Innlent

Engar fregnir hafa borist af öskufalli

Mynd/Vilhelm Gunnarsson

Gosið í Eyjafjallajökli er enn í gangi en heldur minni drunur heyrðust frá því niður á Hvolsvöll í nótt en verið hefur. Engar fregnir hafa borist af öskufalli í nótt, en í fyrrinótt varð þess vart, meðal annars á Selfossi.

Rigning er nú á Suðurlandi og er vonast til að eitthvað af öskunni rigni niður í jarðveginn. Veðurstofan spáir suðaustanátt, strekkingi og jafnvel hvassviðri síðdegis með lítilli úrkomu. Gosaska berst í dag til vesturs og norðvesturs frá eldstöðinni og getur öskumistur borist yfir Suður- og Suðvesturland, segir Veðurstofan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×