Líknarfélög töpuðu ekki á Icesave Erla Ósk Ásgeirsdóttir skrifar 3. febrúar 2010 06:00 Þess misskilnings hefur gætt í umræðunni um Icesave að lögaðilar s.s. sveitarfélög, líknarfélög og aðrir aðilar hafi tapað gríðarlegum fjárhæðum á Icesave netreikningum Landsbankans. Staðreyndin er sú að einvörðungu einstaklingar gátu lagt fé inn á reikningana, en fagfjárfestar þ.m.t félagasamtök og sveitarfélög áttu viðskipti á heildsölumarkaði með innlán og þá oft fyrir milligöngu þriðja aðila. Lögaðilar áttu aldrei aðgang að netreikningum Landsbankans enda voru þeir sérhannaðir fyrir einstaklinga á smásölumarkaði. Ofangreindir aðilar töpuðu fé á viðskiptum sínum við Landsbanki London Branch, Heritable Bank og Landsbanki Amsterdam Branch, en það tap hefur ekkert með innlánsreikninga Icesave að gera. Vandi okkar er sá að þingmenn Hollands og Bretlands virðast ekki gera greinarmun á þessu tvennu. Það er hins vegar afar mikilvægt fyrir málstað Íslendinga að þetta atriði komi skýrt fram þar sem að margir þingmenn bæði Breta og Hollendinga veigra sér við að taka upp málstað Íslendinga vegna þess að þeir standa í þeirri trú að sveitarfélög og líknarfélög hafi tapað á Icesave, en svo er ekki. Þeirri staðreynd hefur heldur ekki verið haldið á lofti að þessir þrír bankar voru ólíkir að því leiti að annars vegar var um að ræða útibú Landsbankans; Landsbanki London Branch og Amsterdam Branch sem voru á ábyrgð íslenska fjármálaeftirlitsins og hins vegar dótturfélag Landsbankans; Heritable bank þ.e. breskan banka á ábyrg breska fjármálaeftirlitsins. Lögaðilar eiga kröfur á þessa þrjá banka Landsbankans og þrátt fyrir að þeir hafi allir verið í eigu íslenskra aðila þá er ábyrgðin ekki eingöngu Íslendinga. Málstaður Íslands og orðstír er undir og því mikilvægt að farið sé með rétt mál og allar upplýsingar sem því tengjast séu uppi á borðum áður en gengið verður aftur til samninga við Breta og Hollendinga. Málið er nógu erfitt þótt að við látum ekki misskilning sem þennan veikja stöðu okkar enn frekar. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinsælast 2010 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Gleðilegt 2007! Reynir Böðvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Þess misskilnings hefur gætt í umræðunni um Icesave að lögaðilar s.s. sveitarfélög, líknarfélög og aðrir aðilar hafi tapað gríðarlegum fjárhæðum á Icesave netreikningum Landsbankans. Staðreyndin er sú að einvörðungu einstaklingar gátu lagt fé inn á reikningana, en fagfjárfestar þ.m.t félagasamtök og sveitarfélög áttu viðskipti á heildsölumarkaði með innlán og þá oft fyrir milligöngu þriðja aðila. Lögaðilar áttu aldrei aðgang að netreikningum Landsbankans enda voru þeir sérhannaðir fyrir einstaklinga á smásölumarkaði. Ofangreindir aðilar töpuðu fé á viðskiptum sínum við Landsbanki London Branch, Heritable Bank og Landsbanki Amsterdam Branch, en það tap hefur ekkert með innlánsreikninga Icesave að gera. Vandi okkar er sá að þingmenn Hollands og Bretlands virðast ekki gera greinarmun á þessu tvennu. Það er hins vegar afar mikilvægt fyrir málstað Íslendinga að þetta atriði komi skýrt fram þar sem að margir þingmenn bæði Breta og Hollendinga veigra sér við að taka upp málstað Íslendinga vegna þess að þeir standa í þeirri trú að sveitarfélög og líknarfélög hafi tapað á Icesave, en svo er ekki. Þeirri staðreynd hefur heldur ekki verið haldið á lofti að þessir þrír bankar voru ólíkir að því leiti að annars vegar var um að ræða útibú Landsbankans; Landsbanki London Branch og Amsterdam Branch sem voru á ábyrgð íslenska fjármálaeftirlitsins og hins vegar dótturfélag Landsbankans; Heritable bank þ.e. breskan banka á ábyrg breska fjármálaeftirlitsins. Lögaðilar eiga kröfur á þessa þrjá banka Landsbankans og þrátt fyrir að þeir hafi allir verið í eigu íslenskra aðila þá er ábyrgðin ekki eingöngu Íslendinga. Málstaður Íslands og orðstír er undir og því mikilvægt að farið sé með rétt mál og allar upplýsingar sem því tengjast séu uppi á borðum áður en gengið verður aftur til samninga við Breta og Hollendinga. Málið er nógu erfitt þótt að við látum ekki misskilning sem þennan veikja stöðu okkar enn frekar. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar