OECD: Efnahagsbatinn gengur mishratt fyrir sig 8. apríl 2010 11:07 OECD segir enn of snemmt að fagna endalokum kreppunnar. Efnahags- og framfarastofnunin OECD segir að flest bendi nú til þess að alheimshagkerfið haldi áfram á batavegi en batinn gengur þó mishratt og vel fyrir sig eftir einstökum heimshlutum og ríkjum. Enn er samt of snemmt að fagna fullum bata. Þetta kom fram í ástandsyfirliti sem stofnunin sendi frá sér í gær.Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að samkvæmt yfirlitinu bendir nú flest til þess að stærsti brimskaflinn sé að baki. Fyrir því er fjöldi vísbendinga. Fjármálamarkaðir virðast nú hafa náð viðsnúningi eins og sjá má á þróun á verði hlutabréfa, og aðgangur að láns- og lausafé hefur batnað til muna frá því sem verst var.Einkaneysla hefur aukist í Bandaríkjunum og húsnæðisverð virðist hafa náð viðsnúningi í mörgum ríkjum. Væntingar hafa haldið áfram að vænkast víðast hvar. Atvinnuleysi hefur að öllum líkindum náð hápunkti í flestum aðildarríkjum OECD og í raun hefur atvinnuleysi víða aukist minna en búist var við í fyrstu. OECD lönd hafa notið góðs af viðskiptum við nýmarkaðsríki sem hafa verið í örum vexti á borð við Kína, Indland og Brasilíu. Þetta hefur gert áhrif kreppunnar mýkri en ella. Hagkerfi flestra OECD ríkjanna virðast hafa hrokkið í gang á síðasta ársfjórðungi 2009 að evrusvæðinu undanskildu. OECD spáir því að batinn muni svo hægja á sér á fyrri helmingi þessa árs. Býst stofnunin við að hagvöxtur í Bandaríkjunum verði 2,4% á fyrsta ársfjórðungi þessar árs og 2,3% á öðrum ársfjórðungi. Hagkerfi Japan mun vaxa um 1,1% á fyrsta ársfjórðungi og um 2,3 á öðrum fjórðungi. Í þremur stærstu hagkerfum evrusvæðisins verður 0,9% hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi og 1,9% vöxtur á öðrum fjórðungi.Enn er þó of snemmt að fagna endalokum kreppunnar. Batinn er enn tvísýnn og afar viðkvæmur fyrir öllum breytingum á ytri aðstæðum. Senn líður að úrslitastund en óvíst er hvernig sjúklingnum mun reiða af þegar áhrifin af rándýrum aðgerðapökkum stjórnvalda munu þynnast út.OECD tekur þar með í sama streng og AGS og varar eindregið við því að of harkalega verði farið í að vinda ofan af aðgerðaráætlunum stjórnvalda og seðlabanka. Aðgerðapakkarnir hafa kostað sitt og kreppan skilur ríkisfjármál margra ríkja eftir í djúpum sárum. Þannig hafa opinberar skuldir aukist gríðarlega sem er mikið áhyggjuefni. Til að mynda hafa ríkisfjármál Spánar, Írlands, Kanada, Hollands, Ástralíu, Noregs Danmerkur, Finnlands og Svíþjóðar farið úr afgangi í halla á síðustu tveimur árum. Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Efnahags- og framfarastofnunin OECD segir að flest bendi nú til þess að alheimshagkerfið haldi áfram á batavegi en batinn gengur þó mishratt og vel fyrir sig eftir einstökum heimshlutum og ríkjum. Enn er samt of snemmt að fagna fullum bata. Þetta kom fram í ástandsyfirliti sem stofnunin sendi frá sér í gær.Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að samkvæmt yfirlitinu bendir nú flest til þess að stærsti brimskaflinn sé að baki. Fyrir því er fjöldi vísbendinga. Fjármálamarkaðir virðast nú hafa náð viðsnúningi eins og sjá má á þróun á verði hlutabréfa, og aðgangur að láns- og lausafé hefur batnað til muna frá því sem verst var.Einkaneysla hefur aukist í Bandaríkjunum og húsnæðisverð virðist hafa náð viðsnúningi í mörgum ríkjum. Væntingar hafa haldið áfram að vænkast víðast hvar. Atvinnuleysi hefur að öllum líkindum náð hápunkti í flestum aðildarríkjum OECD og í raun hefur atvinnuleysi víða aukist minna en búist var við í fyrstu. OECD lönd hafa notið góðs af viðskiptum við nýmarkaðsríki sem hafa verið í örum vexti á borð við Kína, Indland og Brasilíu. Þetta hefur gert áhrif kreppunnar mýkri en ella. Hagkerfi flestra OECD ríkjanna virðast hafa hrokkið í gang á síðasta ársfjórðungi 2009 að evrusvæðinu undanskildu. OECD spáir því að batinn muni svo hægja á sér á fyrri helmingi þessa árs. Býst stofnunin við að hagvöxtur í Bandaríkjunum verði 2,4% á fyrsta ársfjórðungi þessar árs og 2,3% á öðrum ársfjórðungi. Hagkerfi Japan mun vaxa um 1,1% á fyrsta ársfjórðungi og um 2,3 á öðrum fjórðungi. Í þremur stærstu hagkerfum evrusvæðisins verður 0,9% hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi og 1,9% vöxtur á öðrum fjórðungi.Enn er þó of snemmt að fagna endalokum kreppunnar. Batinn er enn tvísýnn og afar viðkvæmur fyrir öllum breytingum á ytri aðstæðum. Senn líður að úrslitastund en óvíst er hvernig sjúklingnum mun reiða af þegar áhrifin af rándýrum aðgerðapökkum stjórnvalda munu þynnast út.OECD tekur þar með í sama streng og AGS og varar eindregið við því að of harkalega verði farið í að vinda ofan af aðgerðaráætlunum stjórnvalda og seðlabanka. Aðgerðapakkarnir hafa kostað sitt og kreppan skilur ríkisfjármál margra ríkja eftir í djúpum sárum. Þannig hafa opinberar skuldir aukist gríðarlega sem er mikið áhyggjuefni. Til að mynda hafa ríkisfjármál Spánar, Írlands, Kanada, Hollands, Ástralíu, Noregs Danmerkur, Finnlands og Svíþjóðar farið úr afgangi í halla á síðustu tveimur árum.
Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira