400 fóru fótgangandi að gosinu í morgun 27. mars 2010 14:03 Ekið yfir ána yfir í Fljótsdal í dag. Mikil umferð var á svæðinu. Mynd / Egill. Lögreglan á Hvolsvelli telur að um 400 manns hafi lagt af stað upp Fimmvörðuhálsinn fótgangandi í morgun. Um er að ræða marga hópa ásamt leiðsögumönnum. Gríðarleg umferð er að Skógum þar sem fjölmargir göngumenn leggja af stað til þess að ganga upp á Fimmvörðuháls. Umferðin er svo mikil að óhætt er að tala um umferðaröngþveiti. Þá eru fjölmargir á leiðinni í Fljótsdal til þess að skoða gosið. Aka þarf malarveg og yfir á til þess að komast leiðar sinnar en lögreglan fylgist vel með og gengur furðuvel að sögn fréttamanns Stöðvar 2 sem var á vettvangi. Erlend kona sem hugðist horfa á gosið frá Emstrum í Fljótsdal varð fyrir miklum vonbrigðum þar sem lítið sást um hádegisbilið vegna sólar þar sem hún skein úr suðurátt. Þá sögðu framreiðslustúlkur á veitingastað á Hvolsvelli að þarna væri meiri umferð ferðmanna heldur en á góðum degi að sumri til. Lögreglan segir umferðina hafa gengið mjög vel. Eitthvað hafi þó verið um ökumenn sem virtu ekki lokanir á fjallavegum. Vill lögreglan benda almenningi að virða takmarkanir, þær eru ekki settar af ástæðulausu, enda eru eldgos stórhættuleg fari menn ekki gætilega. Þá vonaðist lögreglan til þess að ferðamenn sem ganga upp Fimmvörðuhálsinn séu vel búnir. Lögreglan áréttar að það er mjög kalt uppi á Fimmvörðuhálsi og þeir sem eru illa búnir eða reynslulausir eiga ekkert erindi fótgangandi að gosinu. Um tíu tíma göngu er að ræða auk þess sem það er hvöss norðanátt en göngumenn ganga í norður upp að gosstöðinni og eru því með vindinn í fanginu alla leiðina að gosinu. Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Lögreglan á Hvolsvelli telur að um 400 manns hafi lagt af stað upp Fimmvörðuhálsinn fótgangandi í morgun. Um er að ræða marga hópa ásamt leiðsögumönnum. Gríðarleg umferð er að Skógum þar sem fjölmargir göngumenn leggja af stað til þess að ganga upp á Fimmvörðuháls. Umferðin er svo mikil að óhætt er að tala um umferðaröngþveiti. Þá eru fjölmargir á leiðinni í Fljótsdal til þess að skoða gosið. Aka þarf malarveg og yfir á til þess að komast leiðar sinnar en lögreglan fylgist vel með og gengur furðuvel að sögn fréttamanns Stöðvar 2 sem var á vettvangi. Erlend kona sem hugðist horfa á gosið frá Emstrum í Fljótsdal varð fyrir miklum vonbrigðum þar sem lítið sást um hádegisbilið vegna sólar þar sem hún skein úr suðurátt. Þá sögðu framreiðslustúlkur á veitingastað á Hvolsvelli að þarna væri meiri umferð ferðmanna heldur en á góðum degi að sumri til. Lögreglan segir umferðina hafa gengið mjög vel. Eitthvað hafi þó verið um ökumenn sem virtu ekki lokanir á fjallavegum. Vill lögreglan benda almenningi að virða takmarkanir, þær eru ekki settar af ástæðulausu, enda eru eldgos stórhættuleg fari menn ekki gætilega. Þá vonaðist lögreglan til þess að ferðamenn sem ganga upp Fimmvörðuhálsinn séu vel búnir. Lögreglan áréttar að það er mjög kalt uppi á Fimmvörðuhálsi og þeir sem eru illa búnir eða reynslulausir eiga ekkert erindi fótgangandi að gosinu. Um tíu tíma göngu er að ræða auk þess sem það er hvöss norðanátt en göngumenn ganga í norður upp að gosstöðinni og eru því með vindinn í fanginu alla leiðina að gosinu.
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira