Innlent

Innanlandsflug hafið

Búið er að opna Reykjavíkurflugvöll og hófst innanlandsflug upp úr klukkan átta.
Búið er að opna Reykjavíkurflugvöll og hófst innanlandsflug upp úr klukkan átta. Mynd/Vilhelm Gunnarsson

Biðstaða var í innanlandsfluginu í morgun og var öll áætlun Flugfélags Íslands og Ernis í nánari athugun. Nú er hinsvegar búið að opna Reykjavíkurflugvöll og hófst innanlandsflug upp úr klukkan átta. Ekki er þó víst hvort hægt verður að fljúga til Ísafjarðar, en búið er að opna Akureyrarflugvöll.

Búist er við að öskuna frá gosinu leggi í norðvestur, yfir Vestfirðina fram að hádegi, en þá fari það meira til norðurs, yfir Akureyri og síðan til norðausturs yfir Egilstaði í kvöld. Þá rofi hinsvegar til vestra og yfir Norðurlandi. Annars er aska víða í háloftunum og er verið að kortleggja hana nánar.

Keflavíkurflugvöllur er hinsvegar opinn og hefur millilandaumferð verið með eðlilegum hætti í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×