Allt á kafi í grárri drullu 19. apríl 2010 06:00 Allt á kafi Þykkt öskulag lagðist yfir sveitir undir Eyjafjöllum á laugardag. Í gær fór að rofa til og þegar leið á daginn tók að rigna svo askan breyttist í svart forarsvað. Pétur Freyr Pétursson, bóndi í Núpakoti, segir öskuna sem betur fer ekki hafa smogið inn í húsin og ekkert ami að skepnunum. Fréttablaðið/ Stefán „Það er leiðindalykt og allt á kafi í grári drullu," segir Berglind Hilmarsdóttir, ábúandi á Núpi undir Eyjafjöllum. Í gær birti til eftir að öskunni hafði kyngt niður og skildi eftir sig svart teppi yfir sveitinni. Berglind finnur til í öndunarfærunu og segir þungt að anda. „Eins og maður sé alltaf með ryk í nefinu. Fólk er eflaust misviðkvæmt fyrir þessu, ég get ekki ímyndað mér að þetta sér gott fyrir viðkvæma og börn." Björgunarsveitir mættu á vettvang og aðstoðuðu við að ná hestum í hús. „Hrossin eru merkilega vel á sig komin," segir Berglind og segist orðin þreytt eftir atganginn. „En það gefur manni kraft að finna hvað allir standa þétt saman. Ég hef mestar áhyggjur af bæjunum sem urðu verst úti í öskufallinu og hlaupinu." Ábúendum á Þorvaldseyri var gert að rýma bæinn um helgina. Ingunn Júlía Ólafsdóttir, dóttir Ólafs Eggertssonar og Guðnýjar Valberg á Þorvaldseyri. Hún segir það hafa verið „svolítið áfall" að koma heim á sunnudagsmorgun. „Askan virðist samt ekki hafa komist inn í húsin að ráði, aðeins í fjósið en ekki í íbúðarhúsin. Hún segir gosið farið að taka sinn toll af fólki. „Þetta tekur á taugarnar, sérstaklega hjá foreldrum mínum. Það er talsvert tjón og álagið er mikið." Gærdagurinn fór í þrif hjá ábúendum að Ásólfsskála. „Það er skítur og ógeð allstaðar," segir Katrín Birna Viðarsdóttir. „Við erum búin að smúla glugga, veggi, þakið í kringum húsið, fjárhús, fjós og hesthús. Það virðist ekkert ama að dýrunum en við erum orðin frekar þreytt." Sólveig Ólafsdóttir hjá Rauða krossi Íslands segir unnið að því að bjóða fólki áfallahjálp. „Það er full þörf á því. Þetta er ótrúlegt álag, bæði fyrir fólk sem óttast um skepnurnar sínar og afkomu og aðra sem fara á svæðið til aðstoða fólk og bjarga búfénaði. Enginn sem fer inn á þetta svæði er ósnortinn, það bara þyrmir yfir mann." Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Sjá meira
„Það er leiðindalykt og allt á kafi í grári drullu," segir Berglind Hilmarsdóttir, ábúandi á Núpi undir Eyjafjöllum. Í gær birti til eftir að öskunni hafði kyngt niður og skildi eftir sig svart teppi yfir sveitinni. Berglind finnur til í öndunarfærunu og segir þungt að anda. „Eins og maður sé alltaf með ryk í nefinu. Fólk er eflaust misviðkvæmt fyrir þessu, ég get ekki ímyndað mér að þetta sér gott fyrir viðkvæma og börn." Björgunarsveitir mættu á vettvang og aðstoðuðu við að ná hestum í hús. „Hrossin eru merkilega vel á sig komin," segir Berglind og segist orðin þreytt eftir atganginn. „En það gefur manni kraft að finna hvað allir standa þétt saman. Ég hef mestar áhyggjur af bæjunum sem urðu verst úti í öskufallinu og hlaupinu." Ábúendum á Þorvaldseyri var gert að rýma bæinn um helgina. Ingunn Júlía Ólafsdóttir, dóttir Ólafs Eggertssonar og Guðnýjar Valberg á Þorvaldseyri. Hún segir það hafa verið „svolítið áfall" að koma heim á sunnudagsmorgun. „Askan virðist samt ekki hafa komist inn í húsin að ráði, aðeins í fjósið en ekki í íbúðarhúsin. Hún segir gosið farið að taka sinn toll af fólki. „Þetta tekur á taugarnar, sérstaklega hjá foreldrum mínum. Það er talsvert tjón og álagið er mikið." Gærdagurinn fór í þrif hjá ábúendum að Ásólfsskála. „Það er skítur og ógeð allstaðar," segir Katrín Birna Viðarsdóttir. „Við erum búin að smúla glugga, veggi, þakið í kringum húsið, fjárhús, fjós og hesthús. Það virðist ekkert ama að dýrunum en við erum orðin frekar þreytt." Sólveig Ólafsdóttir hjá Rauða krossi Íslands segir unnið að því að bjóða fólki áfallahjálp. „Það er full þörf á því. Þetta er ótrúlegt álag, bæði fyrir fólk sem óttast um skepnurnar sínar og afkomu og aðra sem fara á svæðið til aðstoða fólk og bjarga búfénaði. Enginn sem fer inn á þetta svæði er ósnortinn, það bara þyrmir yfir mann."
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Sjá meira