Almenningi áfram bannað að nálgast eldstöðina Kristján Már Unnarsson skrifar 24. mars 2010 19:33 Eyjafjallajökull er enn að þenjast út og meðan svo er verður fólki áfram bannað að nálgast gosstöðvarnar, segir sýslumaður Rangæinga og yfirmaður almannavarna á svæðinu. Yfirvöld eru þó að skoða hvort unnt sé að veita almenningi betri aðgang að svæðinu. Það er magnað að standa nærri eldspúandi gígunum og ekki að efa að þúsundir ef ekki tugþúsundir Íslendinga hefðu áhuga á að komast þangað. Almannavarnir banna hins vegar umferð á þá staði þar sem best er að sjá eldgosið. Svæðið umhverfis eldsstöðina, í fimm kílómetra radíus, er lýst sem bannsvæði. Þá er umferð bönnuð bæði um Þórsmerkurveg og leiðina upp á Fimmvörðuháls. Kjartan Þorkelsson sýslumaður segir það nú í skoðun hvernig unnt sé að bæta aðgengi almennings að svæðinu svo fólk geti séð gosið. Eins og staðan sé í dag sé Eyjafjallajökull enn að tútna út og meðan svo er telji menn það ekki gáfulegt að hleypa fólki upp á jökul og að eldstöðinni. Fréttamenn Stöðvar 2 upplifðu það í leiðangri í fyrradag hvernig Fimmvörðuháls breyttist á örskammri stundu í veðravíti. Spurningin er hvort skipulagðar skoðunarferðir, undir stjórn þaulvanra manna og með besta tækjabúnaði, gæti verið lausnin, til dæmis að björgunarsveitir byðu upp á þá þjónustu gegn gjaldi að flytja ferðamenn á svæðið. Kjartan sýslumaður segir almannavarnir ekki hafa velt því fyrir sér að selja aðgang að svæðinu, það sé ekki þeirra hlutverk að skipuleggja eitthvað slíkt. Það sé hins vegar ekki hlaupið að því að komast að þessu. Fimmvörðuháls sé mjög erfiður og þungur. „Við erum aðallega að athuga með aðgengi inn í Fljótshlíðina að menn sjái gosið þaðan. Þaðan sést ágætlega inn á gosstöðvarnar," segir Kjartan. Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Sjá meira
Eyjafjallajökull er enn að þenjast út og meðan svo er verður fólki áfram bannað að nálgast gosstöðvarnar, segir sýslumaður Rangæinga og yfirmaður almannavarna á svæðinu. Yfirvöld eru þó að skoða hvort unnt sé að veita almenningi betri aðgang að svæðinu. Það er magnað að standa nærri eldspúandi gígunum og ekki að efa að þúsundir ef ekki tugþúsundir Íslendinga hefðu áhuga á að komast þangað. Almannavarnir banna hins vegar umferð á þá staði þar sem best er að sjá eldgosið. Svæðið umhverfis eldsstöðina, í fimm kílómetra radíus, er lýst sem bannsvæði. Þá er umferð bönnuð bæði um Þórsmerkurveg og leiðina upp á Fimmvörðuháls. Kjartan Þorkelsson sýslumaður segir það nú í skoðun hvernig unnt sé að bæta aðgengi almennings að svæðinu svo fólk geti séð gosið. Eins og staðan sé í dag sé Eyjafjallajökull enn að tútna út og meðan svo er telji menn það ekki gáfulegt að hleypa fólki upp á jökul og að eldstöðinni. Fréttamenn Stöðvar 2 upplifðu það í leiðangri í fyrradag hvernig Fimmvörðuháls breyttist á örskammri stundu í veðravíti. Spurningin er hvort skipulagðar skoðunarferðir, undir stjórn þaulvanra manna og með besta tækjabúnaði, gæti verið lausnin, til dæmis að björgunarsveitir byðu upp á þá þjónustu gegn gjaldi að flytja ferðamenn á svæðið. Kjartan sýslumaður segir almannavarnir ekki hafa velt því fyrir sér að selja aðgang að svæðinu, það sé ekki þeirra hlutverk að skipuleggja eitthvað slíkt. Það sé hins vegar ekki hlaupið að því að komast að þessu. Fimmvörðuháls sé mjög erfiður og þungur. „Við erum aðallega að athuga með aðgengi inn í Fljótshlíðina að menn sjái gosið þaðan. Þaðan sést ágætlega inn á gosstöðvarnar," segir Kjartan.
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Sjá meira