Líknarfélög töpuðu ekki á Icesave Erla Ósk Ásgeirsdóttir skrifar 3. febrúar 2010 06:00 Þess misskilnings hefur gætt í umræðunni um Icesave að lögaðilar s.s. sveitarfélög, líknarfélög og aðrir aðilar hafi tapað gríðarlegum fjárhæðum á Icesave netreikningum Landsbankans. Staðreyndin er sú að einvörðungu einstaklingar gátu lagt fé inn á reikningana, en fagfjárfestar þ.m.t félagasamtök og sveitarfélög áttu viðskipti á heildsölumarkaði með innlán og þá oft fyrir milligöngu þriðja aðila. Lögaðilar áttu aldrei aðgang að netreikningum Landsbankans enda voru þeir sérhannaðir fyrir einstaklinga á smásölumarkaði. Ofangreindir aðilar töpuðu fé á viðskiptum sínum við Landsbanki London Branch, Heritable Bank og Landsbanki Amsterdam Branch, en það tap hefur ekkert með innlánsreikninga Icesave að gera. Vandi okkar er sá að þingmenn Hollands og Bretlands virðast ekki gera greinarmun á þessu tvennu. Það er hins vegar afar mikilvægt fyrir málstað Íslendinga að þetta atriði komi skýrt fram þar sem að margir þingmenn bæði Breta og Hollendinga veigra sér við að taka upp málstað Íslendinga vegna þess að þeir standa í þeirri trú að sveitarfélög og líknarfélög hafi tapað á Icesave, en svo er ekki. Þeirri staðreynd hefur heldur ekki verið haldið á lofti að þessir þrír bankar voru ólíkir að því leiti að annars vegar var um að ræða útibú Landsbankans; Landsbanki London Branch og Amsterdam Branch sem voru á ábyrgð íslenska fjármálaeftirlitsins og hins vegar dótturfélag Landsbankans; Heritable bank þ.e. breskan banka á ábyrg breska fjármálaeftirlitsins. Lögaðilar eiga kröfur á þessa þrjá banka Landsbankans og þrátt fyrir að þeir hafi allir verið í eigu íslenskra aðila þá er ábyrgðin ekki eingöngu Íslendinga. Málstaður Íslands og orðstír er undir og því mikilvægt að farið sé með rétt mál og allar upplýsingar sem því tengjast séu uppi á borðum áður en gengið verður aftur til samninga við Breta og Hollendinga. Málið er nógu erfitt þótt að við látum ekki misskilning sem þennan veikja stöðu okkar enn frekar. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinsælast 2010 Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Þess misskilnings hefur gætt í umræðunni um Icesave að lögaðilar s.s. sveitarfélög, líknarfélög og aðrir aðilar hafi tapað gríðarlegum fjárhæðum á Icesave netreikningum Landsbankans. Staðreyndin er sú að einvörðungu einstaklingar gátu lagt fé inn á reikningana, en fagfjárfestar þ.m.t félagasamtök og sveitarfélög áttu viðskipti á heildsölumarkaði með innlán og þá oft fyrir milligöngu þriðja aðila. Lögaðilar áttu aldrei aðgang að netreikningum Landsbankans enda voru þeir sérhannaðir fyrir einstaklinga á smásölumarkaði. Ofangreindir aðilar töpuðu fé á viðskiptum sínum við Landsbanki London Branch, Heritable Bank og Landsbanki Amsterdam Branch, en það tap hefur ekkert með innlánsreikninga Icesave að gera. Vandi okkar er sá að þingmenn Hollands og Bretlands virðast ekki gera greinarmun á þessu tvennu. Það er hins vegar afar mikilvægt fyrir málstað Íslendinga að þetta atriði komi skýrt fram þar sem að margir þingmenn bæði Breta og Hollendinga veigra sér við að taka upp málstað Íslendinga vegna þess að þeir standa í þeirri trú að sveitarfélög og líknarfélög hafi tapað á Icesave, en svo er ekki. Þeirri staðreynd hefur heldur ekki verið haldið á lofti að þessir þrír bankar voru ólíkir að því leiti að annars vegar var um að ræða útibú Landsbankans; Landsbanki London Branch og Amsterdam Branch sem voru á ábyrgð íslenska fjármálaeftirlitsins og hins vegar dótturfélag Landsbankans; Heritable bank þ.e. breskan banka á ábyrg breska fjármálaeftirlitsins. Lögaðilar eiga kröfur á þessa þrjá banka Landsbankans og þrátt fyrir að þeir hafi allir verið í eigu íslenskra aðila þá er ábyrgðin ekki eingöngu Íslendinga. Málstaður Íslands og orðstír er undir og því mikilvægt að farið sé með rétt mál og allar upplýsingar sem því tengjast séu uppi á borðum áður en gengið verður aftur til samninga við Breta og Hollendinga. Málið er nógu erfitt þótt að við látum ekki misskilning sem þennan veikja stöðu okkar enn frekar. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar