Aðstæður gjörbreyttar 20. maí 2010 05:00 Katrín Júlíusdóttir „Í nóvember var ferðaþjónusta í blóma, náttúra vinveitt og krónan veik. Nú blasir við breytt mynd og blæs á móti,“ sagði Katrín Júlíusdóttir, ráðherra ferðamála, á fundi Icelandair í gærmorgun. Hún taldi sig vita að vonir aðstandenda fundarins hafi staðið til þess að þegar að honum kæmi yrði eldgosið í Eyjafjallajökli yfirstaðið eða í rénun. Katrín sagði öskuskýið sem fylgdi eldgosinu í Eyjafjallajökli og röskun sem það hafði í för með sér á flugi hafa komið á óvart, jafnt sérfræðingum á sviði jarðvísinda sem öðrum. „Næstu mánuði verður það viðfangsefni stjórnvalda, vísindamanna og stofnana að draga lærdóm af þessari stöðu og við Íslendingar munum að sjálfsögðu taka fullan þátt í því starfi. Við þurfum betri mælingar, vísindalegan grunn undir aðferðafræði við hættumat, markvissari viðbragðsáætlanir og mun ríkara alþjóðlegt samstarf í þessum efnum,“ sagði hún. Ráðherra sagði ýmsan lærdóm mega draga af nýliðnum atburðum, svo sem í því hvernig taka ætti á móti alþjóðlegum fréttastofum þegar hér verða náttúruhamfarir. „Þær byrja á því að senda hamfarafréttamenn sína og ljóst að við vorum að lenda nokkuð hressilega í þeim,“ sagði hún og taldi umfjöllunina hafa verið nokkuð neikvæða framan af. Það væri óþarfi enda væri hér öryggi ferðamanna tryggt og allar grunnstoðir í lagi þótt gjósi. Til stóð að kynna í gær á sérstökum fundi markaðsátak í ferðaþjónustu vegna áhrifa eldsumbrotanna í Eyjafjallajökli, en því var frestað um tvo daga. Á fundi Icelandair í gær sagði Katrín mikilvægt að nýta markaðsátakið til að snúa vörn í sókn og gera veikleika að styrkleikum. „Við megum ekki gleyma því að við erum þrátt fyrir allt stolt af okkar óstýrilátu náttúruöflum.“ - óká Alþingi Fréttir Innlent Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
„Í nóvember var ferðaþjónusta í blóma, náttúra vinveitt og krónan veik. Nú blasir við breytt mynd og blæs á móti,“ sagði Katrín Júlíusdóttir, ráðherra ferðamála, á fundi Icelandair í gærmorgun. Hún taldi sig vita að vonir aðstandenda fundarins hafi staðið til þess að þegar að honum kæmi yrði eldgosið í Eyjafjallajökli yfirstaðið eða í rénun. Katrín sagði öskuskýið sem fylgdi eldgosinu í Eyjafjallajökli og röskun sem það hafði í för með sér á flugi hafa komið á óvart, jafnt sérfræðingum á sviði jarðvísinda sem öðrum. „Næstu mánuði verður það viðfangsefni stjórnvalda, vísindamanna og stofnana að draga lærdóm af þessari stöðu og við Íslendingar munum að sjálfsögðu taka fullan þátt í því starfi. Við þurfum betri mælingar, vísindalegan grunn undir aðferðafræði við hættumat, markvissari viðbragðsáætlanir og mun ríkara alþjóðlegt samstarf í þessum efnum,“ sagði hún. Ráðherra sagði ýmsan lærdóm mega draga af nýliðnum atburðum, svo sem í því hvernig taka ætti á móti alþjóðlegum fréttastofum þegar hér verða náttúruhamfarir. „Þær byrja á því að senda hamfarafréttamenn sína og ljóst að við vorum að lenda nokkuð hressilega í þeim,“ sagði hún og taldi umfjöllunina hafa verið nokkuð neikvæða framan af. Það væri óþarfi enda væri hér öryggi ferðamanna tryggt og allar grunnstoðir í lagi þótt gjósi. Til stóð að kynna í gær á sérstökum fundi markaðsátak í ferðaþjónustu vegna áhrifa eldsumbrotanna í Eyjafjallajökli, en því var frestað um tvo daga. Á fundi Icelandair í gær sagði Katrín mikilvægt að nýta markaðsátakið til að snúa vörn í sókn og gera veikleika að styrkleikum. „Við megum ekki gleyma því að við erum þrátt fyrir allt stolt af okkar óstýrilátu náttúruöflum.“ - óká
Alþingi Fréttir Innlent Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira