Angela Merkel veldur dýfu á evrópskum mörkuðum 19. maí 2010 09:25 Sú ákvörðun stjórnar Angelu Merkel kanslara Þýskalands að banna ákveðnar tegundir af skortstöðum á þýska markaðinum hefur valdið því að hlutabréfamarkaðir um alla Evrópu byrja daginn í frjálsu falli.Í frétt um málið á BbC segir að ákvörðun þýskra yfirvalda hafi komið öllum í opna skjöldu og skapað mikla óvissu. FTSE vísitalan í London hefur fallið um 2,4%, Dax vísitalan í Frankfurt hefur fallið um 2,6%, Cac 40 í París um rúm 3% og C20 vísitalan í Kaupmannahöfn hefur fallið um 3%.Áætlanir þýskra stjórnvalda ganga út á að banna svokallaðar naktar skortstöður í skuldabréfum í evrum og í tíu af stærstu fjármálafyrirtækjum Þýskalands.Skortstöður ganga út á að miðlarar fá fjármálavörur þ.e. skuldabréf, hlutabréf o. sv.fr. að láni til einhvers tíma, selja þær strax og gera svo dæmið upp í lok lánstímans. Nakin skortstaða er þegar miðlarar selja fjármálavöru án þess að hafa fengið hana að láni fyrst.Bannið á þessum gerningi á að gilda frá deginum í dag og fram til marsloka á næsta ári. Stjórn Merkels er nú harðlega gagnrýnd fyrir að hafa ekki haft neitt samráð við önnur evrópsk yfirvöld um þessa ákvörðun sína. Mest lesið Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Sú ákvörðun stjórnar Angelu Merkel kanslara Þýskalands að banna ákveðnar tegundir af skortstöðum á þýska markaðinum hefur valdið því að hlutabréfamarkaðir um alla Evrópu byrja daginn í frjálsu falli.Í frétt um málið á BbC segir að ákvörðun þýskra yfirvalda hafi komið öllum í opna skjöldu og skapað mikla óvissu. FTSE vísitalan í London hefur fallið um 2,4%, Dax vísitalan í Frankfurt hefur fallið um 2,6%, Cac 40 í París um rúm 3% og C20 vísitalan í Kaupmannahöfn hefur fallið um 3%.Áætlanir þýskra stjórnvalda ganga út á að banna svokallaðar naktar skortstöður í skuldabréfum í evrum og í tíu af stærstu fjármálafyrirtækjum Þýskalands.Skortstöður ganga út á að miðlarar fá fjármálavörur þ.e. skuldabréf, hlutabréf o. sv.fr. að láni til einhvers tíma, selja þær strax og gera svo dæmið upp í lok lánstímans. Nakin skortstaða er þegar miðlarar selja fjármálavöru án þess að hafa fengið hana að láni fyrst.Bannið á þessum gerningi á að gilda frá deginum í dag og fram til marsloka á næsta ári. Stjórn Merkels er nú harðlega gagnrýnd fyrir að hafa ekki haft neitt samráð við önnur evrópsk yfirvöld um þessa ákvörðun sína.
Mest lesið Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira