Flugbannsvæði stækkað vegna sprengingar Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. mars 2010 12:00 Í gærkvöldi var um að ræða þríhyrnt svæði á myndinni. Þetta svæði stækkaði vegna gossprengingarinnar í morgun. Mynd/Flugstoðir Sprengingin í gosstróknum í eldgosinu á Fimmvörðuhálsi í morgun varð til þess að svæði þar sem flugumferð var bönnuð var stækkað þónokkuð. Gosóróinn jókst verulega upp úr klukkan sjö í morgun í eldstöðinni á Fimmvörðuhálsi og varð mikil sprenging í gosstróknum sem fór upp í allt að fjögurra kílómetra hæð. Enn er flogið innanlands og þá hefur millilandaflug Iceland Express haldið áfram þrátt fyrir verkfall flugvirkja. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Flugstoða, segir að sprenging í gosstróknum hafi gert það að verkum að stækka þurfti svæði þar sem flugumferð er bönnuð á. „Það sem að gerist um leið og þessi strókur feri upp í loftið að veðurfræðingar og aðrir fara af stað og meta hvaða áhrif þetta getur haft miðað við hvernig áttirnar eru. Við höfum stækkað svæðið sem hefur verið lokað fyrir flugumferð, en þetta er ekki það stórt að það þurfi að hafa áhyggjur af því eins og staðan er núna," segir Hjördís Guðmundsdóttir. Hjördís segir að flugumferð sé ekki stýrt inn á það svæði sem umferð er bönnuð á. Í gær stuttu etir að gos hófst var þetta svæði 120 sjómílur en er miklu minna núna. Veðurfræðingar og aðrir sérfræðingar meta hvert gosmökkurinn komi til með að færast. Eldgosið hefur haft mikil áhrif á flugsamgöngur til og frá landinu og raskað ferðaáætlunum þúsunda flugfarþega. Það eru ekki bara ferðamenn sem hafa þurft að breyta sínum áætlunum því 200 hermenn Bandaríkjahers, sem átttu að fljúga til Suðaustur-Asíu í gær og eru hluti af mannafla Bandaríkjamanna í Írak, þurftu að breyta ferðaáætlunum sínum vegna gossins að því er fram kemur í bandarískum fjölmiðlum. Um varúðarráðstöfun var að ræða. Í morgun lá ekki fyrir hvort hermennirnir hefðu komist í flugið en þeir sátu fastir í Egg Harbour í New Jersey í gær. Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Sprengingin í gosstróknum í eldgosinu á Fimmvörðuhálsi í morgun varð til þess að svæði þar sem flugumferð var bönnuð var stækkað þónokkuð. Gosóróinn jókst verulega upp úr klukkan sjö í morgun í eldstöðinni á Fimmvörðuhálsi og varð mikil sprenging í gosstróknum sem fór upp í allt að fjögurra kílómetra hæð. Enn er flogið innanlands og þá hefur millilandaflug Iceland Express haldið áfram þrátt fyrir verkfall flugvirkja. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Flugstoða, segir að sprenging í gosstróknum hafi gert það að verkum að stækka þurfti svæði þar sem flugumferð er bönnuð á. „Það sem að gerist um leið og þessi strókur feri upp í loftið að veðurfræðingar og aðrir fara af stað og meta hvaða áhrif þetta getur haft miðað við hvernig áttirnar eru. Við höfum stækkað svæðið sem hefur verið lokað fyrir flugumferð, en þetta er ekki það stórt að það þurfi að hafa áhyggjur af því eins og staðan er núna," segir Hjördís Guðmundsdóttir. Hjördís segir að flugumferð sé ekki stýrt inn á það svæði sem umferð er bönnuð á. Í gær stuttu etir að gos hófst var þetta svæði 120 sjómílur en er miklu minna núna. Veðurfræðingar og aðrir sérfræðingar meta hvert gosmökkurinn komi til með að færast. Eldgosið hefur haft mikil áhrif á flugsamgöngur til og frá landinu og raskað ferðaáætlunum þúsunda flugfarþega. Það eru ekki bara ferðamenn sem hafa þurft að breyta sínum áætlunum því 200 hermenn Bandaríkjahers, sem átttu að fljúga til Suðaustur-Asíu í gær og eru hluti af mannafla Bandaríkjamanna í Írak, þurftu að breyta ferðaáætlunum sínum vegna gossins að því er fram kemur í bandarískum fjölmiðlum. Um varúðarráðstöfun var að ræða. Í morgun lá ekki fyrir hvort hermennirnir hefðu komist í flugið en þeir sátu fastir í Egg Harbour í New Jersey í gær.
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira