Chelsea og Arsenal í góðum málum í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2010 20:37 Marouane Chamakh fagnar marki sínu í kvöld. Mynd/AP Ensku liðin Chelsea og Arsenal eru í góðum málum í Meistaradeildinni eftir sigra í kvöld. Real Madrid er einnig með fullt hús eftir tvo leiki þökk sé síðbundu sigurmarki frá Argentínumanninum Ángel Di María. Bastian Schweinsteiger tryggði Bayern Munchen síðan 2-1 útisigur á Basel eftir að þýsku meistararnir lentu undir í leiknum. Chelsea vann 2-0 sigur á frönsku meisturunum í Marseille þar sem bæði mörkin komu á fyrsta hálftímanum. Marseille byrjaði vel á Brúnni en það breyttist allt þegar John Terry kom Chelsea í 1-0 á 7. mínútu. Terry mætti þá á nærstöngina og potaði inn hornspyrnu frá Gaël Kakuta. Nicolas Anelka kom Chelsea í 2-0 með marki úr vítaspyrnu eftir að varnarmaður Marseille handlék boltann í teignum. Spartak Moskva er líka með fullt hús í F-riðli eins og Chelsea eftir 3-0 sigur á Zilina í leik sem fór fram fyrr í dag. Brasilíumennirnir Ari (2 mörk) og Ibson sáu um markaskorunina í leiknum. Arsenal vann góðan 3-1 útisigur á Partizan Belgrad þar sem tvö síðustu mörkin komu eftir að liðið varð manni fleiri inn á vellinum. Markverðir beggja liða vörðu víti í leiknum. Andrei Arshavin kom Arsenal í 1-0 á 14. mínútu eftir skemmtileg þríhyrningaspil við Jack Wilshere en hin ungi Wilshere spilaði Rússan fríann með því að gefa boltann laglega aftur fyrir sig. Arsenal var yfir í 18 mínútur en Denilson fékk þá dæmt á sig klaufalegt víti fyrir hendi og Cleo jafnaði leikinn fyrir af öryggi. Arsenal fékk líka víti á 57. mínútu en Vladimir Stojkovic varði þá frá Arshavin. Marouane Chamakh fiskaði vítið þegar hann slapp einn í gegn en Marko Jovanovic braut á honum og fékk rautt spjald að launum. Marouane Chamakh sá sjálfur um að koma Arsenal í 2-1 þegar hann fylgdi eftir eigin skalla í slánna og Sébastien Squillaci skoraði síðan þriðja markið með skalla eftir sendingu Samir Nasri átta mínútum fyrir leikslok. Lukasz Fabianski fékk aðra tilraun á móti Cleo undir lokin þegar Kieran Gibbs braut af sér innan teigs en nú varði Pólverjinn vítið og er þetta annar leikurinn í röð sem markverðir Arsenal verja víti. Shakhtar Donetsk er líka með fullt hús í H-riðli eins og Arsenal eftir 3-0 útisigur á Braga í Portúgal. Ángel Di María tryggði Real Madrid 1-0 sigur á Auxerre eftir sendingu frá varamanninum Mesut Özil en lærisveinar Jose Mourinho þurftu að bíða í rúmar 80 mínútur eftir markinu. Bastian Schweinsteiger sá til þess að Bayern Munchen vann 2-1 sigur á Basel í Sviss. Alexander Frei kom Basel í 1-0 en Schweinsteiger skroaði tvö mörk í seinni hálfleik. Mounir El Hamdaoui kom Ajax yfir á móti AC Milan en Zlatan Ibrahimovic jafnaði leikinn með sínu fyrsta marki á móti sínu gamla félagi. Fleiri urðu mörkin ekki. Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld E-riðill Basel-Bayern München 1-2 1-0 Alexander Frei (18.), 1-1 Bastian Schweinsteiger, víti (56.), 1-2 Bastian Schweinsteiger(89.) Roma -CFR Cluj 2-1 1-0 Philippe Mexes (69.), 2-0 Marco Borriello (71.), 2-1 Ionut Rada (78.) F-riðill Chelsea-Marseille 2-01-0 John Terry (7.), 2-0 Nicolas Anelka, víti (28.) Spartak Moskva-Zilina 3-0 1-0 Ari (34.), 2-0 Ari (61.), 3-0 Ibson (89.) G-riðill Ajax-AC Milan 1-1 1-0 Mounir El Hamdaoui (23.), 1-1 Zlatan Ibrahimovic (37.) Auxerre-Real Madrid 0-1 0-1 Ángel Di María (81.) H-riðill Partizan-Arsenal 1-3 0-1 Andrei Arshavin (14.), 1-1 Cleo, víti (32.), 1-2 Marouane Chamakh (71.), 1-3 Sébastien Squillaci (82.) Braga-Shakhtar Donetsk 0-3 0-1 Luiz Adriano (56.), 0-2 Luiz Adriano (72.), 0-3 Douglas Costa 890.) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Frá Skagafirði á Akranes Körfubolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Sjá meira
Ensku liðin Chelsea og Arsenal eru í góðum málum í Meistaradeildinni eftir sigra í kvöld. Real Madrid er einnig með fullt hús eftir tvo leiki þökk sé síðbundu sigurmarki frá Argentínumanninum Ángel Di María. Bastian Schweinsteiger tryggði Bayern Munchen síðan 2-1 útisigur á Basel eftir að þýsku meistararnir lentu undir í leiknum. Chelsea vann 2-0 sigur á frönsku meisturunum í Marseille þar sem bæði mörkin komu á fyrsta hálftímanum. Marseille byrjaði vel á Brúnni en það breyttist allt þegar John Terry kom Chelsea í 1-0 á 7. mínútu. Terry mætti þá á nærstöngina og potaði inn hornspyrnu frá Gaël Kakuta. Nicolas Anelka kom Chelsea í 2-0 með marki úr vítaspyrnu eftir að varnarmaður Marseille handlék boltann í teignum. Spartak Moskva er líka með fullt hús í F-riðli eins og Chelsea eftir 3-0 sigur á Zilina í leik sem fór fram fyrr í dag. Brasilíumennirnir Ari (2 mörk) og Ibson sáu um markaskorunina í leiknum. Arsenal vann góðan 3-1 útisigur á Partizan Belgrad þar sem tvö síðustu mörkin komu eftir að liðið varð manni fleiri inn á vellinum. Markverðir beggja liða vörðu víti í leiknum. Andrei Arshavin kom Arsenal í 1-0 á 14. mínútu eftir skemmtileg þríhyrningaspil við Jack Wilshere en hin ungi Wilshere spilaði Rússan fríann með því að gefa boltann laglega aftur fyrir sig. Arsenal var yfir í 18 mínútur en Denilson fékk þá dæmt á sig klaufalegt víti fyrir hendi og Cleo jafnaði leikinn fyrir af öryggi. Arsenal fékk líka víti á 57. mínútu en Vladimir Stojkovic varði þá frá Arshavin. Marouane Chamakh fiskaði vítið þegar hann slapp einn í gegn en Marko Jovanovic braut á honum og fékk rautt spjald að launum. Marouane Chamakh sá sjálfur um að koma Arsenal í 2-1 þegar hann fylgdi eftir eigin skalla í slánna og Sébastien Squillaci skoraði síðan þriðja markið með skalla eftir sendingu Samir Nasri átta mínútum fyrir leikslok. Lukasz Fabianski fékk aðra tilraun á móti Cleo undir lokin þegar Kieran Gibbs braut af sér innan teigs en nú varði Pólverjinn vítið og er þetta annar leikurinn í röð sem markverðir Arsenal verja víti. Shakhtar Donetsk er líka með fullt hús í H-riðli eins og Arsenal eftir 3-0 útisigur á Braga í Portúgal. Ángel Di María tryggði Real Madrid 1-0 sigur á Auxerre eftir sendingu frá varamanninum Mesut Özil en lærisveinar Jose Mourinho þurftu að bíða í rúmar 80 mínútur eftir markinu. Bastian Schweinsteiger sá til þess að Bayern Munchen vann 2-1 sigur á Basel í Sviss. Alexander Frei kom Basel í 1-0 en Schweinsteiger skroaði tvö mörk í seinni hálfleik. Mounir El Hamdaoui kom Ajax yfir á móti AC Milan en Zlatan Ibrahimovic jafnaði leikinn með sínu fyrsta marki á móti sínu gamla félagi. Fleiri urðu mörkin ekki. Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld E-riðill Basel-Bayern München 1-2 1-0 Alexander Frei (18.), 1-1 Bastian Schweinsteiger, víti (56.), 1-2 Bastian Schweinsteiger(89.) Roma -CFR Cluj 2-1 1-0 Philippe Mexes (69.), 2-0 Marco Borriello (71.), 2-1 Ionut Rada (78.) F-riðill Chelsea-Marseille 2-01-0 John Terry (7.), 2-0 Nicolas Anelka, víti (28.) Spartak Moskva-Zilina 3-0 1-0 Ari (34.), 2-0 Ari (61.), 3-0 Ibson (89.) G-riðill Ajax-AC Milan 1-1 1-0 Mounir El Hamdaoui (23.), 1-1 Zlatan Ibrahimovic (37.) Auxerre-Real Madrid 0-1 0-1 Ángel Di María (81.) H-riðill Partizan-Arsenal 1-3 0-1 Andrei Arshavin (14.), 1-1 Cleo, víti (32.), 1-2 Marouane Chamakh (71.), 1-3 Sébastien Squillaci (82.) Braga-Shakhtar Donetsk 0-3 0-1 Luiz Adriano (56.), 0-2 Luiz Adriano (72.), 0-3 Douglas Costa 890.)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Frá Skagafirði á Akranes Körfubolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Sjá meira