Glitnir kyrrsetur lúxusbíla Jóns Ásgeirs 1. júlí 2010 03:30 Jón Ásgeir Jóhannesson Glitnir fékk fyrir sex vikum kyrrsetningu á eignir Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hér á landi. Krafa Glitnis á hendur Jóni Ásgeiri er sex milljarðar króna en umræddar eignir eru metnar á samtals 197 milljónir króna. Sýslumaðurinn í Reykjavík samþykkti kröfu Glitnis um kyrrsetninguna 20. maí síðastliðinn. Enginn mætti fyrir hönd Jóns Ásgeirs þegar kyrrsetningarkrafan var tekin fyrir hjá embættinu. Fulltrúar þess leituðu þá til lögmanns sem starfaði fyrir Jón í svokölluðu Baugsmáli. „Haft var samband við Gest Jónsson hrl. sem kvaðst ekki vera umboðsmaður gerðarþola í kyrrsetningarmáli þessu," segir í gerðarbók. Meðal kyrrsettu eignanna eru fasteignir á Laufásvegi, Vatnsstíg og Hverfisgötu, jörðin Á í Skagafirði og sumarhús Jóns Ásgeirs og eiginkonu hans við Þingvallavatn. Þá eru kyrrsettir nokkrir bílar, meðal annars tveir Range Rover jeppar, Hummer jeppi og Bentley fólksbíll. Einnig var gerð kyrrsetning í tveimur bankareikningum með samtals um 3,7 milljóna innistæðum og í eignarhluta Jóns Ásgeirs í eignarhaldsfélaginu Þú Blásól ehf. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hafa dómstólar hins vegar fellt úr gildi fyrri ákvörðun sýslumanns um að kyrrsetja eignir Jóns Ásgeirs á grundvelli kröfu tollstjórans fyrir hönd skattrannsóknarstjóra. - gar Innlent Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira
Glitnir fékk fyrir sex vikum kyrrsetningu á eignir Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hér á landi. Krafa Glitnis á hendur Jóni Ásgeiri er sex milljarðar króna en umræddar eignir eru metnar á samtals 197 milljónir króna. Sýslumaðurinn í Reykjavík samþykkti kröfu Glitnis um kyrrsetninguna 20. maí síðastliðinn. Enginn mætti fyrir hönd Jóns Ásgeirs þegar kyrrsetningarkrafan var tekin fyrir hjá embættinu. Fulltrúar þess leituðu þá til lögmanns sem starfaði fyrir Jón í svokölluðu Baugsmáli. „Haft var samband við Gest Jónsson hrl. sem kvaðst ekki vera umboðsmaður gerðarþola í kyrrsetningarmáli þessu," segir í gerðarbók. Meðal kyrrsettu eignanna eru fasteignir á Laufásvegi, Vatnsstíg og Hverfisgötu, jörðin Á í Skagafirði og sumarhús Jóns Ásgeirs og eiginkonu hans við Þingvallavatn. Þá eru kyrrsettir nokkrir bílar, meðal annars tveir Range Rover jeppar, Hummer jeppi og Bentley fólksbíll. Einnig var gerð kyrrsetning í tveimur bankareikningum með samtals um 3,7 milljóna innistæðum og í eignarhluta Jóns Ásgeirs í eignarhaldsfélaginu Þú Blásól ehf. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hafa dómstólar hins vegar fellt úr gildi fyrri ákvörðun sýslumanns um að kyrrsetja eignir Jóns Ásgeirs á grundvelli kröfu tollstjórans fyrir hönd skattrannsóknarstjóra. - gar
Innlent Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira