200 milljarða tilboði í Iceland var hafnað 7. október 2010 00:01 Macolm Walker Stofnandi og forstjóri bresku matvörukeðjunnar Iceland Foods bauð 200 milljarða króna í fyrirtækið fyrir um fjórum mánuðum. Skilanefnd Landsbankans, sem á tæplega 70 prósenta hlut, leit ekki við því. Fréttablaðið/Hafliði Malcolm Walker, stofnandi og forstjóri bresku lágvöruverðskeðjunnar Iceland Foods, gerði tilboð í fyrirtækið fyrir fjórum mánuðum upp á einn milljarð breskra punda, jafnvirði um tvö hundruð milljarða íslenskra króna. Skilanefnd Landsbankans, sem fer með tæplega sjötíu prósenta hlut í Iceland Foods, leit ekki við því, samkvæmt staðfestum heimildum Fréttablaðsins. Walker og stjórnendur Iceland Foods eiga 21 prósent í fyrirtækinu en skilanefnd Glitnis tíu prósent. Ekki liggur fyrir hvort um formlegt eða óformlegt tilboð var að ræða. Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi skilanefndar Landsbankans, kannast ekki við að tilboð hafi borist frá Walker. „Þetta er sterkt og gott félag og eðlilegt að menn sýni því áhuga," segir hann. Skilanefndin stefni á að selja fyrirtækið þegar forsendur eru til þess og viðunandi tilboð berist. Malcolm Walker stofnaði Iceland Foods árið 1970. Fyrirtækið var fært undir móðurfélagið Big Food Group um síðustu aldamót og var Walker látinn taka pokann sinn. Baugur Group og Fons keyptu félagið árið 2005 ásamt öðrum fjárfestum og gömlu bönkunum. Samstæðunni var skipt upp og Walker ráðinn til Iceland á ný. Viðsnúningur Walkers á rekstri verslunarinnar þykir með eindæmum enda hefur hún malað gull í efnahagsþrengingunum í Bretlandi. Rekstrarhagnaður nam 135,4 milljónum punda, jafnvirði 25,6 milljarða króna, í fyrra og hefur aldrei verið meiri. Þá námu arðgreiðslur til fyrri eigenda 39 milljörðum króna fyrir þremur árum og var það stærsta arðgreiðsla Íslandssögunnar. Arður var ekki greiddur í fyrra. Þess í stað voru áhvílandi skuldir greiddar upp. Walker sagði, í samtali við breska fjölmiðla fyrr á árinu, verslunina líklega verðmætustu eign Íslendinga. Viðmælendur Fréttablaðsins eru tvíbentir í afstöðu sinni til tilboðsins. Erfitt sé að verðmeta bresk fyrirtæki nú um stundir og því óvíst hvort einn milljarður punda sé viðunandi fyrir gullnámu á borð við Iceland Foods. Þá kunni eignaverð í Bretlandi að hækka í kringum Ólympíuleikana sem haldnir verða í Lundúnum eftir tvö ár. Á móti geti verið hagstætt fyrir skilanefndnina að losa sem fyrst um stórar eignir á borð við Iceland Foods, styrkja lausafjárstöðuna og greiða upp í kröfur, svo sem Icesave-skuldina. jonab@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Malcolm Walker, stofnandi og forstjóri bresku lágvöruverðskeðjunnar Iceland Foods, gerði tilboð í fyrirtækið fyrir fjórum mánuðum upp á einn milljarð breskra punda, jafnvirði um tvö hundruð milljarða íslenskra króna. Skilanefnd Landsbankans, sem fer með tæplega sjötíu prósenta hlut í Iceland Foods, leit ekki við því, samkvæmt staðfestum heimildum Fréttablaðsins. Walker og stjórnendur Iceland Foods eiga 21 prósent í fyrirtækinu en skilanefnd Glitnis tíu prósent. Ekki liggur fyrir hvort um formlegt eða óformlegt tilboð var að ræða. Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi skilanefndar Landsbankans, kannast ekki við að tilboð hafi borist frá Walker. „Þetta er sterkt og gott félag og eðlilegt að menn sýni því áhuga," segir hann. Skilanefndin stefni á að selja fyrirtækið þegar forsendur eru til þess og viðunandi tilboð berist. Malcolm Walker stofnaði Iceland Foods árið 1970. Fyrirtækið var fært undir móðurfélagið Big Food Group um síðustu aldamót og var Walker látinn taka pokann sinn. Baugur Group og Fons keyptu félagið árið 2005 ásamt öðrum fjárfestum og gömlu bönkunum. Samstæðunni var skipt upp og Walker ráðinn til Iceland á ný. Viðsnúningur Walkers á rekstri verslunarinnar þykir með eindæmum enda hefur hún malað gull í efnahagsþrengingunum í Bretlandi. Rekstrarhagnaður nam 135,4 milljónum punda, jafnvirði 25,6 milljarða króna, í fyrra og hefur aldrei verið meiri. Þá námu arðgreiðslur til fyrri eigenda 39 milljörðum króna fyrir þremur árum og var það stærsta arðgreiðsla Íslandssögunnar. Arður var ekki greiddur í fyrra. Þess í stað voru áhvílandi skuldir greiddar upp. Walker sagði, í samtali við breska fjölmiðla fyrr á árinu, verslunina líklega verðmætustu eign Íslendinga. Viðmælendur Fréttablaðsins eru tvíbentir í afstöðu sinni til tilboðsins. Erfitt sé að verðmeta bresk fyrirtæki nú um stundir og því óvíst hvort einn milljarður punda sé viðunandi fyrir gullnámu á borð við Iceland Foods. Þá kunni eignaverð í Bretlandi að hækka í kringum Ólympíuleikana sem haldnir verða í Lundúnum eftir tvö ár. Á móti geti verið hagstætt fyrir skilanefndnina að losa sem fyrst um stórar eignir á borð við Iceland Foods, styrkja lausafjárstöðuna og greiða upp í kröfur, svo sem Icesave-skuldina. jonab@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira