Ögmundur vill skoða niðurstöðuna betur Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. desember 2010 21:22 Ögmundur Jónasson var óánægður með fyrri samning um Icesave. Mynd/ Anton. „Áður en við gleypum þetta og samþykkjum, þá þurfum við að skoða niðurstöðuna vel. En þetta er mikill og góður árangur og mjög langt frá þeirri niðurstöðu sem við stóðum frammi fyrir," segir Ögmundur Jónasson, ráðherra og þingmaður VG, um nýjan Icesave samning. Ögmundur var einn þeirra stjórnarþingmanna sem lagðist gegn Icesavesamningunum fyrir rúmu ári síðan og galt fyrir það með ráðherraembætti sínu. „Ég gekk út úr ríkisstjórn vegna þess að mér var sagt að ef ég ekki samþykkti þá niðurstöðu sem fyrir lá haustið 2009 myndi stjórnin springa og hún myndi fara frá. Ég hafði engan áhuga á því að sprengja ríkisstjórnina en ekki heldur vildi ég gefa mig í þessu máli," segir Ögmundur í samtali við Vísi. Hann telur að það hafi komið á daginn, það sem hann taldi þá, að hægt væri að fá betri niðurstöðu en þá var talið. „Þetta er ævintýralega miklu betri niðurstaða en sú sem að við stóðum frammi fyrir haustið 2009 og sem þjóðin síðan hafnaði í þjóðaratkvæðagreiðslu. Því er ekkert saman að jafna og munar gríðarlegum upphæðum," segir Ögmundur. Ögmundur segir að þetta skipti ekki bara máli fyrir framtíð þjóðarbúsins heldur velferðarsamfélags á Íslandi. „Ég hef oft furðað mig á því hvað margir virðast glámskyggnir á það sem mér hefur allavega þótt vera augljóst, að þessar upphæðir telja allar. Þetta eru alvöru krónur og aurar og þegar að þær eru teknar frá okkur að þá þýða þær niðurskurð í velferðarþjónustu og menntastofnunum. Þar á meðal er Háskóli Íslands sem á ýmsa fræðimenn sem hafa gert lítið úr þessum skuldbindingum, segir Ögmundur. Icesave Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Áður en við gleypum þetta og samþykkjum, þá þurfum við að skoða niðurstöðuna vel. En þetta er mikill og góður árangur og mjög langt frá þeirri niðurstöðu sem við stóðum frammi fyrir," segir Ögmundur Jónasson, ráðherra og þingmaður VG, um nýjan Icesave samning. Ögmundur var einn þeirra stjórnarþingmanna sem lagðist gegn Icesavesamningunum fyrir rúmu ári síðan og galt fyrir það með ráðherraembætti sínu. „Ég gekk út úr ríkisstjórn vegna þess að mér var sagt að ef ég ekki samþykkti þá niðurstöðu sem fyrir lá haustið 2009 myndi stjórnin springa og hún myndi fara frá. Ég hafði engan áhuga á því að sprengja ríkisstjórnina en ekki heldur vildi ég gefa mig í þessu máli," segir Ögmundur í samtali við Vísi. Hann telur að það hafi komið á daginn, það sem hann taldi þá, að hægt væri að fá betri niðurstöðu en þá var talið. „Þetta er ævintýralega miklu betri niðurstaða en sú sem að við stóðum frammi fyrir haustið 2009 og sem þjóðin síðan hafnaði í þjóðaratkvæðagreiðslu. Því er ekkert saman að jafna og munar gríðarlegum upphæðum," segir Ögmundur. Ögmundur segir að þetta skipti ekki bara máli fyrir framtíð þjóðarbúsins heldur velferðarsamfélags á Íslandi. „Ég hef oft furðað mig á því hvað margir virðast glámskyggnir á það sem mér hefur allavega þótt vera augljóst, að þessar upphæðir telja allar. Þetta eru alvöru krónur og aurar og þegar að þær eru teknar frá okkur að þá þýða þær niðurskurð í velferðarþjónustu og menntastofnunum. Þar á meðal er Háskóli Íslands sem á ýmsa fræðimenn sem hafa gert lítið úr þessum skuldbindingum, segir Ögmundur.
Icesave Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira