningsstaða Íslands er og hver samningsmarkmiðin ættu að vera. Í sjávarútvegsmálum er samningsmarkmiðið að íslenska fiskveiðilögsagan, sem er algerlega aðskilin frá hinni sameiginlegu lögsögu bandalagsins, verði viðurkennd sem sérstakt fiskveiðistjórnunarsvæði á íslensku forræði. Þetta styðst jafnt við fordæmi annarra og veigamikil rök, sem byggja á sérstöðu Íslands. Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru allir staðbundnir. Engin önnur Evrópusambandsþjóð á sögulegan rétt til veiða á Íslandsmiðum. Með þessari lausn er því ekkert frá öðrum tekið, sem þeir hafa átt, né heldur er neins krafist af öðrum, sem þeir þurfa að gefa eftir. Það eru gagnkvæmir hagsmunir að fiskveiðar á Íslandsmiðum verði sjálfbærar. Að því er varðar rétt útlendinga til að fjárfesta í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum, er hægt að vísa til sérreglna, eins og þeirra sem gilda fyrir Álandseyjar um „takmörkun á rétti þeirra, sem ekki eiga lögheimili í viðkomandi landi á að eignast ráðandi hlut í fyrirtækjum sem þar starfa, án þess að slíkar takmarkanir teljist brjóta í bága við jafnræðisregluna". Íslendingar verða sjálfir að gera það upp við sig, hvort sérlausn af þessu tagi telst eftirsóknarverð. Margir eru þeirrar skoðunar, þ.á m. undirritaður, að eina leiðin til þess að létta óbærilegri skuldabyrði af sjávarútvegsfyrirtækjunum sé sú að leyfa þeim, eins og öðrum fyrirtækjum, að leita eftir erlendu hlutafé. Fyrst sögulegur réttur til veiða er enginn og verði ráðandi hlutur útlendinga í fyrirtækjunum takmarkaður, þarf ekki að hafa þungar áhyggjur af svonefndu „kvótahoppi", sem gætt hefur í veiðum úr sameiginlegum fiskistofnum og á sameiginlegum hafsvæðum eins og t.d. á Norðursjó, en mundi ekki eiga við á Íslandsmiðum. Það má merkilegt heita, að talsmenn kvótahafanna í LÍÚ eru svo uppteknir af því að varðveita illa fengin forréttindi sín til einokunar á fiskveiðiheimildunum, að þeir sjá óvini í hverju horni, en gleyma því gersamlega, að gengi Ísland í ESB yrðum við „fiskveiðistórveldi" innan sambandsins. Í svokallaðri grænbók framkvæmdastjórnar ESB um fyrirhugaða endurskoðun SFS (sameiginlegu fiskveiðistefnunnar), sem birt var í lok apríl 2009 er ýmislegt haft til hliðsjónar úr íslenska fiskveiðikerfinu (sjá bls. 56-62). Í framhaldi af þeirri umfjöllun segir Auðunn: „Eðlilegt samningsmarkmið Íslendinga væri að fá vilyrði fyrir því, að íslenski fulltrúinn í framkvæmdastjórninni yrði settur yfir sjávarútvegsmálin. Norðmenn fengu slíkt vilyrði, þegar þeir gerðu sinn aðildarsamning árið 1994." Byggðastefna í anda framsóknarLandbúnaði, byggðamálum og sveitarstjórnarmálum eru gerð prýðileg skil í bók Auðuns, þótt ekki verði orðlengt um það í þessari umsögn. Svo vel þykist ég þekkja til íhygli og sjálfstæðrar skoðanamyndunar einstaklinga í bændastétt, að margir þeirra munu hugsa sig um tvisvar að loknum lestri, áður en þeir trúa sem nýju neti hræðsluáróðri bændaforystunnar um endalok landbúnaðar og landsbyggðar. Íslenskir bændur vita, að ytri skilyrði landbúnaðar á Íslandi mun gerbreytast, hvort sem við göngum í ESB eða ekki, þegar niðurstöður fást í yfirstandandi viðræður á vegum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) um aukið frelsi í milliríkjaviðskiptum með landbúnaðarvörur. Spurningin er, hvort íslenskir bændur yrðu ekki betur undir það búnir, eins og t.d. sænskir bændur, að takast á við þær breytingar, innan ESB fremur en utan? Að því er varðar byggðamálin segir höfundur eftirfarandi: „Eðlilegt samningsmarkmið Íslands væri að fá allt landið, vegna einangrunar í úthafinu, strjálbýlis og óblíðrar náttúru, skilgreint inn í „markmið 1" í uppbyggingar- og byggðastyrkjakerfinu. Það gæti haft mikið að segja um það, hversu mikið íslenskir aðilar (sveitarfélög og fleiri aðilar sem sótt geta um uppbyggingar- og byggðaþróunarstyrki) gætu fengið greitt úr sameiginlegum sjóðum ESB og þar með hver nettóaðildariðgjöld Íslands að sambandinu yrðu." Í upphafi var þess getið, að Íslendingar teldust vera innan við 1% af samanlögðum íbúafjölda Evrópusambandsins. Það er því eðlilegt, að menn beri nokkurn kvíðboga fyrir áhrifaleysi í stofnunum sambandsins. Um þetta er ágæt umfjöllun í bókinni. Á það er bent, að ekki er allt sem sýnist í þessu efni. Leitun mun vera á fjölþjóðasamtökum, þar sem smáþjóðir hafa jafnmikil áhrif og innan ESB, enda er meirihluti aðildarþjóða smáþjóðir skv. skilgreiningu. Við mættum gjarnan hugsa til þess, að ef að líkum lætur, þá yrðu um 64000 íbúar að baki hverjum íslenskum Evrópuþingmanni á móti 800.000 að baki hverjum þýskum þingmanni. Erum við ekki að bölsótast yfir misvægi atkvæða, sem mælist 1 á móti 2? Eru Þjóðverjar svona miklu fúsari en við til að afsala sér „fullveldi" í samstarfi við aðra? Aðferðarfræði Evrópusambandsins er að leysa ágreiningsmál, sem upp koma milli aðildarþjóða með samningum, á grundvelli laga og réttar. Smáþjóðir einbeita sér eðli málsins samkvæmt að fáum lykilmálum, sem varða brýna þjóðarhagsmuni, og reyna að ná þeim fram í bandalagi við aðrar þjóðir, sem eiga svipaðra hagsmuna að gæta. Íslendingar myndu skipa sér í sveit með Norðurlanda- og Eystrasaltsþjóðum í svæðisbundnu samstarfi innan ESB. Við höfum góða reynslu af margra áratuga samstarfi Norðurlandaþjóða og þurfum ekki að óttast ofríki af þeirra hálfu. Sem fiskveiðistórveldi mundi Ísland eðlilega gera kröfu til þess að fá í sinn hlut framkvæmdastjórann yfir fiskveiðimálefnum, eins og fyrr var tíundað og rökstutt. Á því leikur enginn vafi, að í sjávarútvegs- og orkumálum yrðu áhrif Íslands meiri og aðstaða til að koma fram hagsmunamálum sínum betri, innan ESB en utan. Þetta er eins og fyrr sagði lítil bók um mikið efni. Hún getur þénað íslenskum fyrirtækjum og heimilum sem handbók um samningstöðu og samningsmarkmið Íslands í væntanlegum aðildarsamningnum. Greining höfundar á vandamálum og lausnum, sem og frásögn af reynslu annarra þjóða, ætti að vera til þess fallin að eyða fordómum og styrkja forsendur málefnalegrar umræðu um brýnustu hagsmunamál þjóðarinnar í náinni framtíð. Höfundur leiddi fyrir Íslands hönd samningana við Evrópusambandið um Evrópska efnahagssvæðið (EES) á árunum 1989-93. Sjá ítarlegri umfjöllun á www.jbh.is
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun