Jóhanna Sigurðardóttir: Róttækar stjórnsýsluumbætur Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 9. apríl 2010 06:00 Hrun bankakerfisins hefur kallað á grundvallarendurskoðun fjölmargra þátta í samfélagi okkar. Bankarnir brugðust, stjórnkerfið brást, stjórnmálin brugðust, eftirlitskerfið brást, fjölmiðlarnir brugðust, hugmyndakerfi hins frjálsa markaðar brást og á okkur öllum hvílir sú skylda að búa svo um hnúta við endurreisnina að slíkt gerist ekki aftur. Frá því að ný ríkisstjórn tók við í febrúar 2009 hefur markvisst verið unnið að endurbótum á lagaumhverfi og vinnubrögðum í gangvirki samfélagsins, hvort sem litið er til ráðuneyta, eftirlitsstofnana, fyrirtækja, fjármálastofnana, fjölmiðla, stjórnmálaflokka eða stjórnskipunarinnar í heild. Hér verða reifaðar helstu úrbætur sem þegar hefur verið hrundið í framkvæmd og aðrar sem unnið er að á vettvangi forsætisráðuneytisins. Þær breytingar sem gerðar hafa verið miða allar að því að gera umhverfi stjórnmálanna og stjórnsýslunnar lýðræðislegra, skilvirkara og traustara ekki síst með því að auka gagnsæi, aðgengi og áhrif almennings. Forsætisráðuneytið hefur verið endurskipulagt í því skyni að skerpa á forystu- og stefnumótunarhlutverki þess. Settar hafa verið á fót fastar ráðherranefndir á sviði efnahagsmála, ríkisfjármála, Evrópumála og jafnréttismála sem hittast reglulega og tryggja samráð og formleg vinnubrögð. Verkaskiptingu ráðuneyta hefur verið breytt og ráðuneyti efnahagsmála stofnað. Frekari breytingar á ráðuneytum og stofnunum eru í farvegi og hafa það að markmiði að efla stjórnsýsluna og gera hana skilvirkari og einfaldari og um leið hagkvæmari. Unnið er að því að bæta starfshætti ríkisstjórnarinnar og ráðherranefnda enn frekar í því skyni að efla samstarf og samráð innan Stjórnarráðsins sem og að því að breyta innra skipulagi ráðuneyta innan Stjórnarráðsins, stöðu embættismanna og annarra starfsmanna og pólitískra aðstoðarmanna ráðherra. Þá eru til umfjöllunar niðurstöður nefndar sem fjallaði undir forystu Páls Hreinssonar um starfsskilyrði stjórnvalda og eftirlit með starfsemi þeirra og réttarbrotum í stjórnsýslunni sem skipuð var í samræmi við ályktun Alþingis frá 2. júní 1998. Svo virðist sem ekki hafi verið unnið með tillögur nefndarinnar fyrr en nú ellefu árum eftir að nefndin skilaði forsætisráðuneytinu niðurstöðum sínum. Starfshópur um endurskoðun upplýsingalaga er nú að ljúka störfum. Hann fjallar m.a. um hvort möguleiki sé á því að víkka út gildissvið upplýsingalaganna og rýmka aðgengi almennings að upplýsingum í fórum stjórnvalda. Lagt hefur verið fram á Alþingi frumvarp til laga um siðareglur fyrir embættismenn og aðra starfsmenn innan stjórnsýslunnar. Megintilgangur frumvarpsins er að skapa lagalega umgjörð um siðareglur fyrir stjórnsýslu ríkisins og störf ráðherra. Er það í fyrsta sinn sem kveðið er á um setningu slíkra reglna hér á landi. Frumvarp til laga um þjóðaratkvæðagreiðslur hefur verið lagt fram á Alþingi. Frumvarp til laga um stjórnlagaþing hefur verið lagt fram á Alþingi. Samþykktar voru breytingar á lögum um stjórnmálasamtök og frambjóðendur, ekki síst vegna áranna 2002-2006, og nú liggur fyrir nýtt lagafrumvarp sem kynnt verður í ríkisstjórn í dag um enn frekari upplýsingaskyldu þessara aðila auk frambjóðenda til embættis forseta Íslands. Samþykktar hafa verið reglur um skráningu hagsmunatengsla ráðherra. Frumvarp til laga um breyting á lögum um opinberar eftirlitsreglur verður lagt fram á næstu dögum með það að markmiði að bæta vinnubrögð við undirbúning lagasetningar. Frumvarp til laga um persónukjör hefur verið lagt fram á Alþingi. Þá hef ég skipað nefnd undir forystu Gunnars Helga Kristinssonar sem skal taka skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis til ítarlegrar umfjöllunar og meta þau atriði sem beinast kunna sérstaklega að stjórnsýslunni og starfsháttum Stjórnarráðsins. Hér hafa aðeins verið raktar ýmsar úrbætur sem unnið hefur verið að innan forsætisráðuneytisins á liðnu ári til að tryggja lýðræðislegra og traustara gangvirki samfélagsins en það sem leiddi til hruns. Í annarri grein sem birt verður í Fréttablaðinu á morgun verða reifaðar helstu úrbætur sem unnið hefur verið að í öðrum ráðuneytum innan Stjórnarráðsins í sama tilgangi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Hrun bankakerfisins hefur kallað á grundvallarendurskoðun fjölmargra þátta í samfélagi okkar. Bankarnir brugðust, stjórnkerfið brást, stjórnmálin brugðust, eftirlitskerfið brást, fjölmiðlarnir brugðust, hugmyndakerfi hins frjálsa markaðar brást og á okkur öllum hvílir sú skylda að búa svo um hnúta við endurreisnina að slíkt gerist ekki aftur. Frá því að ný ríkisstjórn tók við í febrúar 2009 hefur markvisst verið unnið að endurbótum á lagaumhverfi og vinnubrögðum í gangvirki samfélagsins, hvort sem litið er til ráðuneyta, eftirlitsstofnana, fyrirtækja, fjármálastofnana, fjölmiðla, stjórnmálaflokka eða stjórnskipunarinnar í heild. Hér verða reifaðar helstu úrbætur sem þegar hefur verið hrundið í framkvæmd og aðrar sem unnið er að á vettvangi forsætisráðuneytisins. Þær breytingar sem gerðar hafa verið miða allar að því að gera umhverfi stjórnmálanna og stjórnsýslunnar lýðræðislegra, skilvirkara og traustara ekki síst með því að auka gagnsæi, aðgengi og áhrif almennings. Forsætisráðuneytið hefur verið endurskipulagt í því skyni að skerpa á forystu- og stefnumótunarhlutverki þess. Settar hafa verið á fót fastar ráðherranefndir á sviði efnahagsmála, ríkisfjármála, Evrópumála og jafnréttismála sem hittast reglulega og tryggja samráð og formleg vinnubrögð. Verkaskiptingu ráðuneyta hefur verið breytt og ráðuneyti efnahagsmála stofnað. Frekari breytingar á ráðuneytum og stofnunum eru í farvegi og hafa það að markmiði að efla stjórnsýsluna og gera hana skilvirkari og einfaldari og um leið hagkvæmari. Unnið er að því að bæta starfshætti ríkisstjórnarinnar og ráðherranefnda enn frekar í því skyni að efla samstarf og samráð innan Stjórnarráðsins sem og að því að breyta innra skipulagi ráðuneyta innan Stjórnarráðsins, stöðu embættismanna og annarra starfsmanna og pólitískra aðstoðarmanna ráðherra. Þá eru til umfjöllunar niðurstöður nefndar sem fjallaði undir forystu Páls Hreinssonar um starfsskilyrði stjórnvalda og eftirlit með starfsemi þeirra og réttarbrotum í stjórnsýslunni sem skipuð var í samræmi við ályktun Alþingis frá 2. júní 1998. Svo virðist sem ekki hafi verið unnið með tillögur nefndarinnar fyrr en nú ellefu árum eftir að nefndin skilaði forsætisráðuneytinu niðurstöðum sínum. Starfshópur um endurskoðun upplýsingalaga er nú að ljúka störfum. Hann fjallar m.a. um hvort möguleiki sé á því að víkka út gildissvið upplýsingalaganna og rýmka aðgengi almennings að upplýsingum í fórum stjórnvalda. Lagt hefur verið fram á Alþingi frumvarp til laga um siðareglur fyrir embættismenn og aðra starfsmenn innan stjórnsýslunnar. Megintilgangur frumvarpsins er að skapa lagalega umgjörð um siðareglur fyrir stjórnsýslu ríkisins og störf ráðherra. Er það í fyrsta sinn sem kveðið er á um setningu slíkra reglna hér á landi. Frumvarp til laga um þjóðaratkvæðagreiðslur hefur verið lagt fram á Alþingi. Frumvarp til laga um stjórnlagaþing hefur verið lagt fram á Alþingi. Samþykktar voru breytingar á lögum um stjórnmálasamtök og frambjóðendur, ekki síst vegna áranna 2002-2006, og nú liggur fyrir nýtt lagafrumvarp sem kynnt verður í ríkisstjórn í dag um enn frekari upplýsingaskyldu þessara aðila auk frambjóðenda til embættis forseta Íslands. Samþykktar hafa verið reglur um skráningu hagsmunatengsla ráðherra. Frumvarp til laga um breyting á lögum um opinberar eftirlitsreglur verður lagt fram á næstu dögum með það að markmiði að bæta vinnubrögð við undirbúning lagasetningar. Frumvarp til laga um persónukjör hefur verið lagt fram á Alþingi. Þá hef ég skipað nefnd undir forystu Gunnars Helga Kristinssonar sem skal taka skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis til ítarlegrar umfjöllunar og meta þau atriði sem beinast kunna sérstaklega að stjórnsýslunni og starfsháttum Stjórnarráðsins. Hér hafa aðeins verið raktar ýmsar úrbætur sem unnið hefur verið að innan forsætisráðuneytisins á liðnu ári til að tryggja lýðræðislegra og traustara gangvirki samfélagsins en það sem leiddi til hruns. Í annarri grein sem birt verður í Fréttablaðinu á morgun verða reifaðar helstu úrbætur sem unnið hefur verið að í öðrum ráðuneytum innan Stjórnarráðsins í sama tilgangi.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun