Persónukjör til efri deildar Alþingis 1. október 2010 06:00 Alþingi hefur nú til umfjöllunar frumvarp um breytingar á lögum um alþingiskosningar sem gerir ráð fyrir svonefndu persónukjöri. Frumvarpið var tekið til fyrstu umræðu fyrir tæpu ári og hefur síðan verið til umfjöllunar hjá allsherjarnefnd. Óvíst er um örlög frumvarpsins á Alþingi en það hefur sætt talsverðri gagnrýni. Bent hefur verið á að það geti reynst stjórnmálaflokkum erfitt að móta áherslur fyrir kosningar ef forystusveit þeirra er ekki valin fyrr en á kjördag. Eins gæti reynst flokkunum erfitt að tilnefna málsvara í fjölmiðlum þegar leiðtogar veljast ekki fyrr en á sjálfan kjördag. Kosningakerfi sem þetta kann því að skapa óreiðu sem þjóðin þarf síst á að halda um þessar mundir. Hugmyndin um persónukjör er góðra gjalda verð, enda mikil þörf á að auka áhrif kjósenda. Stjórnlagaþing mun fjalla um slíkar hugmyndir og útfæra þær. Ein leið sem stjórnlagaþing gæti tekið til athugunar er að skipta Alþingi aftur upp í tvær deildir, efri og neðri, og efna til óflokksbundins persónukjörs í aðra þeirra. Þannig gætu stjórnmálaflokkar áfram boðið fram í landshlutaskiptum kjördæmum til neðri deildar þingsins en til efri deildar yrði kosið einstaklingskosningu þar sem landið yrði eitt kjördæmi. Þannig yrðu tvö framfaraskref tekin í einu vettfangi án þess að afnema hið rótgróna kerfi sem við búum við í dag. Þessi leið ætti því að falla flestum í geð. Kerfið gæti virkað þannig að þjóðin kysi t.d. þrettán þingmenn til efri deildar Alþingis en 51 til neðri deildar. Þannig yrði þingmönnum einungis fjölgað um einn þó að deildunum yrði fjölgað. Handhafar framkvæmdarvalds kæmu úr röðum neðri deildar og hún skipaði málefnanefndir þingsins. Meginhlutverk efri deildar þingsins væri að staðfesta eða synja ákvörðunum neðri deildarinnar og hún hefði einnig vald til að vísa málum til þjóðaratkvæðagreiðslu. Líklega myndi slíkt fyrirkomulag hvetja til vandaðri vinnubragða á Alþingi og gera þau lýðræðislegri. Einnig mætti hugsa sér að leggja niður embætti forseta Íslands og fela forseta efri deildar Alþingis að gegna skyldum þjóðhöfðingja. Þannig yrði þjóðhöfðinginn áfram þjóðkjörinn, t.d. sá sem fengi flest atkvæði í kjöri til efri deilarinnar. Slík breyting myndi færa þjóðhöfðingjanum raunverulegt hlutverk í stjórnskipan ríkisins og mögulega spara þjóðinni eitthvert fé. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Hörður Guðmundsson Skoðanir Skoðun Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Alþingi hefur nú til umfjöllunar frumvarp um breytingar á lögum um alþingiskosningar sem gerir ráð fyrir svonefndu persónukjöri. Frumvarpið var tekið til fyrstu umræðu fyrir tæpu ári og hefur síðan verið til umfjöllunar hjá allsherjarnefnd. Óvíst er um örlög frumvarpsins á Alþingi en það hefur sætt talsverðri gagnrýni. Bent hefur verið á að það geti reynst stjórnmálaflokkum erfitt að móta áherslur fyrir kosningar ef forystusveit þeirra er ekki valin fyrr en á kjördag. Eins gæti reynst flokkunum erfitt að tilnefna málsvara í fjölmiðlum þegar leiðtogar veljast ekki fyrr en á sjálfan kjördag. Kosningakerfi sem þetta kann því að skapa óreiðu sem þjóðin þarf síst á að halda um þessar mundir. Hugmyndin um persónukjör er góðra gjalda verð, enda mikil þörf á að auka áhrif kjósenda. Stjórnlagaþing mun fjalla um slíkar hugmyndir og útfæra þær. Ein leið sem stjórnlagaþing gæti tekið til athugunar er að skipta Alþingi aftur upp í tvær deildir, efri og neðri, og efna til óflokksbundins persónukjörs í aðra þeirra. Þannig gætu stjórnmálaflokkar áfram boðið fram í landshlutaskiptum kjördæmum til neðri deildar þingsins en til efri deildar yrði kosið einstaklingskosningu þar sem landið yrði eitt kjördæmi. Þannig yrðu tvö framfaraskref tekin í einu vettfangi án þess að afnema hið rótgróna kerfi sem við búum við í dag. Þessi leið ætti því að falla flestum í geð. Kerfið gæti virkað þannig að þjóðin kysi t.d. þrettán þingmenn til efri deildar Alþingis en 51 til neðri deildar. Þannig yrði þingmönnum einungis fjölgað um einn þó að deildunum yrði fjölgað. Handhafar framkvæmdarvalds kæmu úr röðum neðri deildar og hún skipaði málefnanefndir þingsins. Meginhlutverk efri deildar þingsins væri að staðfesta eða synja ákvörðunum neðri deildarinnar og hún hefði einnig vald til að vísa málum til þjóðaratkvæðagreiðslu. Líklega myndi slíkt fyrirkomulag hvetja til vandaðri vinnubragða á Alþingi og gera þau lýðræðislegri. Einnig mætti hugsa sér að leggja niður embætti forseta Íslands og fela forseta efri deildar Alþingis að gegna skyldum þjóðhöfðingja. Þannig yrði þjóðhöfðinginn áfram þjóðkjörinn, t.d. sá sem fengi flest atkvæði í kjöri til efri deilarinnar. Slík breyting myndi færa þjóðhöfðingjanum raunverulegt hlutverk í stjórnskipan ríkisins og mögulega spara þjóðinni eitthvert fé.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun