ESB íhugar að leyfa ríkisstyrki til flugfélaga 19. apríl 2010 08:56 Framkvæmdastjórn ESB íhugar nú að líta framhjá regluverki sambandsins um ríkisaðstoð og leyfa ríkisstyrki til flugfélaga. Þetta yrði gert á svipaðan hátt og haustið 2001 þegar miklar truflanir urðu á flugsamgöngum í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar 11. september það ár. Fjallað er um málið í Financial Times. Þar segir að José Manuel Barroso forseti framkvæmdastjórnarinnar hafi skipað óformlega nefnd til að skoða málið. Í henni eiga sæti m.a. Siim Kallas samgöngustjóri, Joaquín Almunia, samkeppnisstjóri og Olli Rehn efnahags- og peningastefnustjóri framkvæmdastjórnarinnar. Barroso segir að öskuskýið frá Eyjafjallajökli hafi skapað ófyrirsjáanlega stöðu í Evrópu og að myndun nefndarinnar sé viðurkenning á þeirri efnahagsógn sem stafar af öskunni. Fram að síðustu helgi hafði framkvæmdastjórnin einbeitt sér að málefnum neytenda og rétti þeirra til bóta vegna afleiðinga hennar, það er að áætlunarflugi hefur verið aflýst í mörgum löndum. Fram kemur í frétt Financial Times að fulltrúar nokkurra flugfélaga, þar á meðal Air France og KLM hafi hitt fulltrúa framkvæmdanefndarinnar um helgina og krafist aðgerða þar sem mörg flugfélög stefni í gjaldþrot ef gosinu í Eyjafjallajökli ljúki ekki á næstu dögum. Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Framkvæmdastjórn ESB íhugar nú að líta framhjá regluverki sambandsins um ríkisaðstoð og leyfa ríkisstyrki til flugfélaga. Þetta yrði gert á svipaðan hátt og haustið 2001 þegar miklar truflanir urðu á flugsamgöngum í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar 11. september það ár. Fjallað er um málið í Financial Times. Þar segir að José Manuel Barroso forseti framkvæmdastjórnarinnar hafi skipað óformlega nefnd til að skoða málið. Í henni eiga sæti m.a. Siim Kallas samgöngustjóri, Joaquín Almunia, samkeppnisstjóri og Olli Rehn efnahags- og peningastefnustjóri framkvæmdastjórnarinnar. Barroso segir að öskuskýið frá Eyjafjallajökli hafi skapað ófyrirsjáanlega stöðu í Evrópu og að myndun nefndarinnar sé viðurkenning á þeirri efnahagsógn sem stafar af öskunni. Fram að síðustu helgi hafði framkvæmdastjórnin einbeitt sér að málefnum neytenda og rétti þeirra til bóta vegna afleiðinga hennar, það er að áætlunarflugi hefur verið aflýst í mörgum löndum. Fram kemur í frétt Financial Times að fulltrúar nokkurra flugfélaga, þar á meðal Air France og KLM hafi hitt fulltrúa framkvæmdanefndarinnar um helgina og krafist aðgerða þar sem mörg flugfélög stefni í gjaldþrot ef gosinu í Eyjafjallajökli ljúki ekki á næstu dögum.
Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent