ESB vill herða reglur um vogunarsjóði Guðjón Helgason skrifar 30. apríl 2009 12:07 Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vill að reglur um vogunarsjóði verði hertar. Hún vill einnig að evrópsk fjármálafyrirtæki geti tekið aftur kaupauka frá stjórnendum sem tapa fé með því að taka óhóflega áhættu. Þetta er liður í tillögum framkvæmdastjórnarinnar sem eru ekki binandi fyrir aðildarríki ESB. Um er að ræða tillögur að reglubreytingum. Í þeim flest að eftirlit með vogunarsjóðum á ESB svæðinu yrði hert. Ríkari krafa yrði gerð um skráningu þeirra og stjórnendum vogunarsjóða gert að greinar mun ítarlegar frá rekstrinum og tilkynningskylda því aukin. Laun til stjórnenda fjármálafyrirtækja yrðu takmörkuð og þak sett á starfslokasamninga - þeir stjórnendur sem misstu vinnuna fengu aðeins greidd föst laun til tveggja ára og ekki meira. Framkvæmdastjórnin leggur einnig til að fjármálafyrirtæki geti gert kröfu um að fá endurgreiddar kaupaukagreiðslur frá stjórnendum sem talið er að hafa valdið því að fyrirtækin sem þau stjórnuðu töpuðu fé á grundvelli áhættu sem þeir hafi tekið í rekstrinum. Sérfræðingar og lögfræðingar í evrópska fjármálageiranum hafa gangrýnt tillögur framkvæmdastjórnarinnar. Þeir segja þær óljósar og ekki nægilega vel úthugsaðar. Ekki sé tekið til sjóða sem séu stofnaðir utan áhrifasvæðis ESB svo sem á Cayman eyjum. Verði tillögurnar hluti af nýju regluverki geta til að mynda breskir fjárfestar ekki lagt fé í þá sjóði. Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vill að reglur um vogunarsjóði verði hertar. Hún vill einnig að evrópsk fjármálafyrirtæki geti tekið aftur kaupauka frá stjórnendum sem tapa fé með því að taka óhóflega áhættu. Þetta er liður í tillögum framkvæmdastjórnarinnar sem eru ekki binandi fyrir aðildarríki ESB. Um er að ræða tillögur að reglubreytingum. Í þeim flest að eftirlit með vogunarsjóðum á ESB svæðinu yrði hert. Ríkari krafa yrði gerð um skráningu þeirra og stjórnendum vogunarsjóða gert að greinar mun ítarlegar frá rekstrinum og tilkynningskylda því aukin. Laun til stjórnenda fjármálafyrirtækja yrðu takmörkuð og þak sett á starfslokasamninga - þeir stjórnendur sem misstu vinnuna fengu aðeins greidd föst laun til tveggja ára og ekki meira. Framkvæmdastjórnin leggur einnig til að fjármálafyrirtæki geti gert kröfu um að fá endurgreiddar kaupaukagreiðslur frá stjórnendum sem talið er að hafa valdið því að fyrirtækin sem þau stjórnuðu töpuðu fé á grundvelli áhættu sem þeir hafi tekið í rekstrinum. Sérfræðingar og lögfræðingar í evrópska fjármálageiranum hafa gangrýnt tillögur framkvæmdastjórnarinnar. Þeir segja þær óljósar og ekki nægilega vel úthugsaðar. Ekki sé tekið til sjóða sem séu stofnaðir utan áhrifasvæðis ESB svo sem á Cayman eyjum. Verði tillögurnar hluti af nýju regluverki geta til að mynda breskir fjárfestar ekki lagt fé í þá sjóði.
Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira