Innlent

Taldi að hagsmunum vera stefnt í hættu

Var sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi frá 2005 til 2009.
Var sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi frá 2005 til 2009.
Carol van Voorst, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hér á landi, ráðlagði stjórnvöldum í Bandaríkjunum eindregið að verða við ósk Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra, sem sett var fram í bréfi frá Davíð seint í október árið 2008, um stórt lán í tengslum við aðgerðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hér á landi.

„Þessa beiðni þarf að taka vandlega til athugunar," skrifar van Voorst í skýrslu dagsettri 31. október: „Við höfum langtímahagsmuna að gæta á Norður-Atlantshafi sem neikvæð viðbrögð gætu stefnt í hættu."

Meðal hagsmuna Bandaríkjamanna nefnir van Voorst hernaðarlegt mikilvægi Íslands fyrir Bandaríkin, og er sérstaklega tekið fram að áður en bandaríski herinn var kallaður heim árið 2006 hafi Bandaríkin „ausið 250 milljónum dala árlega í herstöð okkar í Keflavík." Íslendingar hafi síðan haldið vellinum vel við, þannig að hann væri „samstundis nothæfur ef óvenjulegar aðstæður krefjast".

Ef Íslandi myndi kikna undan kreppunni þá yrði það ófært um að vera sá „sjálfstæði samstarfsaðili sem við höfum varið áratugum og ógrynni fjár frá bandarískum skattgreiðendum til að byggja upp".

- gb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×