Ungverjaland skapar ótta meðal fjárfesta 19. júlí 2010 11:02 Þróun mála í Ungverjalandi hefur skapað ótta meðal fjárfesta sem eru byrjaðir að losa sig úr stöðum sínum, bæði á hluta- og skuldabréfamarkaðinum þarlendis sem og frá gjaldmiðli landsins, forintunni. Forintan hefur fallið í verði eins og við var búist í morgun eða um 3%. Við þessu var búist eftir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og ESB ákváðu að hætta við fyrirhugaða 20 milljarða evra efnahagsaðstoð sína við Ungverjaland. Sjóðnum og ESB þóttu ungversk stjórnvöld ekki ganga nógu langt í niðurskurði sínum á opinberum fjárlögum landsins. Á sama tíma og gengi forintunnar fellur hefur vísitalan í kauphöllinni í Budapest fallið um sömu prósentur. Á sama tíma hefur skuldatryggingaálag landsins rokið upp og vextir á þriggja ára ríkisskuldabréfum hafa hækkað um rúmar 1,5 prósentur. Greining Danske Bank hefur áhyggjur af þessari þróun og segir að hún gæti sett efnahag austurhluta Evropu á hliðina að nýju. Í umfjöllun um málið á börsen.dk er haft eftir greiningu bankans að Ungverjaland gæti orðið hið „nýja Grikkland". Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Þróun mála í Ungverjalandi hefur skapað ótta meðal fjárfesta sem eru byrjaðir að losa sig úr stöðum sínum, bæði á hluta- og skuldabréfamarkaðinum þarlendis sem og frá gjaldmiðli landsins, forintunni. Forintan hefur fallið í verði eins og við var búist í morgun eða um 3%. Við þessu var búist eftir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og ESB ákváðu að hætta við fyrirhugaða 20 milljarða evra efnahagsaðstoð sína við Ungverjaland. Sjóðnum og ESB þóttu ungversk stjórnvöld ekki ganga nógu langt í niðurskurði sínum á opinberum fjárlögum landsins. Á sama tíma og gengi forintunnar fellur hefur vísitalan í kauphöllinni í Budapest fallið um sömu prósentur. Á sama tíma hefur skuldatryggingaálag landsins rokið upp og vextir á þriggja ára ríkisskuldabréfum hafa hækkað um rúmar 1,5 prósentur. Greining Danske Bank hefur áhyggjur af þessari þróun og segir að hún gæti sett efnahag austurhluta Evropu á hliðina að nýju. Í umfjöllun um málið á börsen.dk er haft eftir greiningu bankans að Ungverjaland gæti orðið hið „nýja Grikkland".
Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira