Innlent

Eyjafjallajökull bólgnar enn út

Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur.
Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur. Mynd/Stefán Karlsson
Kvika streymir enn inn undir Eyjafjallajökul og fjallið bólgnar enn út. Eldfjallafræðingur telur að gosið muni standa í einhverjar vikur.

Hópur jarðvísindamanna frá Háskóla Íslands fór inn að rótum eldfjallsins í dag til að taka gögn af mælitækjum sem sett voru upp fyrir gosið. Mælingar benda til þess að Eyjafjallajökull sé enn að þenjast út sem segir þá sögðu að kvika sé að streyma inn í eldstöðuna þrátt fyrir að gos sé hafið.

„Samkvæmt þessum gps-mælingum þá er fjallið ennþá að tútna út. Aðalályktunin sem er hægt að draga af því er að gosið getur dregist á langinn," segir Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur.

Hraunið rennur niður Hrunagil á Goðalandi. Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur, telur að hraunið í Eyjafjallajökli skylt hrauninu sem kom upp í Vestmannaeyjargosinu árið 1973. Hann telur ólíklegt að gosið vaxi mikið úr þessu en standi í einhverjar vikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×