Innlent

Noti grímur vegna öskufjúks

Frá hreinsunarstörfum fyrr í mánuðinum.
Frá hreinsunarstörfum fyrr í mánuðinum. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Mikið öskufjúk hefur undanfarna daga verið víða í nágrenni Eyjafjallajökuls. Verst var ástandið undir Eyjafjöllum í gær þegar skyggni var um tíma innan við 100 metrar.

Umhverfisstofnun segir að fólk þurfi að bregðast við líkt og um beint öskufall væri að ræða. Fólk á ekki að vera úti að óþörfu og þeir sem nauðsynlega þurfi að stunda vinnu utandyra eiga að nota rykgrímur. Aðrir sem eru á ferð utandyra eiga að forðast alla óþarfa áreynslu, að mati Umhverfisstofnunar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×