Leikjastefna Reykjavíkur 3. september 2010 06:30 Af hverju eru ekki fleiri ungbarnarólur á leikvöllum? Getur borgin ekki sett niður brettagarða fyrir unglinga? Hvar eru trimmtækin við hlaupaleiðir? Þurfa að vera eins leiktæki á öllum leikvöllum? Hvernig eiga eldri borgarar að geta sótt þjónustu gangandi ef þeir geta ekki hvílt sig á bekk á leiðinni? Mega hundarnir hvergi vera? Fjölmargir íbúar spyrja þessara réttmætu spurninga og borgarfulltrúar hafa til margra ára ekki getað svarað öðruvísi en að ganga í einstök mál. Úr verður óskipulögð borg opinna svæða sem tekur tillit til margra að litlu leyti, sumra að engu leyti, og á mismunandi hátt í ólíkum hverfum. Tillaga um gerð leikjastefnu Reykjavíkur var samþykkt í umhverfis- og samgönguráði í júní 2009. Tillagan gerði ráð fyrir að unnið væri að breskri og hollenskri fyrirmynd. Samkvæmt henni er núverandi notkun svæða, gönguleiða og leiktækja í hverju hverfi skoðuð. Íbúafundir eru haldnir um hvað vantar og sérstök skoðun fer fram á þörfum hópa eins og til dæmis eldri borgara, unglinga og hundaeigenda. Nú þegar liggur fyrir fyrsta úttekt á Vesturbænum. Hún leiddi m.a. í ljós nauðsyn þess að tryggja öruggar gönguleiðir að vinsælum svæðum. Næsta verkefni er samtal við íbúa um þarfir ólíkra hópa og skráning á því hvernig íbúar nota eða nota ekki núverandi svæði. Þegar illa stendur á í fjármálum eru líkur á að dýrmæt svæði borgarinnar drabbist niður. Viðhald er skorið við nögl og endurnýjun leiktækja í lágmarki. Þá er mikilvægara en áður að hafa skýra stefnu um hvernig eigi að verja því fé sem til er. Borgarstjórn Reykjavíkur og hverfisráðin þurfa að setja kraft í að vinna þessa leikjastefnu áfram. Forgangsröðun fjárfestinga munu þá grundvallast á vel útfærðri leikjastefnu. Slíkt getur til dæmis leitt til þess að íbúar sameinist um að efla verulega eitt opið leiksvæði á kostnað nokkurra lítilla svæða. Þannig vinnst fjármagn til fjárfestinga og viðhalds og betri sátt um leiksvæði borgarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Af hverju eru ekki fleiri ungbarnarólur á leikvöllum? Getur borgin ekki sett niður brettagarða fyrir unglinga? Hvar eru trimmtækin við hlaupaleiðir? Þurfa að vera eins leiktæki á öllum leikvöllum? Hvernig eiga eldri borgarar að geta sótt þjónustu gangandi ef þeir geta ekki hvílt sig á bekk á leiðinni? Mega hundarnir hvergi vera? Fjölmargir íbúar spyrja þessara réttmætu spurninga og borgarfulltrúar hafa til margra ára ekki getað svarað öðruvísi en að ganga í einstök mál. Úr verður óskipulögð borg opinna svæða sem tekur tillit til margra að litlu leyti, sumra að engu leyti, og á mismunandi hátt í ólíkum hverfum. Tillaga um gerð leikjastefnu Reykjavíkur var samþykkt í umhverfis- og samgönguráði í júní 2009. Tillagan gerði ráð fyrir að unnið væri að breskri og hollenskri fyrirmynd. Samkvæmt henni er núverandi notkun svæða, gönguleiða og leiktækja í hverju hverfi skoðuð. Íbúafundir eru haldnir um hvað vantar og sérstök skoðun fer fram á þörfum hópa eins og til dæmis eldri borgara, unglinga og hundaeigenda. Nú þegar liggur fyrir fyrsta úttekt á Vesturbænum. Hún leiddi m.a. í ljós nauðsyn þess að tryggja öruggar gönguleiðir að vinsælum svæðum. Næsta verkefni er samtal við íbúa um þarfir ólíkra hópa og skráning á því hvernig íbúar nota eða nota ekki núverandi svæði. Þegar illa stendur á í fjármálum eru líkur á að dýrmæt svæði borgarinnar drabbist niður. Viðhald er skorið við nögl og endurnýjun leiktækja í lágmarki. Þá er mikilvægara en áður að hafa skýra stefnu um hvernig eigi að verja því fé sem til er. Borgarstjórn Reykjavíkur og hverfisráðin þurfa að setja kraft í að vinna þessa leikjastefnu áfram. Forgangsröðun fjárfestinga munu þá grundvallast á vel útfærðri leikjastefnu. Slíkt getur til dæmis leitt til þess að íbúar sameinist um að efla verulega eitt opið leiksvæði á kostnað nokkurra lítilla svæða. Þannig vinnst fjármagn til fjárfestinga og viðhalds og betri sátt um leiksvæði borgarinnar.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar