Skrímslin vöknuð til lífsins á Bíldudal 17. júní 2010 04:15 Valdimar Gunnarsson Um hundrað sjálfboðaliðar úr röðum heimamanna og brottfluttra Arnfirðinga unnu í tvö ár við að koma Skrímslasetrinu á laggirnar. Hugmyndin að Skrímslasetrinu kviknaði sumarið 2007 á bæjarhátíðinni Bíldudals grænar baunir, þar sem meðal annars var boðið upp á skrímslaferðir. „Þetta var gífurlega vinsælt og vakti mikla athygli í fjölmiðlum," segir Valdimar Gunnarsson, formaður Félags áhugamanna um Skrímslasetur. „Við sáum að það var hægt að gera eitthvað meira og stofnuðum því félagið." Skrímslafélagið er angi af Arnfirðingafélaginu í Reykjavík, sem hefur það meðal annars að markmiði að aðstoða og efla heimabyggðina. Valdimar segir að á Bíldudal hafi vantað afþreyingu fyrir ferðamenn í bænum. Þeir hafi þar af leiðandi ekki haft langa viðdvöl þar. Skrímslasetrið sé liður í að breyta því. Setrið er til húsa í gömlu matvælaiðjunni á Bíldudal; 800 fermetra byggingu sem var að hruni komin þegar skrímslafélagið keypti það. „Þarna var hausaþurrkun fyrir nokkrum árum og allt orðið kasúldið og ógeðslegt," segir Valdimar. „En þetta var eina húsnæðið í bænum sem hentaði. Við sáum fram á að það þyrfti kraftaverk til að koma því í gott ástand og leituðum til heimamanna og brottfluttra Arnfirðinga til að leggja okkur lið." Um hundrað sjálfboðaliðar lögðu hönd á plóg og reiknast Valdimar til að þeir hafi unnið í um 3.000 vinnustundir. „Samheldnin og velviljinn hjá fólki hefur verið hreint ótrúlegur. Setrið hefði ekki orðið að raunveruleika án þess." Til stóð að opna Skrímslasetrið í fyrra en við hrun bankanna skrúfaðist fyrir allar fjárveitingar. Því var brugðið á það ráð að opna safnið í tveimur áföngum. Sá fyrri var opnaður nú á dögunum og nemur heildarkostnaður við hann um 45 milljónum króna. Setrið var opið í um hálfan mánuð í fyrrasumar í tilraunaskyni og heimsóttu á fimmta þúsund það þá. „Ferðamannatíminn fer greinilega aðeins hægar af stað í ár en í fyrra," segir Valdimar. „En miðað við hvernig gekk í fyrra erum við bjartsýn fyrir sumarið." Um fimmtán milljónir króna vantar til að ljúka við seinni áfanga setursins. Valdimar vonast þó til að það geti orðið áður en langt um líður. bergsteinn@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Hugmyndin að Skrímslasetrinu kviknaði sumarið 2007 á bæjarhátíðinni Bíldudals grænar baunir, þar sem meðal annars var boðið upp á skrímslaferðir. „Þetta var gífurlega vinsælt og vakti mikla athygli í fjölmiðlum," segir Valdimar Gunnarsson, formaður Félags áhugamanna um Skrímslasetur. „Við sáum að það var hægt að gera eitthvað meira og stofnuðum því félagið." Skrímslafélagið er angi af Arnfirðingafélaginu í Reykjavík, sem hefur það meðal annars að markmiði að aðstoða og efla heimabyggðina. Valdimar segir að á Bíldudal hafi vantað afþreyingu fyrir ferðamenn í bænum. Þeir hafi þar af leiðandi ekki haft langa viðdvöl þar. Skrímslasetrið sé liður í að breyta því. Setrið er til húsa í gömlu matvælaiðjunni á Bíldudal; 800 fermetra byggingu sem var að hruni komin þegar skrímslafélagið keypti það. „Þarna var hausaþurrkun fyrir nokkrum árum og allt orðið kasúldið og ógeðslegt," segir Valdimar. „En þetta var eina húsnæðið í bænum sem hentaði. Við sáum fram á að það þyrfti kraftaverk til að koma því í gott ástand og leituðum til heimamanna og brottfluttra Arnfirðinga til að leggja okkur lið." Um hundrað sjálfboðaliðar lögðu hönd á plóg og reiknast Valdimar til að þeir hafi unnið í um 3.000 vinnustundir. „Samheldnin og velviljinn hjá fólki hefur verið hreint ótrúlegur. Setrið hefði ekki orðið að raunveruleika án þess." Til stóð að opna Skrímslasetrið í fyrra en við hrun bankanna skrúfaðist fyrir allar fjárveitingar. Því var brugðið á það ráð að opna safnið í tveimur áföngum. Sá fyrri var opnaður nú á dögunum og nemur heildarkostnaður við hann um 45 milljónum króna. Setrið var opið í um hálfan mánuð í fyrrasumar í tilraunaskyni og heimsóttu á fimmta þúsund það þá. „Ferðamannatíminn fer greinilega aðeins hægar af stað í ár en í fyrra," segir Valdimar. „En miðað við hvernig gekk í fyrra erum við bjartsýn fyrir sumarið." Um fimmtán milljónir króna vantar til að ljúka við seinni áfanga setursins. Valdimar vonast þó til að það geti orðið áður en langt um líður. bergsteinn@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira