Sölvi Geir: Fæ vonandi prósentur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. ágúst 2010 22:11 Sölvi skorar markið mikilvæga í kvöld. Nordic Photos / Getty Images „Þetta var mögnuð upplifun og afar sætt," sagði Sölvi Geir Ottesen, hetja FC Kaupmannahafnar, eftir að liðið tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Sölvi skoraði eina markið í 1-0 sigri FCK á norska liðinu Rosenborg í síðari viðureign liðanna í umspili um sæti í riðlakeppninni. Samanlögð úrslit voru 2-2 en FCK komst áfram á útivallarmarki. „Það var gríðarlega mikið undir í þessum leik en við hefðum átt að klára hann í fyrri hálfleik. Þá átti við að ég held sautján skot að marki. Við hreinlega völtuðum yfir þá en við vorum klaufar að nýta ekki færin," sagði Sölvi við Vísi. „Þeir tjölduðu svo öllu til í síðari hálfleik og áttu eitt skot í slána. En við héldum núllinu og gríðarlega mikill léttir og fögnuður í leikslok." Hann segir ávallt gaman að skora en þetta var reyndar hans fyrsta mark fyrir félagið síðan kom til þess fyrr á árinu. „Það er ekki verra fyrst markið reyndist svona dýrmætt. Mér skilst að félagið fái 150 milljónir danskra króna (rúmir þrír milljarðar króna) fyrir að komast áfram. Það væri svo sem ekki verra að fá einhverjar prósentur af þessu," sagði hann og hló. „En aðalmálið er að við erum komnir áfram og við erum gríðarlega stoltir af því og hlökkum til." Dregið verður í riðlakeppnina á morgun og viðbúið að FCK mæti þar stórliði. „Við viljum samt gera góða hluti í riðlinum og þess vegna komast áfram. Það væri því ágætt að fá eitt gott lið og taka svo bara annað sætið. Það eru spennandi tímar framundan og það ríkir mikil tilhlökkun." Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Sjá meira
„Þetta var mögnuð upplifun og afar sætt," sagði Sölvi Geir Ottesen, hetja FC Kaupmannahafnar, eftir að liðið tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Sölvi skoraði eina markið í 1-0 sigri FCK á norska liðinu Rosenborg í síðari viðureign liðanna í umspili um sæti í riðlakeppninni. Samanlögð úrslit voru 2-2 en FCK komst áfram á útivallarmarki. „Það var gríðarlega mikið undir í þessum leik en við hefðum átt að klára hann í fyrri hálfleik. Þá átti við að ég held sautján skot að marki. Við hreinlega völtuðum yfir þá en við vorum klaufar að nýta ekki færin," sagði Sölvi við Vísi. „Þeir tjölduðu svo öllu til í síðari hálfleik og áttu eitt skot í slána. En við héldum núllinu og gríðarlega mikill léttir og fögnuður í leikslok." Hann segir ávallt gaman að skora en þetta var reyndar hans fyrsta mark fyrir félagið síðan kom til þess fyrr á árinu. „Það er ekki verra fyrst markið reyndist svona dýrmætt. Mér skilst að félagið fái 150 milljónir danskra króna (rúmir þrír milljarðar króna) fyrir að komast áfram. Það væri svo sem ekki verra að fá einhverjar prósentur af þessu," sagði hann og hló. „En aðalmálið er að við erum komnir áfram og við erum gríðarlega stoltir af því og hlökkum til." Dregið verður í riðlakeppnina á morgun og viðbúið að FCK mæti þar stórliði. „Við viljum samt gera góða hluti í riðlinum og þess vegna komast áfram. Það væri því ágætt að fá eitt gott lið og taka svo bara annað sætið. Það eru spennandi tímar framundan og það ríkir mikil tilhlökkun."
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Sjá meira