Svar við opnu bréfi Ragna Árnadóttir skrifar 2. júlí 2010 06:00 Kæra Þórdís Elva. Þakka þér fyrir opið bréf til mín í Fréttablaðinu þann 11. júní síðastliðinn. Þar er vísað til þess, sem fram kemur í bók þinni „Á mannamáli", og sérstaklega gert að umtalsefni misháar refsingar sem liggja við kynferðisbrotum gegn börnum. Þessi umræða er afar áhugaverð og til þess fallin að minna okkur á alvarleika þeirra brota, sem um ræðir. Einnig knýr hún okkur til að líta gagnrýnum augum á refsilöggjöfina og hvort hún endurspegli það gildismat, sem við lýði er í okkar samfélagi. Ég fylgi fordæmi þínu og tek einfalt dæmi. Nauðgunarbrot varða allt að 16 ára fangelsi en í nauðgun felst að maður hefur samræði eða önnur kynferðismök við einstakling með því að beita ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. Hér getur fórnarlamb verknaðarins verið barn eða fullorðinn, en það er virt til refsiþyngingar ef brotaþolinn er ungur að árum. Ef hins vegar er um að ræða sifjaspell, þar sem einstaklingur hefur samræði eða önnur kynferðismök við barn sitt eða annan niðja og beitir ekki ofbeldi, hótun eða annars konar nauðung - þá varðar það fangelsi allt að 8 árum, og allt að 12 árum sé barnið yngra en 16 ára. Nærtækt er að spyrja: Hvers vegna gerir löggjafinn greinarmun á því hvaða aðferð er notuð til að brjóta svo gróflega gegn barni? Því er hámarksrefsingin ekki sú sama, hvort sem um nauðgun er að ræða eða sifjaspell í skilningi hegningarlaganna? Hér mætti með réttu segja að sú misnotkun á trúnaði barns, sem felst í hvers konar kynferðisbroti gegn því, sé alveg jafn alvarleg og sú háttsemi sem áður var lýst, það er ofbeldi, hótun eða annars konar nauðung. Einnig má færa rök fyrir því að hvers konar kynferðisbrot gegn börnum sé fullt eins alvarlegt og nauðgun og því ætti að refsa fyrir öll kynferðisbrot gegn börnum með hámarksrefsingu. Það er fyllilega réttmætt sjónarmið. Lítum þá á hina hliðina. Í refsilöggjöf okkar er almennt gerður greinarmunur á refsihámarki hverju sinni, eftir því um hvaða verknað er að ræða. Við mismunandi brotum liggja misháar refsingar. En vitaskuld verða þær refsingar, sem liggja við verknaði á hverjum tíma, að endurspegla gildismat samfélags okkar. Þar erum við komin að kjarna málsins og því, sem þú vekur svo ágætlega máls á í bók þinni. Kynferðisbrotakafli almennra hegningarlaga var endurskoðaður árið 2007 og voru þá gerðar ýmsar breytingar sem fela í sér auknar refsingar við kynferðisbrotum gegn börnum. Eftir því sem best verður séð af dómaframkvæmd hafa lagabreytingarnar leitt til þyngri refsinga við þessum alvarlegu brotum. Minni greinarmunur er gerður á hinum ýmsu verknuðum - en munurinn er engu að síður til staðar ennþá. Er tilefni til að gera slíkan greinarmun? Er tilefni til að hækka refsingarnar enn frekar? Það er álitaefni sem ég tel fullt tilefni til að verði skoðað, og mun ég beita mér fyrir því á vettvangi ráðuneytisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Sjá meira
Kæra Þórdís Elva. Þakka þér fyrir opið bréf til mín í Fréttablaðinu þann 11. júní síðastliðinn. Þar er vísað til þess, sem fram kemur í bók þinni „Á mannamáli", og sérstaklega gert að umtalsefni misháar refsingar sem liggja við kynferðisbrotum gegn börnum. Þessi umræða er afar áhugaverð og til þess fallin að minna okkur á alvarleika þeirra brota, sem um ræðir. Einnig knýr hún okkur til að líta gagnrýnum augum á refsilöggjöfina og hvort hún endurspegli það gildismat, sem við lýði er í okkar samfélagi. Ég fylgi fordæmi þínu og tek einfalt dæmi. Nauðgunarbrot varða allt að 16 ára fangelsi en í nauðgun felst að maður hefur samræði eða önnur kynferðismök við einstakling með því að beita ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. Hér getur fórnarlamb verknaðarins verið barn eða fullorðinn, en það er virt til refsiþyngingar ef brotaþolinn er ungur að árum. Ef hins vegar er um að ræða sifjaspell, þar sem einstaklingur hefur samræði eða önnur kynferðismök við barn sitt eða annan niðja og beitir ekki ofbeldi, hótun eða annars konar nauðung - þá varðar það fangelsi allt að 8 árum, og allt að 12 árum sé barnið yngra en 16 ára. Nærtækt er að spyrja: Hvers vegna gerir löggjafinn greinarmun á því hvaða aðferð er notuð til að brjóta svo gróflega gegn barni? Því er hámarksrefsingin ekki sú sama, hvort sem um nauðgun er að ræða eða sifjaspell í skilningi hegningarlaganna? Hér mætti með réttu segja að sú misnotkun á trúnaði barns, sem felst í hvers konar kynferðisbroti gegn því, sé alveg jafn alvarleg og sú háttsemi sem áður var lýst, það er ofbeldi, hótun eða annars konar nauðung. Einnig má færa rök fyrir því að hvers konar kynferðisbrot gegn börnum sé fullt eins alvarlegt og nauðgun og því ætti að refsa fyrir öll kynferðisbrot gegn börnum með hámarksrefsingu. Það er fyllilega réttmætt sjónarmið. Lítum þá á hina hliðina. Í refsilöggjöf okkar er almennt gerður greinarmunur á refsihámarki hverju sinni, eftir því um hvaða verknað er að ræða. Við mismunandi brotum liggja misháar refsingar. En vitaskuld verða þær refsingar, sem liggja við verknaði á hverjum tíma, að endurspegla gildismat samfélags okkar. Þar erum við komin að kjarna málsins og því, sem þú vekur svo ágætlega máls á í bók þinni. Kynferðisbrotakafli almennra hegningarlaga var endurskoðaður árið 2007 og voru þá gerðar ýmsar breytingar sem fela í sér auknar refsingar við kynferðisbrotum gegn börnum. Eftir því sem best verður séð af dómaframkvæmd hafa lagabreytingarnar leitt til þyngri refsinga við þessum alvarlegu brotum. Minni greinarmunur er gerður á hinum ýmsu verknuðum - en munurinn er engu að síður til staðar ennþá. Er tilefni til að gera slíkan greinarmun? Er tilefni til að hækka refsingarnar enn frekar? Það er álitaefni sem ég tel fullt tilefni til að verði skoðað, og mun ég beita mér fyrir því á vettvangi ráðuneytisins.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar