Tengsl gosa í Eyjafjallajökli við Kötlugos 22. mars 2010 04:30 Ari Trausti Guðmundsson „Það hefur ekki gosið á Fimmvörðuhálsi í fleiri þúsund ár, og ekki hægt að skýra af hverju gýs þarna núna en ekki beint þaðan sem kvikan safnast saman undir háfjallinu,“ segir Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. „Það eru gossprungur bæði vestan og austan úr Eyjafjallajökli, fyrir ofan Seljalandsfoss og þar sem gýs núna. Fjallið er jú um 700 þúsund ára gamalt þannig að gríðarlegur fjöldi gosa hefur komið upp á svæðinu. Bæði í háfjallinu og sprungunum í hlíðum þess.“ Að minnsta kosti þrjár gossprungur liggja um Fimmvörðuháls, en sú sem nú gýs liggur öðruvísi en hinar tvær. Ari segir að um hreint hraungos sé að ræða. Það geti hins vegar breyst ef gosið færist undir jökulhettuna til vesturs. Þá breytist gosið í gjóskugos með vatnsflóði. Eins segir gossaga Eyjafjallajökuls að gosið geti staðið lengi. Ari segir að gossagan sýni jafnframt tengsl á milli gosa í Eyjafjallajökli og Kötlu. „Eyjafjallajökull gýs sjaldan en Katla oft. Á sögulegum tíma höfum við tvö dæmi þess að Katla rumskar um leið og eldgosi lýkur. Kannski verður þetta með svipuðum hætti núna en það er aldrei hægt að ráða í hegðun eldfjalla. Ástæðan fyrir þessu liggur ekki fyrir og hefur lítið forspárgildi,“ segir Ari. Sú kenning hefur verið sett fram að ástæða þess að Katla hefur ekki gosið af krafti í tæpa öld sé sú að gosið hafi í Surtsey og Vestmanneyjum. „Mér finnst sú kenning langsótt. Hlé á milli gosa í eldstöðvum eru breytileg og er nærtækt að skoða gossögu Heklu í því samhengi.“- shá Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
„Það hefur ekki gosið á Fimmvörðuhálsi í fleiri þúsund ár, og ekki hægt að skýra af hverju gýs þarna núna en ekki beint þaðan sem kvikan safnast saman undir háfjallinu,“ segir Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. „Það eru gossprungur bæði vestan og austan úr Eyjafjallajökli, fyrir ofan Seljalandsfoss og þar sem gýs núna. Fjallið er jú um 700 þúsund ára gamalt þannig að gríðarlegur fjöldi gosa hefur komið upp á svæðinu. Bæði í háfjallinu og sprungunum í hlíðum þess.“ Að minnsta kosti þrjár gossprungur liggja um Fimmvörðuháls, en sú sem nú gýs liggur öðruvísi en hinar tvær. Ari segir að um hreint hraungos sé að ræða. Það geti hins vegar breyst ef gosið færist undir jökulhettuna til vesturs. Þá breytist gosið í gjóskugos með vatnsflóði. Eins segir gossaga Eyjafjallajökuls að gosið geti staðið lengi. Ari segir að gossagan sýni jafnframt tengsl á milli gosa í Eyjafjallajökli og Kötlu. „Eyjafjallajökull gýs sjaldan en Katla oft. Á sögulegum tíma höfum við tvö dæmi þess að Katla rumskar um leið og eldgosi lýkur. Kannski verður þetta með svipuðum hætti núna en það er aldrei hægt að ráða í hegðun eldfjalla. Ástæðan fyrir þessu liggur ekki fyrir og hefur lítið forspárgildi,“ segir Ari. Sú kenning hefur verið sett fram að ástæða þess að Katla hefur ekki gosið af krafti í tæpa öld sé sú að gosið hafi í Surtsey og Vestmanneyjum. „Mér finnst sú kenning langsótt. Hlé á milli gosa í eldstöðvum eru breytileg og er nærtækt að skoða gossögu Heklu í því samhengi.“- shá
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“