Alls konar áætlunin Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og skrifa 3. desember 2010 12:28 Það er vont þegar stefnu vantar í stefnumótandi plögg. Fjárhagsáætlun borgarinnar er dæmi um slíkt plagg. Áætlunin gefur borgarbúum engin skýr skilaboð um stefnu meirihluta Besta flokksins og Samfylkingarinnar næstu árin. Skilaboðin eru óútfærð, óskýr og hreint út sagt út og suður.+ Langtímastefnan kemur hvergi fram. Enginn veit, hvorki kjörnir fulltrúar né starfsmenn, hvaða rekstrarþætti á að verja umfram aðra. Ekkert er fjallað um atvinnu eða atvinnuleysi. Engar útfærslur sjást varðandi framkvæmdir sem Dagur B. Eggertsson þó gagnrýndi hvað harðast að vantaði í síðustu fjárhagsáætlun. Dagur talaði þá um "framkvæmdastopp" þó framkvæmt væri fyrir 10 milljarða. "Hagvöxtur í Reykjavík" hefur jafnvel ekki verið skilgreindur en Dagur fjallaði ótæpilega um það óskýra fyrirbæri í kosningabaráttunni. Ekki er metið hvað hækkaðir skattar og gjöld á fjölskyldur komi til með að kosta samtals þótt nánast allt sé hækkað sem hægt er að hækka. Engin skýr lína kemur fram um hvort eigi að verja störf eða ekki og starfsmenn sitja uppi með ógrynni af óútfærðum hagræðingartillögum sem samtals nema u.þ.b. einum milljarði króna á ársgrundvelli. Það eina sem er útfært í þaula er hvernig seilast eigi dýpra í tóma vasa borgarbúa. Meirihlutinn setur ekki fram leiðbeinandi línur í fjárhagsáætlanagerðinni um hvernig skuli haga samrekstri í þjónustu eins og t.d. skóla. Ekki er heldur búið að ákveða hvernig á að hagræða í sérkennslu, forföllum eða langtímaveikindum í leik- og grunnskólum. Ekkert er enn ákveðið um hvernig eigi að skipuleggja hagræðingu í ráðhúsinu. Í stuttu máli er fjárhagsáætlun meirihlutans fullkomlega ókláruð. Rúsínan í pylsuendanum er síðan að hið svokallaða gat sem Besti flokkurinn og Samfylking ætla sér að loka hefur stækkað á ótrúlegan hátt með útgjaldaliðnum "ófyrirséð fé" sem stækkar nú í tæpan milljarð. "Ófyrirséð fé" er óbundinn liður í áætluninni og er til að mæta ýmsum uppákomum, dekurverkefnum eða verkefnum sem meirihlutinn vill takast á við á nýju ári. Sannarlega alls konar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Höfuðborgin sem þjóðgarður: Arfleifð til komandi kynslóða Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Mjúki penninn Berglind Pétursdóttir Bakþankar Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Það er vont þegar stefnu vantar í stefnumótandi plögg. Fjárhagsáætlun borgarinnar er dæmi um slíkt plagg. Áætlunin gefur borgarbúum engin skýr skilaboð um stefnu meirihluta Besta flokksins og Samfylkingarinnar næstu árin. Skilaboðin eru óútfærð, óskýr og hreint út sagt út og suður.+ Langtímastefnan kemur hvergi fram. Enginn veit, hvorki kjörnir fulltrúar né starfsmenn, hvaða rekstrarþætti á að verja umfram aðra. Ekkert er fjallað um atvinnu eða atvinnuleysi. Engar útfærslur sjást varðandi framkvæmdir sem Dagur B. Eggertsson þó gagnrýndi hvað harðast að vantaði í síðustu fjárhagsáætlun. Dagur talaði þá um "framkvæmdastopp" þó framkvæmt væri fyrir 10 milljarða. "Hagvöxtur í Reykjavík" hefur jafnvel ekki verið skilgreindur en Dagur fjallaði ótæpilega um það óskýra fyrirbæri í kosningabaráttunni. Ekki er metið hvað hækkaðir skattar og gjöld á fjölskyldur komi til með að kosta samtals þótt nánast allt sé hækkað sem hægt er að hækka. Engin skýr lína kemur fram um hvort eigi að verja störf eða ekki og starfsmenn sitja uppi með ógrynni af óútfærðum hagræðingartillögum sem samtals nema u.þ.b. einum milljarði króna á ársgrundvelli. Það eina sem er útfært í þaula er hvernig seilast eigi dýpra í tóma vasa borgarbúa. Meirihlutinn setur ekki fram leiðbeinandi línur í fjárhagsáætlanagerðinni um hvernig skuli haga samrekstri í þjónustu eins og t.d. skóla. Ekki er heldur búið að ákveða hvernig á að hagræða í sérkennslu, forföllum eða langtímaveikindum í leik- og grunnskólum. Ekkert er enn ákveðið um hvernig eigi að skipuleggja hagræðingu í ráðhúsinu. Í stuttu máli er fjárhagsáætlun meirihlutans fullkomlega ókláruð. Rúsínan í pylsuendanum er síðan að hið svokallaða gat sem Besti flokkurinn og Samfylking ætla sér að loka hefur stækkað á ótrúlegan hátt með útgjaldaliðnum "ófyrirséð fé" sem stækkar nú í tæpan milljarð. "Ófyrirséð fé" er óbundinn liður í áætluninni og er til að mæta ýmsum uppákomum, dekurverkefnum eða verkefnum sem meirihlutinn vill takast á við á nýju ári. Sannarlega alls konar.
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar