Einkareknir skólar gagnrýna breytingar 21. október 2010 04:00 ísaksskóli Skólastjóri Ísaksskóla segir kirkjuferðir vera hluta af almennu skólastarfi og er hugsi yfir breytingartillögum. fréttablaðið/gun Formaður Samtaka sjálfstætt starfandi skóla, Margrét Pála Ólafsdóttir, segir jákvætt að borgaryfirvöld hugsi um fjölbreytileika nemenda í leik- og grunnskólum Reykjavíkur og mikilvægi þess að réttur allra sé virtur. Aftur á móti þykir Margréti Pálu óheppilega farið að hugmyndinni. Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar lagði nýverið fram breytingartillögur um samstarf kirkju og leik- og grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Í tillögunum felst meðal annars að börn skuli ekki heimsækja kirkjur á skólatíma, prestar skuli ekki koma í heimsóknir í skóla og sálmar skuli ekki sungnir í trúarlegum tilgangi. Tillögurnar liggja nú hjá menntaráði, velferðarráði og íþrótta- og tómstundaráði sem eiga eftir að útfæra þær og samþykkja. Tillögurnar eru mestmegnis unnar upp úr úttekt sem gerð var árið 2007 um samskipti skóla og trúarlegra stofnana. „Ég hef alltaf haft blendnar tilfinningar gagnvart því að bæjaryfirvöld eða ríki hlutist um of í starfsemi skóla. Ég trúi því að kennarar, foreldrar og skólastjórnendur skapi þá menningu sem allir eru sáttir við,“ segir Margrét Pála. Sölvi Sveinsson, skólastjóri Landakotsskóla, segir skólann, sem upphaflega var kaþólskur og rekinn af nunnum, eiga margvísleg tengsl við kirkjuna og þeim verði ekki breytt. Skólahald sé sett og því slitið inni í kirkju og það standi í stofnskránni að foreldrar nemenda skuli bera virðingu fyrir kristilegum gildum. „Við höldum í heiðri margvíslegar hefðir á aðventunni og því verður ekki breytt,“ segir Sölvi. „Satt að segja finnst mér þetta taugaveiklunarleg samþykkt hjá mannréttindaráði.“ Sigríður Anna Guðjónsdóttir, skólastjóri Ísaksskóla, segir sálmasöng og kirkjuferðir ætíð hafa verið hluta af skólastarfi Ísaksskóla. „Það eru sungnir sálmar í hverri viku og það er hluti af skólastarfinu, sem og kirkjuferðir og kirkjukaffi í kringum jólin,“ segir hún. „Svo ég er hugsi. En þessar hugmyndir eru ekki orðnar að veruleika.“ Skólaárið 2008-2009 voru 666 nemendur í þeim níu einkareknu grunnskólum sem á landinu eru. sunna@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira
Formaður Samtaka sjálfstætt starfandi skóla, Margrét Pála Ólafsdóttir, segir jákvætt að borgaryfirvöld hugsi um fjölbreytileika nemenda í leik- og grunnskólum Reykjavíkur og mikilvægi þess að réttur allra sé virtur. Aftur á móti þykir Margréti Pálu óheppilega farið að hugmyndinni. Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar lagði nýverið fram breytingartillögur um samstarf kirkju og leik- og grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Í tillögunum felst meðal annars að börn skuli ekki heimsækja kirkjur á skólatíma, prestar skuli ekki koma í heimsóknir í skóla og sálmar skuli ekki sungnir í trúarlegum tilgangi. Tillögurnar liggja nú hjá menntaráði, velferðarráði og íþrótta- og tómstundaráði sem eiga eftir að útfæra þær og samþykkja. Tillögurnar eru mestmegnis unnar upp úr úttekt sem gerð var árið 2007 um samskipti skóla og trúarlegra stofnana. „Ég hef alltaf haft blendnar tilfinningar gagnvart því að bæjaryfirvöld eða ríki hlutist um of í starfsemi skóla. Ég trúi því að kennarar, foreldrar og skólastjórnendur skapi þá menningu sem allir eru sáttir við,“ segir Margrét Pála. Sölvi Sveinsson, skólastjóri Landakotsskóla, segir skólann, sem upphaflega var kaþólskur og rekinn af nunnum, eiga margvísleg tengsl við kirkjuna og þeim verði ekki breytt. Skólahald sé sett og því slitið inni í kirkju og það standi í stofnskránni að foreldrar nemenda skuli bera virðingu fyrir kristilegum gildum. „Við höldum í heiðri margvíslegar hefðir á aðventunni og því verður ekki breytt,“ segir Sölvi. „Satt að segja finnst mér þetta taugaveiklunarleg samþykkt hjá mannréttindaráði.“ Sigríður Anna Guðjónsdóttir, skólastjóri Ísaksskóla, segir sálmasöng og kirkjuferðir ætíð hafa verið hluta af skólastarfi Ísaksskóla. „Það eru sungnir sálmar í hverri viku og það er hluti af skólastarfinu, sem og kirkjuferðir og kirkjukaffi í kringum jólin,“ segir hún. „Svo ég er hugsi. En þessar hugmyndir eru ekki orðnar að veruleika.“ Skólaárið 2008-2009 voru 666 nemendur í þeim níu einkareknu grunnskólum sem á landinu eru. sunna@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira