Fagfólk skóla virðist vanmeta eineltið 23. október 2010 02:00 Myndin er úr safni og tengist ekki fréttinni beint. Börn sem eiga erlenda foreldra eru helmingi líklegri til að upplifa einelti en þau sem eiga íslenska foreldra. Þetta kemur fram í rannsókn Þórodds Bjarnasonar, prófessors í félagsfræði við Háskólann á Akureyri. Hins vegar telja rúm 75 prósent fagfólks í grunnskólum að börn sem eru með íslensku sem annað tungumál verði annaðhvort jafnmikið eða minna fyrir einelti en börn sem eiga íslenska foreldra. Einungis 7,5 prósent telja að börn með íslensku sem annað tungumál verði meira fyrir einelti. Fimmtungur vissi ekki hvort mismunur væri þar á milli. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem gerð var í 122 grunnskólum og ber heitið „Nemendur með íslensku sem annað tungumál í grunnskólum - upplifun fagfólks skólanna," og var gerð af Huldu Karen Daníelsdóttur, Ara Klængi Jónssyni og Hilmu Hólmfríði Sigurðardóttur fyrir hönd Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða í Reykjavík. Helstu niðurstöður könnunarinnar eru þær að almenn ánægja virðist ríkja meðal stjórnenda skóla um aðstæður barna af erlendum uppruna, þó að skýr þörf fyrir fræðslu og þjálfun komi fram. Í rannsókn Þórodds kemur fram að 16 prósent þeirra nemenda í 10. bekk sem eiga báða foreldra af erlendum uppruna telji sig hafa orðið fyrir einelti, 12 prósent þar sem annað foreldrið er íslenskt og um 8 prósent þeirra þar sem báðir foreldrar eru íslenskir. Þóroddur segir að þótt börn sem eiga erlenda foreldra séu helmingi líklegri til að upplifa einelti en þau íslensku, sé einelti tiltölulega fátítt á Íslandi miðað við það sem þekkist í öðrum löndum. „Það þýðir þó ekki að það sé minna alvarlegt," segir Þóroddur. „En langflestir krakkar, hvort sem þeir eru íslenskir eða af erlendum uppruna, segjast ekki verða fyrir einelti, þó svo að þeir síðarnefndu séu helmingi líklegri til þess." sunna@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Börn sem eiga erlenda foreldra eru helmingi líklegri til að upplifa einelti en þau sem eiga íslenska foreldra. Þetta kemur fram í rannsókn Þórodds Bjarnasonar, prófessors í félagsfræði við Háskólann á Akureyri. Hins vegar telja rúm 75 prósent fagfólks í grunnskólum að börn sem eru með íslensku sem annað tungumál verði annaðhvort jafnmikið eða minna fyrir einelti en börn sem eiga íslenska foreldra. Einungis 7,5 prósent telja að börn með íslensku sem annað tungumál verði meira fyrir einelti. Fimmtungur vissi ekki hvort mismunur væri þar á milli. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem gerð var í 122 grunnskólum og ber heitið „Nemendur með íslensku sem annað tungumál í grunnskólum - upplifun fagfólks skólanna," og var gerð af Huldu Karen Daníelsdóttur, Ara Klængi Jónssyni og Hilmu Hólmfríði Sigurðardóttur fyrir hönd Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða í Reykjavík. Helstu niðurstöður könnunarinnar eru þær að almenn ánægja virðist ríkja meðal stjórnenda skóla um aðstæður barna af erlendum uppruna, þó að skýr þörf fyrir fræðslu og þjálfun komi fram. Í rannsókn Þórodds kemur fram að 16 prósent þeirra nemenda í 10. bekk sem eiga báða foreldra af erlendum uppruna telji sig hafa orðið fyrir einelti, 12 prósent þar sem annað foreldrið er íslenskt og um 8 prósent þeirra þar sem báðir foreldrar eru íslenskir. Þóroddur segir að þótt börn sem eiga erlenda foreldra séu helmingi líklegri til að upplifa einelti en þau íslensku, sé einelti tiltölulega fátítt á Íslandi miðað við það sem þekkist í öðrum löndum. „Það þýðir þó ekki að það sé minna alvarlegt," segir Þóroddur. „En langflestir krakkar, hvort sem þeir eru íslenskir eða af erlendum uppruna, segjast ekki verða fyrir einelti, þó svo að þeir síðarnefndu séu helmingi líklegri til þess." sunna@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira