Erlent

Öskulag sest á bíla í Danmörku

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Leif Meldgaard fann öskulag á bílnum sínum. Myndin er frá honum komin.
Leif Meldgaard fann öskulag á bílnum sínum. Myndin er frá honum komin.
Öskulag hefur lagst á bíla á vesturhluta Jótlands í Danmörku, samkvæmt frétt Jyllands Posten. Á vefútgáfu blaðsins segir að burtséð frá þeirri röskun sem hafi orðið á flugi ætti það að vera ómögulegt að Danir upplifi öskufall frá gosinu í Eyjafjallajökli. Þetta hafi nú samt gerst.

„Ég hafði lesið mér til um að maður gæti ekki orðið var við öskuna hér í Danmörku. En þegar ég ætlaði til vinnu í morgun lá þunnt lag af ösku á bílnum hjá mér," segir Leif Meldgaard í samtali við jp.dk. Hann segist hafa safnað saman öskunni og hún hafi litið mjög skringilega út.

Meldgaard segist einnig hafa tekið eftir ösku á bílum hjá nágrönnum sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×