Allir í viðbragðsstöðu 23. mars 2010 04:00 Fljótshlíð „Það eru allir í viðbragðsstöðu,“ sagði Agnar Már Agnarsson, bóndi í Hallgeirseyjarhjáleigu í Austur-Landeyjum, þegar Fréttablaðið spurði hann um búfjárhald nærri gosstöðvunum. Agnar Már hefur, eins og fleiri bændur í nágrenni gosstöðvanna, hvítan disk úti til að geta fylgst með hvort öskufall sé hafið frá gosinu. Um miðjan dag í gær var þess ekki farið að gæta. Agnar Már er með fjölda hrossa úti og kvaðst ekki geta komið þeim öllum í hús ef öskufall verði eða flóð af völdum goss. „Það þarf að passa upp á vatn og gefa hrossunum minna í einu, þannig að heyið standi ekki lengi úti. Jafnvel gæti þurft að ferja hrossin burt og á öruggara svæði ef út í það færi. Við erum á hættusvæði og þurftum að rýma þegar gosið hófst en höfum nú fengið að snúa aftur heim,“ sagði Agnar Már. Hann bætti við að myndi Katla gjósa kæmi flóðið að líkindum í farveg árinnar Affalls sem liggur með jörðinni. Hún rennur um Fljótshlíðina og útigangshross Agnars drekka úr henni. Hann kvaðst vera hálfsmeykur við að öskufall kynni að berast með ánni og þar með gætu hrossin veikst af eitrun. Katrín Andrésdóttir, héraðsdýralæknir á Suðurlandi, segir best að hýsa allar skepnur ef vart verður við öskufall. Sé ekki húspláss, þá skuli gefa hey oft og lítið í einu, gæta að því að hafa ómengað vatn handa þeim, svo og saltstein. „Þessar skepnur eru oft salthungraðar þegar líður að vori og fara þá kannski að sleikja öskuna.“jss@frettabladid.is Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Sjá meira
„Það eru allir í viðbragðsstöðu,“ sagði Agnar Már Agnarsson, bóndi í Hallgeirseyjarhjáleigu í Austur-Landeyjum, þegar Fréttablaðið spurði hann um búfjárhald nærri gosstöðvunum. Agnar Már hefur, eins og fleiri bændur í nágrenni gosstöðvanna, hvítan disk úti til að geta fylgst með hvort öskufall sé hafið frá gosinu. Um miðjan dag í gær var þess ekki farið að gæta. Agnar Már er með fjölda hrossa úti og kvaðst ekki geta komið þeim öllum í hús ef öskufall verði eða flóð af völdum goss. „Það þarf að passa upp á vatn og gefa hrossunum minna í einu, þannig að heyið standi ekki lengi úti. Jafnvel gæti þurft að ferja hrossin burt og á öruggara svæði ef út í það færi. Við erum á hættusvæði og þurftum að rýma þegar gosið hófst en höfum nú fengið að snúa aftur heim,“ sagði Agnar Már. Hann bætti við að myndi Katla gjósa kæmi flóðið að líkindum í farveg árinnar Affalls sem liggur með jörðinni. Hún rennur um Fljótshlíðina og útigangshross Agnars drekka úr henni. Hann kvaðst vera hálfsmeykur við að öskufall kynni að berast með ánni og þar með gætu hrossin veikst af eitrun. Katrín Andrésdóttir, héraðsdýralæknir á Suðurlandi, segir best að hýsa allar skepnur ef vart verður við öskufall. Sé ekki húspláss, þá skuli gefa hey oft og lítið í einu, gæta að því að hafa ómengað vatn handa þeim, svo og saltstein. „Þessar skepnur eru oft salthungraðar þegar líður að vori og fara þá kannski að sleikja öskuna.“jss@frettabladid.is
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Sjá meira