Sláturbóla herjar á starfsfólk sláturhúsa 22. október 2010 03:45 Sláturbóla Þannig getur sláturbólan litið út. Byrjar sem blaðra en breytist í sár, sem síðan grær. Þetta er veirusýking sem berst í menn úr sláturfé, en smitast ekki á milli manna.mYND gETTY Óvenjumikið hefur verið um það í haust að starfsfólk í sláturhúsum leiti læknis vegna veirusýkingar, sem nefnist sláturbóla. Þetta segir Arnar Þór Guðmundsson, yfirlæknir á heilsugæslunni á Selfossi. „Sláturbólan tengist sauðkindum og vinnu í sláturhúsum,“ segir Arnar. „Þessi veira er í kindunum og fólk fær þetta þegar það vinnur með dauðar skepnur. Veiran er í vessum innan í kindinni.“ Arnar segir að þessi veirusýking valdi blöðrum eða sárum, einkum á höndum en geti einnig komið annars staðar á líkama. Oft verði af þessu sársaukafull útbrot. Sýkingin gangi yfir á fjórum til sex vikum. „Þar sem um veirusýkingu er að ræða er ekki mikil meðferð til við henni, þótt menn hafi verið að prófa sig áfram með ákveðin sýklalyf,“ útskýrir Arnar. „Sé sárinu sinnt þá grær þetta af sjálfu sér. Hins vegar sýnir reynslan okkur, sem höfum verið að vinna við þetta hér, að sé notað eitt ákveðið sýklalyf virðist það hjálpa þannig að sárið grói hraðar. Þá þarf að meta hvert tilvik fyrir sig. Það er erfitt að segja til um hvers vegna þetta sýklalyf virðist hraða batanum því það er ekki beinlínis rökrétt miðað við að við vitum að lyfið sjálft vinnur ekki á þessari tilteknu veiru, en virðist þó getað hraðað batanum.“ Arnar segir að fólk sem vinni í sláturhúsum þekki sláturbóluna vel og kunni að bregðast við henni með umbúnaði. „Aðalvandamálið væri ef bakteríusýking kæmist ofan í blöðru, sem gerist stundum. Þá þarf að meðhöndla það og halda fólki frá vinnu meðan ígerð er í sárinu. Það þarf stundum að halda fólki frá vinnu eingöngu út af sláturbólunni en sé hún ekki mjög slæm og búið vel um hana, þá getur viðkomandi unnið.“ Arnar undirstrikar að sláturbólan sé ekki hættuleg, smitist ekki milli manna og fari ekki í nautgripi. Möguleiki sé á vægum hita hjá þeim sem fær hana. Einungis sé um að ræða snertismit. jss@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Óvenjumikið hefur verið um það í haust að starfsfólk í sláturhúsum leiti læknis vegna veirusýkingar, sem nefnist sláturbóla. Þetta segir Arnar Þór Guðmundsson, yfirlæknir á heilsugæslunni á Selfossi. „Sláturbólan tengist sauðkindum og vinnu í sláturhúsum,“ segir Arnar. „Þessi veira er í kindunum og fólk fær þetta þegar það vinnur með dauðar skepnur. Veiran er í vessum innan í kindinni.“ Arnar segir að þessi veirusýking valdi blöðrum eða sárum, einkum á höndum en geti einnig komið annars staðar á líkama. Oft verði af þessu sársaukafull útbrot. Sýkingin gangi yfir á fjórum til sex vikum. „Þar sem um veirusýkingu er að ræða er ekki mikil meðferð til við henni, þótt menn hafi verið að prófa sig áfram með ákveðin sýklalyf,“ útskýrir Arnar. „Sé sárinu sinnt þá grær þetta af sjálfu sér. Hins vegar sýnir reynslan okkur, sem höfum verið að vinna við þetta hér, að sé notað eitt ákveðið sýklalyf virðist það hjálpa þannig að sárið grói hraðar. Þá þarf að meta hvert tilvik fyrir sig. Það er erfitt að segja til um hvers vegna þetta sýklalyf virðist hraða batanum því það er ekki beinlínis rökrétt miðað við að við vitum að lyfið sjálft vinnur ekki á þessari tilteknu veiru, en virðist þó getað hraðað batanum.“ Arnar segir að fólk sem vinni í sláturhúsum þekki sláturbóluna vel og kunni að bregðast við henni með umbúnaði. „Aðalvandamálið væri ef bakteríusýking kæmist ofan í blöðru, sem gerist stundum. Þá þarf að meðhöndla það og halda fólki frá vinnu meðan ígerð er í sárinu. Það þarf stundum að halda fólki frá vinnu eingöngu út af sláturbólunni en sé hún ekki mjög slæm og búið vel um hana, þá getur viðkomandi unnið.“ Arnar undirstrikar að sláturbólan sé ekki hættuleg, smitist ekki milli manna og fari ekki í nautgripi. Möguleiki sé á vægum hita hjá þeim sem fær hana. Einungis sé um að ræða snertismit. jss@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira